Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri-grænna, segir samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, þar sem hann er áheyrnarfulltrúi, á tillögu Götunafnanefndar óheppilega af tvennum ástæðum. Á fundinum sem fram fór í gær var tekin fyrir tillaga varðandi Fífilsgötu, sem er stubburinn milli Hringbrautar og Gömlu-Hringbrautar, vestan nýja Landspítalasvæðisins. „Tildrögin eru þau að Örnefnastofnun gerði borgina afturreka með nafnið Lesa meira

Fjárhagslegur léttir fyrir bankana

Fjárhagslegur léttir fyrir bankana

Hæstiréttur Íslands kvað í vikunni upp dóm í svokölluðu vaxtamáli Íslandsbanka, þar sem deilt var um lögmæti skilmála um breytilega vexti á óverðtryggðu fasteignaláni. Dómurinn staðfesti að hluti skilmála bankans væru óskýr og því ógildur, en sýknaði bankann af öllum fjárkröfum lántaka.

Rafah leiðin ekki opnuð í bráð

Rafah leiðin ekki opnuð í bráð

Ísraelsk stjórnvöld segja að áður en opnað verður fyrir flutninga um Rafah, milli Gaza og Egyptalands, þurfi Ísraelar og Egyptar fyrst að klára nauðsynlegan undirbúning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálastofnun Ísraels, sem hefur umsjón með borgaralegum málefnum á palestínsku yfirráðasvæði. Áhersla er lögð á að ekki hafi verið samið um flutninga um þessa leið í samkomulaginu um vopnahlé. Hjálpargögn haldi áfram að berast inn á Gaza eftir öðrum vegum frá Ísrael, í samræmi við samkomulag um vopnahlé. Leiðin um Rafah hefur að mestu verið lokuð frá því átök brutust út eftir 7. október 2023. Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess í morgun að Ísraelar opni fleiri leiðir inn á Gaza til þess að hægt sé að flytja þangað hjálpargögn í stórum stíl. Hótar stríðsaðgerðum ef Hamas virðir ekki samkomulag Israels Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótar að hefja stríðsaðgerðir aftur á Gaza í samráði við Bandaríkjastjórn, virði Hamas-hreyfingin ekki ákvæði vopnahléssamkomulagsins. Kveikja orða Katz er yfirlýsing Hamas um að útilokað sé að finna lík fleiri gísla í rústum Gaza án sérhæfðs búnaðar. Katz segir að gangi Hamas á bak orða sinna verði gengið milli bols og höfuðs á hreyfingunni og raunveruleika fólks á Gaza breytt í samræmi við markmið stríðsins. Hreyfingin hefur þegar látið af hendi líkamsleifar níu gísla ásamt einu líki sem Ísraelsmenn segja ekki vera einn hinna látnu gísla.

Ríkið sýknað af bótakröfu vegna vanrækslu við greiningu á HIV

Ríkið sýknað af bótakröfu vegna vanrækslu við greiningu á HIV

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af bótakröfu manns sem höfðaði mál vegna vanrækslu við meðferð og greiningu á HIV-smiti. Hann sagði heilbrigðisstarfsmenn hafa vanrækt að skima fyrir HIV-smiti. Maðurinn höfðaði mál gegn Sjúkratryggingum Íslands í janúar. Hann krafðist viðurkenningar á því að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð og að Sjúkratryggingar yrðu dæmdar bótaskyldar. Hann fór endurtekið á heilbrigðisstofnanir árin 2012 til 2017 vegna ýmissa kvilla og meiðsla. Almennt hlaut maðurinn skoðun og eftir atvikum meðferð en var annars almennt talinn heilsuhraustur af heilbrigðisstarfsfólki. Árið 2012 óskaði læknir eftir blóðrannsókn sem maðurinn mætti ekki í en ekki liggur fyrir hvort sú rannsókn hefði gefið svar um HIV-smit eða gefið tilefni til frekari rannsókna, að því er fram kemur í málsgögnum. Árið 2016 leitaði maðurinn á heilsugæslu vegna verks yfir brjóstkassann sem leiddi um mánuði síðar til rannsókna, meðal annars vegna gruns um HIV-smit, og kom þá í ljós að hann var HIV-smitaður. Krafa um bætur frá SÍ fyrnd Maðurinn sendi kvörtun til embættis landlæknis árið 2020 vegna vanrækslu við veitingu þjónustu á fyrrgreindu tímabili. Hann sótti um bætur sama ár til Sjúkratrygginga og var henni hafnað snemma 2021 þar sem krafan væri fyrnd. Hann höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar og hélt því fram að hann hefði hvorki á Landspítala né á öðrum heilbrigðisstofnunum fengið viðeigandi skoðun, eftirfylgni eða réttar greiningar. Heilbrigðisstarfsmenn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að vanrækja að skima fyrir hugsanlegu HIV-smiti í ljósi einkenna hans. Maðurinn sagðist hafa verið að glíma við nær öll einkenni HIV-smits á umræddum tíma og verið í áhættuhópi fyrir smiti. Hann vildi meina að afleiðingar smitsins hefðu ekki orðið jafn skelfilegar, meðferð auðveldari og batahorfur betri hefði HIV-smitið uppgötvast fyrr. Í dómi héraðsdóms segir afar ótrúverðugt að hann hafi ekki vitað eða mátt vita um sjúkdómsgreininguna þann 20. október 2016. Hann hafi ekki sýnt fram á að heilbrigðisstarfsmenn hefðu sýnt af sér saknæma hegðun við skoðun og greiningu á HIV-smiti, sem hafi valdið því að hann er kominn með alnæmi.

Vill veðsetja frystar eignir fyrir lánum Úkraínumanna

Vill veðsetja frystar eignir fyrir lánum Úkraínumanna

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, vill að eignir Rússa sem voru frystar vegna innrásar þeirra í Úkraínu verði notaðar sem veð fyrir lánum til Úkraínu. Þessu greindi Merz frá og sagðist myndu þrýsta á Evrópusambandið að fara þessa leið. „Þetta viðbótarfé verður eingöngu notað til að fjármagna kaup á hergögnum,“ sagði Merz í þýska þinginu. Hann sagði að veita ætti lánið í áföngum til að tryggja hernaðarmátt Úkraínu næstu árin. Friedrich Merz á þýska þinginu.AP / Markus Schreiber

Kynna nýjar og öruggari leiðir til að afhenda raforku á Norðausturlandi

Kynna nýjar og öruggari leiðir til að afhenda raforku á Norðausturlandi

Áhrifanna af því að ekki hefur í mörg ár verið hægt að tryggja öruggt og nauðsynlegt rafmagn á norðausturhorni landsins er fyrir löngu farið að gæta í orkuskiptum, búsetuþróun og atvinnumálum. Raunhæfar leiðir til að tryggja nauðsynlega afhendingargetu raforku á Norðausturlandi Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og framtíðar hjá Rarik, segir að eftir margra ára umræður hafi þótt tími til kominn að fá skýrt fram hvað þyrfti að gera til að bæta afhendingargetu og afhendingaröryggi á þessu svæði og hvað hægt væri að gera. „Við höfum líka verið í samtali við við ráðuneytið og hitt þingmenn kjördæmisins og þá fannst okkur líka bara vera ákall um það að við gætum lagt fram skýra valkosti.“ Verkís birti á dögunum niðurstöður greiningar sem fyrirtækið vann að beiðni Rarik, þar sem kynntar eru raunhæfar leiðir, eins og það er nefnt, til að tryggja nauðsynlega afhendingargetu raforku á Norðausturlandi. „Það má kannski segja að þetta sé tvíþætt vandamál,“ segir Kristín. „Annars vegar erum við ekki með næga afhendingargetu á svæðinu. Það er að segja það eru mögulega fyriræki sem vilja fá meiri afhendingu á raforku eða bara ný fyrirtæki sem vilja fá að byggja upp sína starfsemi sem geta það ekki því þau geta ekki fengið þá orku sem þau þurfa. Við getum verið með virkjanakosti, bæði vatnsafl og vind, sem geta ekki tengt sig og geta ekki matað inn á kerfið okkar. Þetta eru vandamál við afhendingargetu. Svo er annað þar sem vandamálið í rauninni snýr afhendingaröryggi. Svæðið er eintengt inn frá Kópaskeri og er með staðbundið varaafl og þarna eru tíðar rafmagnstruflanir.“ „Þetta eru okkar viðskiptavinir og okkur finnst þetta vera fullkomlega óásættanlegt. Meginmarkmið Rarik eru skýr. Við viljum styðja undir þróttmikið atvinnulíf, við viljum sjá blómlega byggð, við viljum sjá vöxt á landsbyggðinni og jöfn tækifæri fyrir fólk til að byggja upp sína atvinnu óháð staðsetningu. Þetta fyrir okkur er eitthvað sem við getum ekki horft upp á.“ Talið er kosta allt að sjö og hálfan milljarð að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á raforkukerfinu á Norðausturlandi og svo hægt verði að flytja nægt rafmagn til allra byggðarlaga. Núverandi afhendingargeta rafmagns þar er að mestu uppurin. „Okkur finnst við samt vera komin á einhvern nýjan stað núna“ Það er aðallega á fjórum stöðum sem ástandið er einna verst; Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafirði, og byggðunum þar í kring. Þarna er meðal annars orkufrek fiskvinnsla og oft heyrast fréttir af fiskimjölsverksmiðjum sem þurfa að brenna svartolíu til að vinna hráefni þar sem rafmagnið skortir, og yfir vetrartímann þarf að keyra varaaflsstöðvar í rafmagnsleysi þegar gamlar og lélegar rafmagnslínur gefa sig. Þegar Spegillinn hitti Kristínu var hún nýkomin af fundum með fólki sem árum saman hefur kallað eftir úrbótum - en með þá úttekt sem nú liggur fyrir segir hún hægt að gefa öllu betri svör en áður. „Við erum að hitta fulltrúa sumra fyrirtækja, eða fólk sem hefur lengi verið sveitarstjórn, sem talar um að þau séu kannski eiga þrítugasta fundinn um raforkumálin Norðausturlandi og það er bagalegt. Okkur finnist við samt vera komin á einhvern nýjan stað núna. Sú greining sem við fengum Verkís til að gera hún segir okkur hvað er raffræðilega hægt til að leysa vandamál með afhendingargetu og afhendingaröryggi á Norðausturlandi. Nú liggur það skýrt fyrir og kostnaðarmetið og núna er hægt að taka afstöðu og taka ákvarðanir og það er það sem þarf að gera núna. Verkefnið mun auðvitað taka einhver ár og þetta mun ekki en gerast eins hratt og við mundum vilja en vonandi að ákvörðunin liggi fyrir fljótlega.“ Loftlína kostar 7,5 milljarða króna en jarðstrengur 5,5 milljarða Í skýrslu Verkís kemur fram að til þess að leysa úr málum sé eini raunhæfi valkosturinn að leggja 132 kílóvolta loftlínu sem gæti borið nægjanlegt afl og samræmdist markmiðum og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Aðrir valkostir og ódýrari, eins og 66 kílóvolta jarðstrengur, myndu ekki leysa úr þörfinni til framtíðar. Kristín segir að kostnaður við loftlínu yrði sjö og hálfur milljarður en jarðstrengur kosti fimm og hálfan milljarð. Í öllum tilfellum þyrfti til viðbótar að leggja raflínur til að hringtengja þetta svæði og kostnaður við það hafi ekki verið metinn. Í tilkynningu sem fylgdi með þegar skýrsla Verkís var kynnt, veltir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Rarik fyrir sér hver eigi að greiða þennan mikla kostnað. Þar yrði samstarf Rarik, Landsnets og stjórnvalda lykillinn að farsælli lausn. Allar fjárfestingar sem Rarik ráðist í lendi á viðskiptavinum fyrirtækisins - íbúum landsbyggðarinnar. Landsmenn allir greiði hins vegar fyrir fjárfestingar Landsnets í gegnum sérstaka gjaldskrá. Líkja megi framkvæmd sem þessari við byggingu byggðalínunnar á sínum tíma og því telji Rarik réttlátara að allir landsmenn taki þátt í að fjármagna hana. Komið að pólitíkinni að segja hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og ásættanlegt að gera „En við megum ekki gleyma því að þessi fyrirtæki eru bæði í 100% eigu ríkisins,“ segir Kristín. „Þær reglugerðir og skilgreiningar sem vinnum eftir eru 100% mannanna verk, við erum með sama eiganda og við vinnum vel saman. Nú má segja að það sé bara komið að einhverju leyti að pólitíkinni, að segja hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og ásættanlegt að gera. Við teljum valkosti núna vera orðna skýra og við teljum að það sé búið að leggja verkefnið upp þannig að þau geti leyst það með okkur. Eins og ég segi, þau eru okkar eigandi, þau ráða þessu, nú þurfum við bara að finna út hvað er best.“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

„Helsærður flokkur fer ekki í átök um nýjan formann. Hann þarf sjálfur að þekkja sinn vitjunartíma,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og þingmaður til margra ára, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Guðni lýsir þar miklum áhyggjum af stöðu Framsóknarflokksins og segir hann standa á sínum versta stað í 109 ára sögu flokksins. Lesa meira