Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Moisés Caicedo, miðjumaður Chelsea, er að slíta sambandi sínu við umboðsmanninn Manuel Sierra. Heimildir sem tengjast landsliðsmanni Ekvador segja einnig að hann muni ekki vera í tengslum við stórumboðsmanninn Ali Barat hjá Epic Sports. Sierra, frá Football Division Worldwide, og Barat léku hlutverk í £115 milljón punda flutningi Caicedo frá Brighton til Chelsea árið 2023. Lesa meira

Hernaðarstuðningur Evrópu til Úkraínu dregst verulega saman

Hernaðarstuðningur Evrópu til Úkraínu dregst verulega saman

Stuðningur Evrópuríkja við Úkraínu hefur dregist saman á síðari helmingi ársins. Flæði skotvopna, skotfæra og þjálfun úkraínskra hermanna er minni að umsvifum en hún var til dæmis í vor. Frá þessu greinir þýska hugveitan Kiel-stofnunin , sem fylgist grannt með stuðningi til Úkraínu. ESB-ríki, auk Bretlands, Noregs, Íslands og Sviss og stofnana ESB, stórjuku framlög á fyrri helmingi ársins, til þess að vega upp á móti því að Bandaríkjastjórn ákvað að hætta sínum stuðningi. Aðstoð við Úkraínu nam að jafnaði 3,5 milljörðum evra á mánuði frá 2022-24, tæpum 4 milljörðum evra frá janúar til júní í ár, en hrapaði svo niður í rúma tvo milljarða evra í júlí og ágúst á þessu ári. Framlög Evrópuríkja hafa því dregist saman um 43% frá sumri. Þetta er þrátt fyrir að nýrri styrktarleið hafi verið komið á fót í júlí, sem nefnist PURL (Prioritized Ukraine Requirements List), innan vébanda NATÓ. PURL gerir NATÓ-ríkjum kleift að kaupa vopn og skotfæri, sem fullbúin eru til hernaðarlegra nota strax, úr vopnabúri Bandaríkjanna. Þau eru síðan send rakleiðis til Úkraínu. Átta NATÓ-ríki höfðu nýtt þessa styrktarleið í ágústlok fyrir samtals 1,9 milljarða evra; Belgía, Kanada, Danmörk, Þýskaland, Lettland, Holland og Noregur og Svíþjóð. Mannúðaraðstoð dregst ekki saman Öðru gildir þó um mannúðar- og borgaralega aðstoð Evrópuríkja. Mánaðarleg framlög að jafnaði eru enn tæpir fjórir milljarðar evra, rétt eins og þau voru á fyrstu árum stríðsins. Stofnanir Evrópusambandsins standa undir langmestum fjárframlögum í þessum flokki á þessu ári, en frá 2022 til 2024, fyrstu árin eftir innrás Rússa, tók Bandaríkjastjórn virkan þátt í þessari aðstoð. „Nú þegar hernaðarlegur stuðningur við Úkraínu felur æ meira í sér að ríki útvegi ný vopn, sem oft tekur mánuði eða ár, er NATÓ-PURL-verkefnið mikilvægt tól til þess að veita Úkraínu vopn úr vopnaforða Bandaríkjanna, sem tilbúin eru til notkunar strax,“ segir Cristoph Trebesch, sem stýrir mælaborði Kiel-stofnunarinnar um aðstoð við Úkraínu. „Á sama tíma er samdráttur í hernaðarlegum stuðningi í júlí og ágúst óvæntur. Þrátt fyrir NATÓ-PURL-verkefnið, dregur Evrópa saman seglin þegar kemur að hernaðarstuðningi í heild. Það sem mun ráða úrslitum hér er hvernig þessar tölur þróast yfir haustmánuðina,“ bætir hann við. Ísland þurfi að gera meira í hernaðaraðstoð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að oft hafi yfirlýsingum um hernaðaraðstoð til Úkraínu ekki fylgt nægilega miklar aðgerðir nægilega hratt. Þó séu á því undantekningar síðastliðin misseri. Danmörk og Eystrasaltsríkin hafi til dæmis „staðið sig ótrúlega vel“. „Úkraína er ekki að fá þann stuðning sem þarf, en hefur bætt það upp að miklu leyti með því að stórauka eigin framleiðslugetu.“ Hún segir að Úkraínuher verji álfuna alla gagnvart ágangi Rússa og því séu það augljósir hagsmunir Evrópu, og þarmeð Íslands, að gera „það sem þarf“ til þess að Úkraínumenn geti varið sig. „Við getum allavega litið til þess að þegar Evrópa er að horfa upp á ögranir, sem líklega eru skipulagðar af Rússum. Til dæmis eins og drónaflug í kringum flugvelli og svo framvegis. Þá er það nú þannig að neyðarnúmerið sem við getum hringt í er hjá varnarmálaráðuneyti Úkraínu. Og meira að segja Bandaríkin eru að biðja Úkraínumenn um aðstoð við að þróa varnarvopn sem virka.“ Ísland hefur tekið þátt í hernaðarstuðningi þrátt fyrir að vera herlaust land og getur það áfram, til dæmis með PURL-verkefni NATÓ. Þórdís Kolbrún telur að Ísland hafi ekki gert nóg til að styðja við Úkraínuher. Hún bendir á að samkvæmt Kiel-stofnuninni séu heildarframlög Íslands hingað til um 0,32% af landsframleiðslu frá innrás Rússa. Danmörk hefur veitt mestu af Norðurlöndum, 2,9% af landsframleiðslu. Finnar eru næstneðstir af Norðurlöndum, segir hún, en veita samt tæplega fjórum sinnum meira en Ísland hefur gert miðað við höfðatölu. „Það er yfirlýst stefna okkar að stuðningur okkar við Úkraínu sé svipaður miðað við höfðatölu og önnur Norðurlönd. Eins og sakir standa erum við víðsfjarri því að komast nálægt því. Það er eiginlega saman hvernig á það er litið. Við erum að leggja lítið fram.“

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Segja eitt líkanna ekki vera gísl

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja að eitt líkanna sem Hamas-liðar afhentu í gær sé ekki lík gísls. Ísraelar fengu fjögur lík afhent í gær og fjögur daginn þar áður en í heildina sögðust Ísraelar vilja fá lík 28 gísla sem Hamas-liðar áttu að halda enn.

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að ástæða sé til að ræða hvort rétt sé að kalla verslanir Heinemann í Keflavík fríhafnarverslanir, eða „Duty Free“. Á vef félagsins er fjallað um áfengisverð í verslunum Heinemann og bent á að mörg dæmi séu um að áfengir drykkir séu miklu dýrari í fríhafnarverslun Heinemann á Keflavíkurflugvelli en Lesa meira