Craig brjálaður: „Helvítis hneyksli“

Craig brjálaður: „Helvítis hneyksli“

„Mér líður hræðilega því mér finnst þetta vera helvítis hneyksli. Við vorum dæmdir út úr leiknum. Þetta var kjaftæði. Ég tala venjulega ekki svona en þetta er bara leik eftir leik eftir leik. Þetta er of mikið. Og þetta mikil skömmm því strákarnir börðust svo vel.“ Craig segir að íslenska liðið hafi sýnt það í fyrstu þremur leikjunum að það eigi erindi á Evrópumótið. En það sitji greinlega ekki allir við sama borð. „Í tveimur af þessum þremur leikjum eru mótherjar sem hafa veitt Bandaríkjamönnum vegabréf sem er líka algert kjaftæði. Við gerum ekki slíkt og ég er mjög stoltur af því að við gerum það ekki.“

Jafnt hjá Víkingi og Breiðabliki og mikilvægur sigur Fram

Jafnt hjá Víkingi og Breiðabliki og mikilvægur sigur Fram

Tobias Thomsen kom Breiðabliki yfir í kvöld en Óskar Borgþórsson jafnaði fyrir Víking í 1-1 áður en Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi svo yfir í 2-1. Blikar léku manni færri frá 52. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson fékk rautt spjald en engu að síður tókst Breiðabliki að jafna í 2-2 á 73. mínútu með mark Arnórs Gauta Jónssonar og þar við sat. Kærkominn sigur Fram Víkingur hefur nú 39 stig í 2. sæti en Breiðablik er í 4. sæti með 33 stig en á þó leik til góða. Valur er áfram á toppnum með 40 stig þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Aron Jóhannsson kom Val yfir en Simon Tibbling skoraði tvö mörk fyrir Fram sem tryggðu Fram 2-1 sigur. Þetta var kærkominn sigur fyrir Fram því lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá liðinu að undanförnu. Sigurinn kom Fram jafnframt upp í 6. sæti, en sex efstu sætin fara í efri hluta úrslitakeppninnar þegar deildinni verður tvískipt eftir næstu umferð. Fram sækir FH heim í lokaumferðinni en FH er í 5. sæti með 29 stig, stigi meira en Fram og því verður mikil spenna hjá báðum liðum um að reyna að halda sér í efri hlutanum. ÍBV er með 28 stig í 7. sæti og sækir Breiðablik heim í lokaumferðinni. Vestri er með 27 stig í 8. sæti og sækir KA heim í þessarri lokaumferð en KA er í 9. sæti með 26 stig og á sömuleiðis möguleika á að enda í efri hlutanum.

Gervigreind knúin gróðafíkn

Gervigreind knúin gróðafíkn

„Ég held að við finnum öll að eitthvað er að breytast. Það er eins og loftið sjálft sé þyngra: verðbólga og háir vextir, kaldir undirtónar í stjórnmálunum, þjóðarmorð á Gasa, ráðleysið í loftslagsaðgerðum, Pútín og Trump, vargöld um veröld víða.“