Brak úr þakinu blakti eins og sængurver í vindi

Brak úr þakinu blakti eins og sængurver í vindi

Lögregla og slökkvilið vinna nú að því að rífa þak af verksmiðju Primex á Siglufirði þar sem mikill eldur varð í gærkvöld. Búið er að hreinsa þakplötur og þak norðan megin hússins. Talsvert rok hefur verið þar í dag eða mest 18 metrar á sekúndu í hviðum. Ekkert lát er á vindi næstu daga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Ólöf Rún Erlendsdóttir fréttamaður hefur fylgst með stöðunni á Siglufirði eftir hádegið. Hún segir brak úr þakinu hafa blaktað eins og sængurver í vindi þegar komið var á staðinn. Nú sé unnið að því að rífa þakið og vonir standi til að sú vinna klárist í dag. Ekki bara efsta hæðin eins og vonast var til Eldur virtist í fyrstu aðeins bundinn við efstu hæð hússins en að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, slökkviliðsstjóra í Fjallabyggð, er nú ljóst að hann hefur breiðst út á fleiri hæðum. Miklar skemmdir eru á húsinu, bæði vegna elds og vatns. Það sér það hver maður að húsið er mjög illa farið en ég get ekki lagt mat á umfang tjónsins. Auk viðbragðsaðila vinnur starfsfólk Primex með tryggingafélagi fyrirtækisins að fyrsta mati á umfangi tjónsins. Vigfús Fannar Rúnarsson, framkvæmdastjóri, segir ljóst að miklar skemmdir hafi orðið á húsinu þó enn eigi eftir að meta umfangið að fullu. „Við höfum ekki fengið að fara inn í stóran hluta af húsinu. Þannig að við vitum í raun og veru ekki hvernig ástandið er inni.“ Primex er líftæknifyrirtæki með 24 starfsmenn, þar af vinna 9 í verksmiðjunni á Siglufirði. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins er að vinna kítósan, lífvirkt trefjaefni, úr rækjuskel sem er að mestu nýtt í lækningatæki og sárameðhöndlun. Viðtal við Jóhann og Vigfús má nálgast í heild sinni í spilara hér að neðan. Unnið er að því að rífa þakið af verksmiðju Primex á Siglufirði til að forðast foktjón eftir bruna þar í gærkvöld. Reiknað er með áframhaldandi hvassviðri á Siglufirði í kvöld. Slökkviliðsstjóri segir ljóst að miklar skemmdir hafi orðið á húsinu.

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um.

Viðskiptaráð: vill afnema opinbera styrki til fjölmiðla

Viðskiptaráð: vill afnema opinbera styrki til fjölmiðla

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn sinni til Alþingis um frumvarp til laga um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Ráðið leggur áherslu á að afnema eigi opinbert styrkjakerfi til fjölmiðla í stað þess að gera frjálsa fjölmiðla að styrkþegum stjórnvalda. Þess í stað ætti Alþingi að lagfæra skekkjur sem veikja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Veigamesta skekkjan er, að mati […]

Hringveginum norðan við Borgarnes lokað á fimmtudag

Hringveginum norðan við Borgarnes lokað á fimmtudag

Hringvegi 1 norðan við Borgarnes verður lokað fimmtudaginn 16. október milli 8 og 18 vegna malbikunarframkvæmda. Vegkaflinn sem verður lokað liggur frá Borgarnesi og að Baulu. Á meðan er vegfarendum bent á að keyra Borgarfjarðarbrautina; fara sunnan við Borgarfjarðarbrúna, framhjá Hvanneyri og aftur upp á Hringveginn við gatnamótin við Baulu. Vegagerðin biður vegfarendur að sýna tillitssemi og virða merkingar.

„Mun aldrei skorast undan því að tala fyrir áherslum Íslands“

„Mun aldrei skorast undan því að tala fyrir áherslum Íslands“

Tvíhliða fundur forseta Íslands og Kína í morgun var um hálftíma langur. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að fundi loknum. „Ég er sannarlega búin að tala mikið um jarðvarmann og um jafnréttið og mikilvægi þess að við Íslendingar trúum því að mannréttindi leggi grunninn að sjálfbærum, friðsælum og réttlátum heimi. Mér fannst bara hlustað af mikilli virðingu og það er skilningur á því að þó að við séum ekki sammála um allt þá eru þarna ákveðin svið þar sem þeir horfa til okkar með mikilli virðingu,“ segir Halla. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Jarðvarmi og jafnrétti var meðal þess sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands ræddi við Xi Jinping forseta Kína í morgun. Höllu er tíðrætt um að mannréttindi hafi verið rædd forsetanna á milli. Kínverjar hafa verið gagnrýndir harðlega á því sviði og jafnvel sakaðir um mannréttindabrot. „Það eru mörg dæmi um það að Kínverjar eru ekki að ganga í takt við okkar sýn á það eða í takt við okkar mannréttindasáttmála. En staðreyndin er að það er betra að við bendum á það og gefum vinsamlegar ábendingar heldur en að við snúum höfðinu í hina áttina og segjum ekkert, þá heldur slíkt frekar áfram,“ segir Halla og tekur fram að það hafi hún gert í þessari heimsókn, bæði í formlegu og ófromlegu samtali við forseta Kína. Það hafi hún sömuleiðis gert í sínum fyrri störfum. „Þetta er því ekki nýtt samtal fyrir mig að eiga og ég mun aldrei skorast undan því að tala fyrir áherslum Íslands en ég mun heldur aldrei loka á það að tala fyrir ákveðnum samstarfsmöguleikum sem við eigum við þetta stóra ríki sem getur haft veruleg áhrif.“ Vinalegt spjall og sjarmerandi Íslendingar Forsetinn kom snemma í morgun í Höll Alþýðunnar, þar sem forseti Kína tók á móti nokkrum þjóðarleiðtogum, þar á meðal þeim sem sóttu kvennaráðstefnuna í Beijing í gær og um klukkan ellefu að staðartíma hófst svo fundurinn með íslenska hópnum og forsetanum í broddi fylkingar. „Þetta var bara afskaplega vinsamlegt og sem Íslendingi þótti mér afskaplega vænt um að heyra forseta Kína segja að Ísland og Íslendingar væru sjarmerandi. Það voru orðin sem hann notaði í innganginum og eigum við ekki að segja að við Íslendingar finnum alltaf til okkar þegar einhver horfir á okkur þannig.“ Strax að loknum fundinum með Xi Jingping fór íslenski hópurinn í skoðunarferð um Forboðnu borgina, fyrrum heimkynni tuttugu og fjögurra keisara frá fimmtándu öld og fram á þá tuttugustu.

Telur dóm Hæstaréttar hafa áhrif á 70 þúsund lánasamninga

Telur dóm Hæstaréttar hafa áhrif á 70 þúsund lánasamninga

„Ég tel þetta hafa áhrif á allt að 70 þúsund lán þarna úti, að verðmæti 2.500 til 2.700 milljarða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu tímamótadóms í Hæstarétti Íslands þar sem úrskurðað var að huglægt mat á vaxtabreytingum hafi verið óheimilt að hálfu Íslandsbanka. Aðeins hafi verið heimilt að miða við stýrivexti Seðlabankans. Þannig hafi Íslandsbanki í reynd brugðist...

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Graham Potter, fyrrverandi stjóri Chelsea, Brighton og West Ham, hefur lýst yfir áhuga á að taka við sænska landsliðinu eftir að Jon Dahl Tomasson var látinn fara. Potter, sem var rekinn frá West Ham í september eftir slæma byrjun í ensku úrvalsdeildinni, sagði í viðtali við Fotbollskanalen að hann væri opinn fyrir starfinu. „Ég heyrði Lesa meira