Tveir bílbrunar í nótt

Tveir bílbrunar í nótt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Sá fyrri varð upp úr klukkan eitt í Hafnarfirði og sá síðari á Lynghálsi upp úr klukkan þrjú í nótt.

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Internetið er uppfullt af alls konar ráðgjöf, allt frá húsgagnasmíði til verðbréfakaupa. Vinsæl tegund er persónuleg ráðgjöf– hvernig sé best að vera. Hvernig á að koma vel fyrir eða standa sig í atvinnuviðtali. Þetta getur líka smogið inn í þynnri glufur – í vandmeðfarnari setlög persónuleikans, eins og hvernig á að næla sér í maka eða Lesa meira

Tvítelja daga til að ná skólaskyldu

Tvítelja daga til að ná skólaskyldu

Dæmi eru um að grunnskólar uppfylli ekki lögbundna skyldu um lágmarksfjölda skóladaga fyrir nemendur þetta skólaárið. Að auki ná margir aðrir grunnskólar aðeins að uppfylla þessi lágmarksviðmið með því að tvítelja ákveðna skóladaga.

Boða til kosninga hjá Bosníuserbum í óþökk forsetans

Boða til kosninga hjá Bosníuserbum í óþökk forsetans

Yfirkjörstjórn Bosníu og Hersegóvínu hefur boðað til snemmbúinna forsetakosninga í Lýðveldi Bosníu-Serba, annars af tveimur lýðveldum sambandsríkisins, í nóvember. Þessi ákvörðun er tekin í óþökk Milorads Dodik, forseta Lýðveldis Bosníu-Serba, og bosníuserbneska þingsins. Yfirkjörstjórnin svipti Dodik embætti þann 6. ágúst síðastliðinn eftir að áfrýjunardómstóll staðfesti tveggja ára fangelsisdóm gegn honum og bannaði honum að gegna pólitísku embætti í sex ár. Dodik hafnaði niðurstöðunni og neitaði að stíga til hliðar. Dómurinn snerist um óhlýðni Dodiks við Christian Schmidt, æðsta fulltrúa alþjóðasamfélagsins í Bosníu og Hersegóvínu, sem hefur mjög víðtækar valdheimildir samkvæmt Dayton-samkomulaginu frá 1995. Æðsti fulltrúinn á að sjá til þess að skilmálar samkomulagsins, sem batt enda á blóðuga borgarastyrjöld í landinu eftir upplausn Júgóslavíu, séu virtir. Dodik hefur vefengt lögmæti Schmidts í embættinu þar sem hann var skipaður án ályktunar frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í síðustu viku lét Dodik þing Bosníuserba kjósa um tillögu að þjóðaratkvæðagreiðslu í um sem skyldi haldin 25. október það hvort íbúar lýðveldisins styddu Schmidt og niðurstöðu dómstólsins. Þingið hefur hafnað möguleikanum á að flýta forsetakosningum og hefur bannað kosningaherferðir í aðdraganda þeirra.

Segir versnandi samband við Rússland ekki Aserum að kenna

Segir versnandi samband við Rússland ekki Aserum að kenna

Ilham Aliyev forseti Aserbaísjans fór hörðum orðum um Rússland og söguleg samskipti Rússa og Asera í viðtali sem hann veitti sjónvarpsstöðinni Al-Arabiya í vikunni. Ummæli hans eru talin bera merki um versnandi samband Rússlands og Aserbaísjan að undanförnu. Aliyev drap á sögu Aserbaísjans og Rússlands og benti á að þegar rússneska keisaradæmið hrundi árið 1917 hafi Aserar lýst yfir sjálfstæði og stofnað Lýðstjórnarlýðveldið Aserbaísjan. Ný stórn rússneska sovétlýðveldisins hafi hins vegar „gert innrás í og hernumið“ landið árið 1920. „Við stofnuðum okkar eigið ríki en bolsévikarnir tóku það af okkur,“ sagði Aliyev. Í viðtalinu kenndi Aliyev Sovétríkjunum sálugu jafnframt um að hafa skapað ágreining um landsvæði milli Armena og Asera með því að „gefa“ armenska sovétlýðveldinu héraðið Zangezúr, sem er í dag hluti af Sjúník-héraði í Armeníu. Samskipti Aliyev við Rússland hafa snarversnað að undanförnu í kjölfar þess að asersk farþegaflugvél hrapaði á jóladag í fyrra með þeim afleiðingum að 38 manns fórust. Talið er að rússneski herinn hafi skotið flugvélina niður fyrir mistök. Spenna milli ríkjanna jókst enn frekar í júní þegar tveir aserskir ríkisborgarar létust og rúmlega 50 voru handteknir í lögregluaðgerð í Jekaterínbúrg í Rússlandi. Í viðtalinu sagði Aliyev aðgerðina fordæmalausa en áréttaði að Aserbaísjan bæri ekki ábyrgð á versnandi samskiptum við Rússland. „Við bregðumst bara við á uppbyggilegan og löglegan máta, en við munum aldrei sætta okkur við nein ummerki eða vott um árás eða vanvirðingu gagnvart okkur,“ sagði hann.

Þátttakandi í árásinni á þinghúsið í Washington fær hermannsútför

Þátttakandi í árásinni á þinghúsið í Washington fær hermannsútför

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að veita Ashli Babbit, sem bandarísk lögregla skaut til bana þegar hún reyndi að ryðjast inn á lokað svæði í árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021, útför að hermannssið með fullri sæmd. „Eftir að hafa gert úttekt á kringumstæðunum við andlát Babbitt liðþjálfa hefur flugherinn boðið fjölskyldu Babbitt liðþjálfa hermannsútför með sæmd,“ sagði talsmaður flughersins í gær. Fjölskylda Babbitts hafði farið fram á að hún hlyti hermannsútför en hafði verið synjað af ríkisstjórn Joe Biden. Babbitt var fyrrum hermaður í flugher Bandaríkjanna sem hafði gegnt þjónustu í Afganistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún var meðal stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem gerðu árás á þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021 til þess að stöðva þingfund þar sem átti að staðfesta sigur Joe Biden gegn Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna 2020. Trump hafði þá ítrekað logið því að hann væri réttmætur sigurvegari kosninganna og að Biden hefði svindlað. Lögreglumaður skaut Babbitt til bana þegar hún reyndi að ryðja sér leið inn í móttökurými forseta þingsins á meðan verið var að rýma bygginguna vegna óeirðanna. Babbitt var eini árásarmaðurinn sem lögregla drap þennan dag en nokkrir til viðbótar létust í árásinni eða stuttu eftir hana og rúmlega 100 lögreglumenn særðust. Í lögreglurannsókn á dauða Babbitts var komist að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn sem skaut hana hefði ekki athafnað sig á saknæman hátt. Eftir að Trump sneri aftur á forsetastól eftir kosningarnar í fyrra féllst stjórn hans engu að síður á að greiða fjölskyldu Babbitts tæpar fimm milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur með dómssátt. Stuttu eftir að Trump tók við embætti á ný veitti hann öllum þátttakendum í árásinni á þinghúsið sakaruppgjöf. Trump, sem enn heldur því ranglega fram að svindlað hafi verið í forsetakosningunum 2020, hefur kappkostað að endurskrifa söguna af því sem gerðist 6. janúar 2021 og hefur slegið andláti Babbitt upp sem píslarvættisdauða.

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Þjóðverjar eru margir hverjir ansi hissa vegna óvenjulegra langra veikinda kennara eins í iðnskóla í Wesel í Nordrhein-Westfalen. Konan fékk vinnu í skólanum árið 2003 þegar hún var nýútskrifuð úr námi í líffræði og landfræði. Í ágúst 2009 tilkynnti hún forföll vegna andlegra veikinda. Ekki er ofsögum sagt að úr hafi orðið mjög langar veikindafjarvistir. Bild skýrir frá þessu Lesa meira