Þessi fær 99 af 100 mögulegum

Þessi fær 99 af 100 mögulegum

FH vann mikilvægan sigur á Þrótti í bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum færist FH nær Breiðablik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH hafði þetta að segja þegar hún var spurð út í sigur kvöldsins:

Þú getur alltaf átt drauma

Þú getur alltaf átt drauma

Ólafur Kristjánsson þjálfari kvennaliðs Þróttar var eðlilega ekki ánægður með 3:0 tap gegn FH í kvöld. Þegar undirritaður kom með þá staðhæfingu að hann þættist vita að Ólafur væri ekki ánægður með úrslit kvöldsins svaraði Ólafur þessu:

Aldrei hafa fleiri siglt með Herjólfi en í sumar

Aldrei hafa fleiri siglt með Herjólfi en í sumar

Fjöldi farþega sem sigla með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum hefur aldrei verið meiri en í sumar. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir öflugt markaðsstarf og blíðskaparveður helstu ástæðurnar fyrir fjölguninni. „Það var náttúrulega mjög gott veðrið bara strax í apríl og það var metfjöldi í skipið í apríl, maí og júní. Júlí hefur bara einu sinni verið stærri þannig að við getum ekki annað en brosað, við sem erum í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum.“ 10,3% aukning á milli ára Farþegar sem sigldu með Herjólfi í apríl, maí, júní og júlí á þessu ári voru 240.745 en í fyrra voru þeir 218.197 á sama tímabili. Fjölgunin er því 10,3% á milli ára. Ferðum yfir háannatímabilið í sumar, frá júlí og fram í ágúst, var fjölgað um eina. „Þá siglum við í rauninni átta ferðir á milli lands og eyja og það hefur hjálpað okkur til að geta annað eftirspurninni.“ Og hvað heldurðu að skýri þessa aukningu á farþegafjölda? „Ég held það sé einkum tvennt. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa verið mjög öflug við að markaðssetja eyjarnar bæði fyrir Íslendinga og ekki síður útlendinga þannig að eyjarnar eru mjög sýnilegar á samfélagsmiðlum. Svo vitum við það líka, þó að við stjórnum því ekki, að veðrið hefur gríðarlega mikil áhrif.“ Aukin þjónusta með auknum fjölda ferðafólks Vestmannaeyingar eru ánægðir með hversu mikið þjónusta hefur aukist með auknum fjölda ferðamanna. Ótal veitingastaðir og söfn eru í eyjunni og fjölbreytt afþreying í boði. „Þetta er náttúrulega forsenda þess að það sé hægt að halda úti öllum þessum veitingastöðum og þessari afþreyingu. Svo finnst okkur Eyjamönnum mjög gaman að hafa iðandi líf hér í samfélaginu.“

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Skar húðflúrið af líki eiginmannsins og rammaði inn

Þegar TJ Radevski lést óvænt fyrr á árinu, 55 ára að aldri, voru eiginkona hans, Angelica, og sonur þeirra, Preston, strax viss um að þau vildu gera hann ódauðlegan með því að geyma húðflúrið hans. Málið hefur vakið mikla athygli enda ansi sérstakt að fólk láti skera húðflúr af látinni manneskju og ramma inn. Angelica, sem Lesa meira