
Harðbannað að sitja í tröppunum
Aðdáendur þurfa nú að dást að tröppunum úr fjarlægð.
Aðdáendur þurfa nú að dást að tröppunum úr fjarlægð.
Yfir 600 manns hafa fundist látnir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6,0 reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Upptökin voru um 27 kílómetrum frá borginni Jalalabad, fimmtu fjölmennustu borg landsins, og 140 kílómetrum frá höfuðborginni Kabúl. Skjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi og segir í frétt BBC að mörg hús á Lesa meira
Einstaklingur var handtekinn í Breiðholti vopnaður höggvopni á almannafæri. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í dag er spáð norðan- og norðaustanátt. Víða verða 5 til 10 metrar á sekúndu. Rigning verður á köflum norðan og austantil, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands, þó verða líkur á síðdegisskúrum.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann fyrir að hafa verið með óspektir á almannafæri í miðborg Reykjavíkur.
Alls voru 44 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan 5 í morgun. Í miðborginni var einstaklingur handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og ofbeldi gegn lögreglumanni. Sá var vistaður í fangageymslu vegna málsins. Tveir til viðbótar voru svo handteknir í miðborginni í öðru máli, einnig Lesa meira
„Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn,“ segir Eyfirðingurinn og tónlistakonan Kristún Jóhannesdóttir, eða Kris. Hún er nýlega flutt heim frá New York þar sem hún lagði stund á söng og leiklist við The American Musical and Dramatic Academy.
Tveir enskir nýnasistar í bænum Bentley í Miðlöndunum uppskáru lítið annað en hlátrasköll þegar þeir máluðu danska fánann á götu úti. Gert var stólpagrín að þeim á samfélagsmiðlum. Í sumar hafa hægri öfgamenn í Bretlandi ítrekað málað enska fánann á götur, veggi, ljósastaura og fleiri opinbera og sýnilega staði. Kallast aðgerðin „Operation Raise the Colours“ Lesa meira
Spennan er mikil í A-riðli þar sem Lettland, Eistland og Portúgal eru öll með einn sigur hvert lið í þriðja til fimmta sæti. Tyrkland og Serbía eru bæði búin að vinna alla sína leiki og þegar örugg áfram. Eistland mætir Tyrklandi í fyrsta leik dagsins klukkan 11:45 í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan 15:00 spila Portúgal og Lettland á RÚV og kvöldleikurinn verður á milli Serbíu og Tékklands klukkan 18:30 á RÚV 2. Í B-riðli gafa Þjóðverjar og Finnar unnið alla þrjá leiki sína og eru því komin áfram. Litáen er í 3. sæti með tvo sigra og vantar einn í viðbót til að vera öruggt áfram. Svíar hafa svo unnið einn leik en Bretar og Svartfellingar eru án stiga. Svíþjóð og Svartfjallaland eigast við klukkan 12:00, klukkan 15:00 spila Þýskaland og Bretland og klukkan 18:30 mætast svo Finnland og Litáen.
Í dag tekur nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi gildi, en Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, gaf út fimm reglugerðir í því skyni.
Helgi Seljan, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, afhenti Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara gögn frá heimildarmönnum sínum þegar embættismaðurinn óskaði eftir því.
„Það kemur á óvart og ef á að breyta því eitthvað hvernig úthlutað er innan 5,3% kerfisins, þá þarf að gera það með þingsályktun og hún hefur ekki litið dagsins ljós,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var viðbragða hennar við nýrri reglugerð innviðaráðherra um úthlutun aflakvóta til Byggðastofnunar.
Eigendur REIR verks hafa í samstarfi við sjóðastýringarfélagið Stefni stofnað húsnæðissjóðinn REIR20, sem býður nýtt form meðeigandakerfis á fasteignamarkaði.
Arnar Hjaltalín, formaður verkalýðsfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum, segir að uppsagnir 50 starfsmanna Leo Seafood í Vestmannaeyjum séu varanlegt högg, störfin komi ekki aftur.
Prabowo Subianto forseti Indónesíu hefur lofað landsmönnum því að ýmis fríðindi indónesískra þingmanna, meðal annars umdeildur húsnæðisstyrkur að andvirði um 370.000 kr., verði afturkölluð. Prabowo tilkynnti jafnframt að utanlandsferðir þingmanna skyldu stöðvaðar. Fríðindin voru ein kveikjan að fjöldamótmælum sem standa yfir í Indónesíu og hafa leitt til sex dauðsfalla. Reiði mótmælenda jókst mjög eftir að öryggislögregla ók yfir vélhjólasendil að nafni Affan Kurniawan á fimmtudaginn. Indónesísk stjórnvöld hafa hert öryggisgæslu í höfuðborginni Djakarta og víðar um landið vegna mótmælanna, meðal annars með því að setja upp vegatálma og koma fyrir leyniskyttum á mikilvægum stöðum. Einnig hefur verið lokað fyrir aðgang að samfélagsmiðlinum TikTok í nokkra daga vegna ástandsins. Sjafrie Sjamsoeddin varnarmálaráðherra varaði við því í gær að öryggissveitir stjórnarinnar myndu taka á „óeirðarseggjum og ruplurum“ af hörku. Prabowo hætti við fyrirhugaða heimsókn sína til Kína í vikunni vegna mótmælanna en hann hafði áætlað að vera viðstaddur herskrúðgöngu til að minnast loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Þrír fórust í eldi á föstudaginn þegar mótmælendur kveiktu í byggingu í borginni Makassar. Æstur múgur barði annan mann til ólífis í Makassar sama dag vegna gruns um að hann væri meðlimur í leyniþjónustunni. Þá lést háskólanemi í mótmælum í Yogyakarta en ekki hefur verið upplýst um dánarorsök hans.