Tomasson rekinn frá sænska landsliðinu

Tomasson rekinn frá sænska landsliðinu

Sænska knattspyrnusambandið tilkynnti í hádeginu að búið væri að segja upp samningi Danans Jon Dahl Tomasson við liðið. Tomasson sem er 49 ára gamall stýrði liðinu í eitt og hálft ár en hálfgert svartnætti hefur verið yfir Svíunum undanfarið og kórónaðist það í gærkvöldi þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Kósóvó á heimavelli, þar á undan töpuðu þeir fyrir Sviss og eru með eitt stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM. epa12160686 Sweden's head coach Jon Dahl Tomasson looks on prior to the soccer friendly international match between Hungary and Sweden at Puskas Arena in Budapest, Hungary, 06 June 2025. EPA/BOGLARKA BODNAR HUNGARY OUTEPA / BOGLARKA BODNAR

Hvaða skilmálar voru ógiltir í vaxtamálinu?

Hvaða skilmálar voru ógiltir í vaxtamálinu?

Hæstiréttur ógilti í dag ákvæði í lánasamningi Íslandsbanka sem fjallar um það hvað bankinn má horfa til þegar ákvörðun er tekin um að breyta vöxtum á láni sem tekið var til húsnæðiskaupa. Einn málsliður í löngum skilmálum bankans var ógiltur í dag en hann getur haft verulega þýðingu fyrir lántaka. Niðurstaða Hæstaréttar Málið var höfðað af Elvu Dögg Sverrisdóttur og...

Lítil loðnuvertíð og niðurskurður í makríl og kolmunna

Lítil loðnuvertíð og niðurskurður í makríl og kolmunna

Hlutur íslenskra skipa verður enn minni, því taka þarf tillit til samninga við Færeyjar, Noreg og Grænland, og þá standa eftir rúm 33.000 tonn. Takmarkaður loðnukvóti er ekki síst áhyggjuefni nú þegar mikill niðurskurður er boðaður í veiðiráðgjöf fyrir makríl og kolmunna á næsta ári. Lítil loðnuvertíð getur vel gefið umtalsverð verðmæti Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir vel hægt að ná umtalsverðum verðmætum úr loðnuvertíð í smærri kantinum. „Það er nú með loðnuna að hún er brellin eins og við segjum. Það er í rauninni lítið samhengi á milli magns og verðmæta. Það er erfitt að spáð fyrir hver mögulega verðmæti geta orðið fyrirfram út frá magninu.“ Það veiddust aðeins um 10 þúsund tonn af loðnu í fyrra og tvær vertíðir þar á undan var engin loðnuveiði. 33 þúsund tonna loðnuvertíð yrði í minna lagi og þegar svo er segir Heiðrún allt gert til að nýta kvótann sem best og ná sem mestum verðmætum. Þá eru erlendir markaðir fyrir loðnuafurðir meira og minna galtómir. „Og ef maður tekur sem dæmi og skoðar þau loðnuár sem komu ´21 og ´22. Þá var ráðgjöfin mjög lág 2021, um 71.000 tonn sem féll í okkar skaut og síðan 2022 þegar ráðgjöfin var 521.000 tonn. Það munaði hins vegar um helmingi í útfluttum verðmætum á þessum tveimur árum. Þannig að samhengið er ekki alltaf línulegt þarna á milli vegna þess að þegar kvótinn er lítill þá er auðvitað framleitt meira af verðmætari afurðum sem eru til dæmis hrogn og heilfryst loðna og minna af mjöli og lýsi.“ Áhyggjuefni hve mikill niðurskurður er boðaður í makríl og kolmunna Loðnan er ein fjögurra uppsjávartegunda sem íslenskar útgerðir veiða. Makríll, kolmunni og síld eru allt verðminni tegundir en engu að síður tegundir sem fyrirtækin hafa getað reitt sig á þegar loðnan bregst. Útgerðir uppsjávarskipa hafa því oftast borið sig nokkuð vel þrátt fyrir loðnubrest. Nú bregður hins vegar svo við að Alþjóðahafrannsóknaráðið boðar mikinn niðurskurð í veiðiráðgjöf fyrir makríl og kolmunna á næsta ári. Á meðan þriðjungs aukning er í síldarkvóta er lagður er til 70% samdráttur í makrílveiði og 41% minni veiði á kolmunna. Hafrannsóknastofnun hefur kynnt nýja ráðgjöf um loðnuveiðar og leggur til að heildarafli á vertíðinni verði ekki meiri en 43.766 tonn. Ráðgjöfin er byggð á mælingum í ágúst og september og verður endurmetin í byrjun næsta árs. „Það er nú þannig að sveiflur eru miklar í uppsjávarveiðum og ég myndi segja að óvissa er hið eðlilega ástand þar. Einn stofn fer niður og annar upp þannig að stofnarnir ná oft á tíðum að jafna hvern annan upp ef maður getur sagt sem svo. Það er kannski aukning í einum verðmætum stofni þegar það er niðurskurður í öðrum og svo framvegis.“ Allt að 20% samdráttur í útflutningsverðmætum uppsjávartegunda „En akkúrat núna þá er það því miður þannig að við erum að sjá niðurskurð í þessum verðmætari tegundum á sama árinu. Þannig að maður hefur áhyggjur af því að á næsta ári verði útflutningsverðmæti uppsjávarafurða okkar töluvert minna en það var 2025 þegar við vorum til dæmis ekki með neina loðnu. Það er augljóst ef maður horfir á kvótana sem hefur verið úthlutað núna í þessum uppsjávarstofnum, þá erum við að áætla að lækkun í útflutningsverðmætum í heild í uppsjávarverðmætum, geti orðið svona myndi ég segja 17 til 20%.“ Og það er fleira sem hún segir auka á áhyggjur útgerðarinnar. Sterkt gengi krónunnar, sem sé erfitt þegar verið er að selja afurðir til útflutnings, og þá dynur verulega aukin gjaldtaka á útgerðinni á nýju ári. „Þannig að það leggst einhvern veginn allt á eitt núna í að gera róðurinn til muna þyngri.“ Tölur benda til þess að engum makrílkvóta verði úthlutað 2027 Niðurskurður á veiðum úr þessum þremur deilistofnum, makríl, kolmunna og síld, kemur ekki til af góðu. Engir heildarsamningar gilda um skiptingu kvóta milli strandþjóðanna sem veiða þessar tegundir og því tekur hver þjóð sér sinn kvóta. Veiðin hefur því í mörg ár verið umfram ráðgjöf. „Eðli máls samkvæmt er það áhyggjuefni því það er bara, ef maður myndi segja á slæmri íslensku „ways to the bottom.“ Og auðvitað sýnist manni að við séum að fara að horfa fram á jafnvel makríllaus ár, til dæmis á árinu 2027. Það eru tölur sem einfaldlega benda til þess að það verði einfaldlega núll ráðgjöf 2027 miðað við ástandið á makrílstofninum. Þannig að jú, við verum að leggja mikinn þunga á að ná heildstæðu samkomulagi í þessum deilistofnum.“ Loðnan er eini deilistofninn þar sem samningar strandríkja halda Íslendingar eiga meðal annars í deilum við Norðmenn og Færeyinga um makríl og kolmunna, en virða um leið samninga við sömu þjóðir sem fá að veiða tæp 20% loðnukvótans í íslenskri landhelgi. „Við höfum bent á það að loðnan er sá stofn þar sem við erum langstærst með um 81% hlutdeildar, vegna þess að loðnan er að verulegu leyti hér í íslenskri lögsögu. Við höfum þá allavega sýnt þá ábyrgð að leiða þær samningaviðræður og komist að heildstæðu samkomulagi um það hvernig okkur beri að skipta þessum deilistofni. Þannig að þetta er í raun eini deilistofninn þar sem er heildstætt samkomulag meðal strandríkja.“

Fallið frá öllum fjárkröfum á hendur Íslandsbanka

Fallið frá öllum fjárkröfum á hendur Íslandsbanka

Fallið var frá öllum fjárkröfum lántaka í dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Ljóst er að áhrif dómsins muni ekki hafa mikil áhrif á fjárhag bankanna og langt í frá þeim tugum milljarða sem hefði getað verið raunin ef niðurstaðan hefði farið á versta veg fyrir bankana. Að sama skapi mun líklega ekki koma til endurgreiðslu til lántaka upp á sömu upphæð vegna ólöglegra skilmála á neytendalánum með breytilega vexti.

„Þeir sem stunda inn­brot í tölvu­kerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“

„Þeir sem stunda inn­brot í tölvu­kerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“

Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní

Orðið á götunni: Leitið ekki langt yfir skammt

Orðið á götunni: Leitið ekki langt yfir skammt

Orðið á götunni er að það hafi komið nokkuð á ýmsa sem mættu á ársfund Samtaka atvinnulífsins, jafnvel mætti ganga svo langt að segja að andlitið hafi dottið af þeim, er þeir hlýddu á ávarp formanns SA, Jóns Ólafs Halldórssonar. Einhverjir þurftu að líta betur á fundargögn til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega Lesa meira

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Rétt í þessu var kveðinn upp dómur í Hæstarétti vegna máls sem höfðað var á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra vaxtaskilmála á íbúðarláni. Íslandsbanki var sýknaður af tveimur kröfum en fallist var á þriðju kröfu stefnenda um að ógilda skilmála um breytilega vexti. Formaður Neytendasamtakanna lýsir yfir fullnaðarsigri lánþega í málinu. Málið var höfðað á Lesa meira

Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Skilmálar Íslandsbanka um hvernig bankinn má breyta vöxtum á lánum til neytenda voru í dag dæmdir ólögmætir í Hæstarétti. Ekki má miða við huglæga þætti þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta vöxtum til neytenda. Bankinn var þó sýknaður af kröfum lántakanna um að ógilda vaxtabreytingar sem þegar hafa átt sér stað. Um var að ræða eitt af prófmálunum í Vaxtamálinu...