Áhersla á efnahagsmál birtist í fjárlögum

Áhersla á efnahagsmál birtist í fjárlögum

„Við teljum að þarna séu í heildina um 100 milljarðar króna, sem gætu falist í þessum hagræðingar- og umbótatillögum, þessari tiltekt, á tímabili fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið um framgang hagræðingar skv. tillögum frá almenningi á liðnum vetri.

Vann fyrir PPP og saksóknara

Vann fyrir PPP og saksóknara

Tölvusérfræðingur hjá sérstökum saksóknara kom með ýmsum hætti að stofnun njósnafyrirtækisins PPP ehf. en starfsemi fyrirtækisins komst í hámæli fyrr á þessu ári þegar upplýst var að það hefði komið að persónunjósnum gegn nafngreindum Íslendingum.

Týndi drengurinn fannst heill á húfi

Týndi drengurinn fannst heill á húfi

Tólf ára drengur, sem leitað var að í Ölfusborgum austur af Hveragerði í nótt, hefur fundist heill á húfi. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í morgun. „Lögreglan á Suðurlandi vill færa öllum þeim sem tóku þátt í leitinni – viðbragðsaðilum, björgunarsveitum og fjölmörgum öðrum – innilegar þakkir fyrir óeigingjarnt framlag, samheldni og ómetanlega vinnu,“ skrifaði lögreglan. „Samstaða og úthald allra sem komu að málinu skipti sköpum.“ „Drengurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til skoðunar og er nú kominn í faðm fjölskyldunnar.“ Drengurinn hafði síðast sést klukkan fjögur eftir hádegi í gær þegar leitin hófst. Um 150 björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum á Suðurlandi, frá Hveragerði að Þjórsá og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni.

Craig: Þurfum að skapa orku og fá meðbyr

Craig: Þurfum að skapa orku og fá meðbyr

Craig segir margt hafa verið gott hjá íslenska liðinu í tapinu gegn Ísrael í fyrradag, en það segi ekki allt. „Við sköpuðum góð færi allan leikinn, en drógum stutta stráið gegn velspilandi liði Ísrael,“ segir Craig. Hann segir frammistöðu eins og gegn Ísrael getað skilað betri úrslitum gegn Belgíu. „Við þurfum að skapa færi og vonandi skora úr fleirum og skapa smá orku og meðbyr og geta þannig spilað betur.“ Leikur Íslands og Belgíu er kl. 12 á RÚV, upphitun í Stofunni frá 11:20.

Finnst við vera betri

Finnst við vera betri

Styrmir Snær Þrastarson er sá landsliðsmaður Íslands sem þekkir best belgískan körfubolta. Hann hefur leikið með Belfius Mons í BNXT-deildinni, sameiginlegri deild Belgíu og Hollands, undanfarin tvö ár

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Nýlega var tilkynnt að hinn umdeildi Dónald Trump væri að losa sig við liðónýtan skattstjóra, Billy Long að nafni með því að gera hann að sendiherra á Íslandi. Margir heilagir og góðgjarnir Íslendingar fylltustu réttlátri reiði og sögðu það til skammar að fá mann þennan til Íslands. Starfsferill og pólitísk afskipti hans voru rakin og Lesa meira

EM í dag: Nær Ísland að leggja Belgíu?

EM í dag: Nær Ísland að leggja Belgíu?

Það er stór dagur á EM í dag því 12 leikir eru á dagskránni. 3 þeirra verða sýndir beint á sjónvarpsrásum RÚV. Öll úrslit, nýjustu fréttir og stöðu í riðlum má finna á EM síðu RÚV. 12:00 Ísrael – Ísland (RÚV) Líkt og á fimmtudag er fyrsti leikur dagsins leikur okkar Íslendinga. Nú er það lið Belgíu sem er andstæðingurinn. Líkt og Ísland tapaði Belgía fyrsta leik sínum á mótinu. Þeir mættu grönnum sínum frá Frakklandi og töpuðu með 92 stigum gegn 64. Þetta er 12. leikur Íslands á EM á þriðja mótinu og líklega hafa sigurlíkurnar fyrirfram sjaldan verið betri en nú. Ísland hefur aldrei unnið leik á EM. Belgía er í 40. sæti styrkleikalista FIBA og tíu sætum neðar situr íslenska liðið. Belgíska liðið hefur mikla reynslu af Evrópumótinu og er nú með í 19. sinn og sjötta sinn í röð. Síðast varð liðið í 14. sæti. Leikurinn hefst kl. 12 á RÚV og verður upphitun í Stofunni frá 11:20. 15:00 Frakkland - Slóvenía (RÚV) Fyrirfram úrslitaleikur riðilsins. Frakkar eru eitt af stórliðum Evrópu og unnu þetta mót 2013 og eru silfurlið Ólympíuleikanna fyrir ári síðan. Lið þeirra þar er þó talsvert ólíkt liði þeirra á mótinu í ár. Enginn Victor Wembanyama, Evan Fournier, Rudy Gobert né Nicolas Batum. Það er skarð en þeir sem í staðinn koma eru þó engir meðalskussar. Frakkar unnu Belga örugglega í fyrsta leik og geta stigið stórt skref í átt að sigri í riðlinum í dag. Slóvenar unnu EM 2017. Þá sló ungur leikmaður þeirra í gegn, leikmaður sem í dag er ein skærasta stjarna evrópsks körfubolta: Luka Doncic. Hann skoraði 34 stig í tapi Slóvena gegn Póllandi í fyrstu umferðinni; tapi sem kom bæði á óvart og ekki. Slóvenar ættu að vera betri en þetta, en Pólland er á heimavelli með öllu sem því fylgir. 18:30 Pólland - Ísrael (RÚV 2) Lokaleikur dagsins er leikur heimamanna og Ísraela. Pólverjar byrjuðu mótið á að vinna Slóveníu og sendu þar skýr skilaboð. Meðbyrinn í fullri Spodek-höllinni mun gefa þeim mikið og það, ásamt því að vera með betra lið, gerir þá talsvert sigurstranglegri.

„Við erum ekki vélar“

„Við erum ekki vélar“

Móeiður Svala Magnúsdóttir, eða Móa eins og flestir kalla hana, er 28 ára fasteignasali hjá Mikluborg og býr í Garðabæ. Dagarnir hennar eru oft stútfullir og breytast á augabragði þannig að það skiptir miklu máli fyrir hana að vera með góða rútínu, næra sig vel og passa upp á jafnvægið.

Finnski flugherinn hættir að flagga hakakrossum

Finnski flugherinn hættir að flagga hakakrossum

Finnski flugherinn hyggst hætta að flagga fánum sem skreyttir eru hakakrossum til þess að forðast að styggja nýja bandamenn Finnlands í Atlantshafsbandalaginu. Flugherinn hefur notað fána með hakakrossum frá því stuttu eftir sjálfstæði Finnlands árið 1918. Þegar þessir fánar voru teknir í notkun höfðu nasistar í Þýskalandi enn ekki gert hakakrossinn að einkennistákni sínu og táknið vakti því ekki sömu hugrenningar og í dag. Þrátt fyrir að hakakrossinn sé nú víðast hvar álitinn haturstákn á Vesturlöndum og sé sums staðar bannaður með lögum hefur finnski flugherinn haldið áfram að nota einkennismerki og fána með hakakrossum. Flugherinn og almenningur í Finnlandi hafa jafnan staðið fast á því að þessir hakakrossar hafi ekkert með nasista að gera. „Við hefðum getað haldið áfram að nota þennan fána en stundum kemur til neyðarlegra aðstæðna með erlendum gestum,“ sagði Tomi Böhm, leiðtogi í finnska flughernum, í viðtali við finnska ríkisfjölmiðilinn Yle. Í tölvupósti til fréttastofu AP sagði finnski herinn að ákvörðun um að breyta herfánunum hefði verið tekin 2023, sama ár og Finnland gekk í Atlantshafsbandalagið. Herinn hafnaði því þó að ákvörðunin hefði verið tekin vegna inngöngu Finnlands í bandalagið. Markmiðið sé að endurspegla betur sjálfsmynd flughersins eins og hann er núna.

Þrjú fórust í eldi í mótmælum í Indónesíu

Þrjú fórust í eldi í mótmælum í Indónesíu

Að minnsta kosti þrjár manneskjur létust í eldi sem kviknaði í mótmælum við opinbera byggingu í borginni Makassar í Indónesíu í dag. Mótmæli hafa staðið yfir um allt landið frá því á mánudaginn vegna hás framfærslukostnaðar, verðbólgu og gremju vegna ýmissa fríðinda indónesískra þingmanna. Ein kveikjan að mótmælunum var frétt um að þingmenn landsins hlytu nú húsnæðisstyrk að andvirði um 370.000 kr. auk þingmannslauna sinna. Styrkurinn, sem var samþykktur í fyrra, er um tífalt hærri en lágmarkslaun í Indónesíu. Reiði mótmælenda jókst mjög eftir að lögregla ók yfir ökumann leiguvélhjóls í mótmælum í Djakarta með þeim afleiðingum að hann lést. Myndskeið af atvikinu fór í dreifingu á þriðjudaginn og hefur hellt olíu á eld mótmælanna. Í mótmælunum í Makassar kastaði fólk steinum og Molotov-kokteilum í bíla og opinberar byggingar. Ritari borgarráðs Makassar greindi fréttastofu AFP frá því að eldur hefði kviknað í ráðhúsinu og þrjár manneskjur hefðu látist í eldsvoðanum. „Við getum ekki séð svona lagað fyrir. Í mótmælum kasta mótmælendur venjulega bara steinum eða brenna hjólbarða fyrir framan skrifstofuna. Þeir hafa aldrei ruðst inn í bygginguna eða brennt hana.“ Tveir hinna látnu voru starfsmenn hjá borgarstjórn og sá þriðji var embættismaður. Prabowo Subianto forseti hvatti landsmenn til stillingar í myndbandsávarpi sem birt var á föstudaginn og bað Indónesa að treysta ríkisstjórninni og forystu hans.

Grunuðum í máli Madeleine McCann verður sleppt úr fangelsi á næstu vikum

Grunuðum í máli Madeleine McCann verður sleppt úr fangelsi á næstu vikum

Fanga, sem grunaður er um að eiga sök í hvarfi Madeleine McCann, verður að öllum líkindum sleppt úr fangelsi á næstu þremur vikum. Hinn 48 ára Christian Brückner situr þegar í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun en er frjáls ferða sinna 17. september. Madeleine var fjögurra ára þegar hún hvarf árið 2007 í Portúgal. Hún hafði verið skilin eftir sofandi í íbúð í bænum Praia de Luz ásamt yngri bróður og systur á meðan foreldrar hennar sátu á veitingastað í um hundrað metra fjarlægð. Brückner hefur ekki verið ákærður í tengslum við hvarf McCann en hann liggur sterklega undir grun um að hafa numið hana á brott og orðið henni að bana. Hann er sagður hafa viðurkennt það fyrir vini sínum að hann hafi numið McCann á brott. Vitað er að Brückner fór ferða sinna á gulum og hvítum Volkswagen-húsbíl og vitni segjast hafa séð þannig bíl við orlofsíbúðirnar kvöldið sem Madeleine hvarf. Þá hafa vitni sagst hafa séð mann líkan Brückner með ungt barn nærri orlofshúsunum sama kvöld. Þýska lögreglan segir farsímanotkun hans sýna að hann hafi verið í bænum þegar litla stúlkan hvarf. Saksóknarinn Hans Christian Wolters sagðist telja Brückner hættulegan en að ekki væri annað í stöðunni lagalega séð en að láta hann lausan án tafar. „Brückner er ekki bara sá sem við grunum helst, hann er sá eini sem við grunum. Það er enginn annar.“ Wolters sagði gögn liggja fyrir sem bentu til þess að Brückner bæri ábyrgð á hvarfi McCann en ekki nóg til þess að tryggja sakfellingu fyrir dómi. Brückner er smáglæpamaður og dæmdur kynferðisafbrotamaður sem hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á börnum árin 1994 og 2016.

Flestir tollar Trumps dæmdir ólöglegir

Flestir tollar Trumps dæmdir ólöglegir

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu með sjö atkvæðum gegn þremur í gær að flestir tollarnir sem stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sett frá því að hann sneri aftur til valda í janúar standist ekki lög. Dómstóllinn leyfði tollunum engu að síður að vera áfram í gildi til 14. október svo ríkisstjórnin hefði tíma til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Trump lagði tollana með vísan til laga frá árinu 1977 (IEEPA) sem veita forsetanum heimild til að bregðast við „óvenjulegum og afbrigðilegum“ ógnum á tíma neyðarástands. Enginn af forverum Trumps hefur beitt þessum lögum til að leggja tolla. „Lögin veita forsetanum víðtækar heimildir til að grípa til ýmissa ráðstafana til að bregðast við yfirlýstu neyðarástandi en engar þessar ráðstafanir fela ótvírætt í sér heimildir til að leggja tolla eða skatta,“ sagði dómstóllinn. „Ólíklegt má heita að þing hafi ætlað sér með setningu IEEPA að víkja frá fyrri framkvæmd sinni og veita forsetanum ótakmarkað vald til að leggja tolla.“ Trump lýsti yfir neyðarástandi í apríl með vísan til þess að Bandaríkin flytja meira af vörum inn til landsins en úr landi (sem hefur verið raunin í marga áratugi). Trump gagnrýndi dóminn en sagðist bjartsýnn um að Hæstiréttur, sem er að meirihluta skipaður dómurum sem skipaðir voru af Trump og öðrum forsetum úr Repúblikanaflokknum, myndi komast að öndverðri niðurstöðu.