Tomasson rekinn frá sænska landsliðinu
Sænska knattspyrnusambandið tilkynnti í hádeginu að búið væri að segja upp samningi Danans Jon Dahl Tomasson við liðið. Tomasson sem er 49 ára gamall stýrði liðinu í eitt og hálft ár en hálfgert svartnætti hefur verið yfir Svíunum undanfarið og kórónaðist það í gærkvöldi þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Kósóvó á heimavelli, þar á undan töpuðu þeir fyrir Sviss og eru með eitt stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM. epa12160686 Sweden's head coach Jon Dahl Tomasson looks on prior to the soccer friendly international match between Hungary and Sweden at Puskas Arena in Budapest, Hungary, 06 June 2025. EPA/BOGLARKA BODNAR HUNGARY OUTEPA / BOGLARKA BODNAR