„Það er bara svindlað á okkur“

„Það er bara svindlað á okkur“

Ísland tapaði 84-75 fyrir Póllandi eftir að hafa átt í fullu tré við heimamenn á EM í körfubolta í Katowice í Póllandi í kvöld. Tveir afar umdeildir dómar á loka andartökum leiksins sem féllu með Pólverjum fóru langt með að tryggja pólska liðinu sigurinn. „Það er bara svindlað á okkur. Það er svo einfalt,“ sagði Arnar meðal annars í Stofunni eftir leikinn í kvöld. „Við erum að fá skilaboð frá vinum okkar um alla Evrópu um að þetta sé bara skandall,“ sagði Finnur Freyr meðal annars. Umræðurnar má sjá í meðfylgjandi klippu en þar má sjá sérfræðingana vaða á súðum afar ósátta við dómgæsluna.

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“

Hallgrímur sakar Garðbæinga um að beita bellibrögðum – „Mér finnst það til skammar“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, er allt annað en sáttur við gestrisni Stjörnunnar, öllu heldur skort á henni, fyrir heimaleiki sína. Liðin mættust í Garðabæ í Bestu deild karla í dag. Stjarnan vann 3-2 sigur en eftir leik gagnrýndi Hallgrímur það hvernig Stjörnumenn taka á móti gestaliðum og að þeir skili leikskýrslum seint. „Mig langar samt Lesa meira

„Svo er tækifærinu bara rænt af okkur“

„Svo er tækifærinu bara rænt af okkur“

„Bara þvílíkur karakter í liðinu að fá smá sjokk í gær og koma svo til baka og spila fyrir framan troðfulla höll og komast 2-3 stigum yfir þegar lítið er eftir. Svo er tækifærinu bara rænt frá okkur fannst mér,“ sagði Elvar Már Friðriksson leikmaður Íslands. Elvar fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu þegar lítið var eftir af leiknum sem skipti sköpum. „En þetta voru nokkrir skrítnir dómar í lokin. Ég skil bara ekki af hverju körfuboltamennirnir megi ekki útkljá þetta á vellinum í stað þeirra sem setja sig í fyrsta sætið,“ sagði Elvar meðal annars.