Húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast samt

Húsnæðisbætur langflestra örorkulífeyristaka skerðast samt

Frítekjumörk húsnæðisbóta hækka frá 1. september vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi sama dag.   Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði eftir að hún undirritaði reglugerð um hækkun frítekjumarksins að það hefði verið nauðsynleg aðgerð „til að koma í veg fyrir að lífeyrisþegar lendi í því að húsnæðisbætur þeirra skerðist vegna hækkunarinnar,“ og bætti við: „Það hef ég nú gert“....

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton, segir að hann sé algjörlega sannfærður um að miðjumaðurinn Carlos Baleba verði áfram leikmaður félagsins eftir að félagaskiptaglugginn lokar 1. september. Baleba hefur verið orðaður við Manchester United í sumar, en Brighton hefur haldið fast í þá afstöðu að leikmaðurinn sé ekki til sölu. „Ef það væri tala hærri en 100%, Lesa meira

Spá meiri verðbólgu á næstunni

Spá meiri verðbólgu á næstunni

Seðlabankinn gerir ráð fyrir meiri verðbólgu á næstu misserum en í fyrri spá bankans. Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion segir það hafa verið viðbúið að verðbólguspá Seðlabankans yrði færð upp á við, þar sem verðbólgan reyndist þrálátari í sumar en fyrri spá bankans gerði ráð fyrir.

Shinawatra bolað úr em­bætti

Shinawatra bolað úr em­bætti

Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“.

Margra klukkutíma bið eftir að heitt vatn komist á í Grafarvogi

Margra klukkutíma bið eftir að heitt vatn komist á í Grafarvogi

Grafarvogsbúar og fyrirtæki í hverfinu verða að búa sig undir að hafa ekkert heitt vatn næstu klukkutímana. Stofnlögnin sem sér borgarhlutanum fyrir heitu vatni rofnaði í nótt og viðbúið er að margir klukkutímar líði áður en hægt er að gera við. Stofnlögnin rofnaði í göngum sem liggja undir Vesturlandsveg. Þrátt fyrir að aðgengi að lögninni sé gott við hefðbundnar aðstæður er illmögulegt að komast að henni núna vegna þess hversu heitt er í göngunum. Þar flæðir 80 gráðu heitt vatn og getur enginn unnið að viðgerð í göngunum að svo stöddu vegna hitans. Næsta skref er að losna við heita vatnið úr gögnunum svo þar kólni og verði hægt að vinna að viðgerð, segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum. Hún segir ljóst að margir klukkutímar líði áður en heitt vatn kemst aftur á í Grafarvogi.