Stórhýsi Anton loksins selt á undirverði

Stórhýsi Anton loksins selt á undirverði

Anton Kristinn Þórarinsson, Toni, hefur loksins selt stórhýsi sitt við Haukanes í 24 Garðabæ. Húsið var sett á sölu fyrir tveimur árum og aftur í janúar í fyrra. Sjá einnig: Anton Þórarinsson selur glæsihús sitt – Hálfklárað á Haukanesi Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Re/Max, keypti húsið fyrir 484 milljónir króna. Ásett verð var Lesa meira

Vesturbyggð: bæta við 180 m viðlegukanti

Vesturbyggð: bæta við 180 m viðlegukanti

Vesturbyggð hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi hafnarinnar þar sem gert er ráð fyrir 180 metra löngum stórskipakanti og bætt er við byggingarheimildum fyrir lóðum á hafnasvæðinu sem og á Aðalstræti. Þá er nýrri lóð bætt við norðan við Eyrargötu fyrir framan Aðalstræti 1a 445 fermetrar að stærð. Skilgreind er ný vegtenging að hafnarkanti ásamt nýjum […]

Fjögurra ára fjölfötluðum dreng frá Venesúela synjað um vernd á Íslandi

Fjögurra ára fjölfötluðum dreng frá Venesúela synjað um vernd á Íslandi

„Af minni reynslu, ég hef verið starfandi í þessu í mörg ár, og ég hef aldrei starfað fyrir einstakling sem er svona slæmur til reynslunnar og líka mjög fatlaður einstaklingur,“ segir Jón Sigurðsson sem er lögmaður hælisleitanda frá Venesúela sem heitir Leidy Díaz og tveggja barna hennar. Hún á dótturina Rachell sem er 13 ár og soninn Elian sem er fjögurra ára. Með orðum sínum vísar Jón til sonar Leidys sem er fjölfatlaður, með klofinn hrygg og vatnshöfuð, og er bundinn við hjólastól. Þau hafa búið hér á Íslandi í sex mánuði á meðan þau hafa beðið eftir niðurstöðu við umsókn sinni um alþjóðlega vernd. Mig langar að senda þakkir til allra þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem hafa komið að því að bjarga lífi sonar míns. Í byrjum október fékk fjölskyldan synjun frá Útlendingastofnun við umsókn sinni um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi á Íslandi. Leidy Díaz segist ætla að kæra þessa niðurstöðu til kærunefndar Útlendingamála. Hún telur að þau eigi að fá leyfi til að setjast hér vegna þess að heilbrigðisþjónusta sé miklu betri á Íslandi en í Venesúela. Hún telur að skortur sé í Venesúela á þeirri heilbrigðisþjónustu sem Elian þarf til að lifa betra lífi með fötlun sinni. Þegar Leidy er spurð að því hvað sé að hrjá son hennar segir hún að hann sé með klofinn hrygg, sem á latínu kallast spina bifida , og vatnshöfuð. Ástand hans leiðir til þess, líkt og yfirleitt gildi um þá sem eru klofinn hrygg, að hann fær tíðar þvagfærasýkingar. Elían er með alvarlegustu gerðina af klofnum hrygg sem leiðir stundum til vatnshöfuðs í ofanálag. Fjallað er um mál Leidy og Elian í fréttaskýringaþættinum Þetta helst í dag. Þáttinn má hlusta á hér: Segir að starfsfólk Landspítala hafi bjargað lífi sonar hennar Í læknisvottorði frá Landspítalanum sem dagsett er í maí segir að Elían hafi ekki fengið fullnægjandi læknisþjónustu í heimalandinu. ,,Drengurinn fékk greiningu sína í heimalandinu, þ.e. klofinn hrygg. Aðgerð gerð við 1 mánaða aldur. Hann fékk ventil við 2 mánaða aldur, enduraðgerða 8 mánaða gamall með nýjum ventli þar sem hann lá ekki rétt. Aftur aðgerð við eins árs þar sem hann fékk sýkingu og þurfti að fjarlægja ventilinn. Hann hefur síðan verið án ventils sl. 2 ár. Því verður að telja að hann hafi ekki fengið fullnægjandi meðferð.” Þetta er mat taugalæknis á sjúkrahúsinu og er undirritað af honum. Leidy undirstrikar að hún vilji fyrst og fremst fá að setjast hér að út af þeirri heilbrigðisþjónustu sem hér er veitt. Hún segir að starfsfólks Landspítalans hafi bjargað lífi sonar hennar. ,,Mig langar að senda þakkir til allra þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem hafa komið að því að bjarga lífi sonar míns,” segir hún. Í svari frá Útlendingastofnun kemur fram að við mat á umsóknum umsækjenda um alþjóðlega vernd og eða mannúðarleyfi þar sem veikir eða fatlaðir einstaklingar eiga í hlut sé greint hvort þeir geti fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu í heimalandi sínu. Útlendingastofnun getur ekki rætt einstaka mál en þetta svar er almenns eðlis og kemur fram í svari stofnunarinnar að hún fari alltaf í slíka greiningu. Miðað við þetta svar er ekki hægt að álykta annað en að mat Útlendingastofnunar hafi metið það svo að Elían geti fengið þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf í Venesúela. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar segir meðal annars um mál Elian. „Mat Útlendingastofnunar á hagsmunum umsækjanda byggist á verklagsreglum stofnunarinnar um mat á bestu hagsmunum barns, sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi.“ Hver niðurstaðan verður í Leidy, dóttur hennar og Elíans mun því væntanlega skýrast á næstu mánuðum. Samkvæmt því sem hún segir mun hún annað hvort setjast að á íslandi eða fara aftur til Venesúela.

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur valið hóp sem mætir Norður-Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar. Takist Ísland að leggja Norður-Írland að velli heldur liðið sæti sínu í A-deild. Ef viðureignin tapast fellur liðið í B-deild. Mikilvægt er að halda sér í A-deild upp á að komast í væna stöðu fyrir undankeppni HM. Fyrri leikurinn fer fram í Lesa meira