
Hjartaþræðing, sjókokkur og karókí
Svipmynd ViðskiptaMoggans í vikunni var Gunnar Hafsteinsson sem tók nýlega við sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arctic Adventures, sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi.
Svipmynd ViðskiptaMoggans í vikunni var Gunnar Hafsteinsson sem tók nýlega við sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arctic Adventures, sem er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi.
Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri klukkan 17.
Stjörnumenn eru í ágætri stöðu í umspili Evrópudeildarinnar í handbolta eftir jafntefli á útivelli í dag.
„Fjárhagsstaða hefur á allra síðustu misserum komist í mun betra horf en var. Þessa ávinnings eiga íbúar að njóta,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Uppgjör á rekstri sveitarfélagsins fyrir fyrstu sex mánuði líðandi árs var kynnt nú í vikunni.
Senegalski framherjinn Nicolas Jackson fer ekki frá Chelsea í þessum glugga en hann var kominn til München og var að fara að skrifa undir lánssamning við þýsku meistarana í Bayern München.
Skortur á matstækjum og skipulega uppbyggðu námsefni, óskýr viðmið og skilaboð frá menntayfirvöldum, og skortur á að undirstöðufærni sé efld í leikskólum og yngsta stigi grunnskóla.
Lögreglan í Búlgaríu leitar íslensks manns á fimmtugsaldri, Ólafs Austmanns. Síðast sást til Ólafs á bensínstöð í borginni Sofia þann 18. ágúst, en síðan þá hefur ekkert til hans spurst. Í færslu á Facebook biðlar systir Ólafs til almennings sem þekkir til þar ytra eða er þar staddur að hafa augun hjá sér. Ólafur er rúmlega 184 cm á hæð, grannvaxinn með dökkt hár. Þegar hann hvarf var hann klæddur svartri skyrtu og gallabuxum. Skólaus og skilríkjalaus Að sögn systur Ólafs hefur hann glímt við veikindi og krampaköst. Þá var hann skólaus, símalaus og skilríkjalaus þegar síðast sást til hans. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynning um týndan einstakling hafi borist á borð lögreglu þann 21. ágúst. „Þá fer í gang hefðbundið ferli og haft samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sem sendi fyrirspurn á lögregluna í Búlgaríu. Hann fór úr landi í júlí og síðast sást til hans 18. ágúst.“ Garðar segir að hingað til hafi leitin ekki borið árangur. „Hann er nú eftirlýstur í alþjóðakerfi lögreglu sem týndur einstaklingur.“
Jarðfallið skar í sundur hraðbraut, lestarteina, vinnusvæði og göngustíg og skolaði öllu ofan í Nesvatnet, sem er stöðuvatn skammt norðan við Þrándheim í Noregi. Úr lofti blasir við stórt skarð þar sem fallið varð. Umfangsmikil leit var gerð að einum manni sem var við vinnu þegar jörðin gaf undan. Óttast var að hann hefði hafnað í vatninu. Maðurinn er talinn af, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar í Þrændalögum og leitin tekur mið af því. Lögreglan í Þrændalögum ætlar að rannsaka hvað orsakaði jarðfallið, meðal annars hvort framkvæmdir við járnbraut hafi haft þar áhrif. Manns sem vann á framkvæmdasvæðinu er saknað. Lögreglan ætlar að rannsaka tildrög jarðfallsins og komast að því hvort það megi rekja til framkvæmda. Opinbera járnbrautarfélagið Bane Nor hefur verið við framkvæmdir við járnbrautateinana þar sem fallið varð. Jarðfræðingar segja jarðveginn í grennd afar óstöðugan. Búið er að flytja þrjá íbúa tveggja húsa í nágrenninu á brott. Einn bíll hafnaði í vatninu. Ökumaðurinn komst út af sjálfsdáðum og var færður á sjúkrahús. Vitni, sem rétt slapp við skriðuna, segir í samtali við NRK að maðurinn hafi verið með bát í eftirdragi sem hann náði að klöngrast upp í þegar skriðan hreif bílinn með sér ofan í vatnið.
Það var mikið fjör í 2. umferð þýsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag.
Það er liggur við sárt að skrifa hvert einasta orð í þessari umfjöllun. Mann verkjar í sálina eftir þetta tap Íslands fyrir Belgíu.
Eins og margir vita þá er búið að reka Jose Mourinho í enn eitt skiptið en í þetta sinn var það hjá tyrknenska félaginu Fenerbahce. Mourinho var rekinn eftir tap gegn Benfica í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir stutt stopp í Tyrklandi. Mourinho kom til Fenerbahce í fyrra en eftir slæmt gengi undanfarið hefur hann nú fengið Lesa meira
Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann mjög öruggan heimasigur í fyrstu umferðinni í þýsku bundesligunni í handbolta í dag.
Stjarnan vann sigur á FHL í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag, 0-3. Fyrsta mark Stjörnunnar var sjálfsmark Róseyjar Björgvinsdóttur á 28. mínútu en nokkur bið var á næsta marki. Á 71. mínútu tvöfaldaði Snædís María Jörundsdóttir forystu Stjörnunnar og undir lokinn innsiglaði Margrét Lea Gísladóttir 0-3 sigur gestanna. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.Mummi Lú Stjarnan var fyrir leik í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig en fer upp um sæti og er með 19 stig. Þór/KA situr í fimmta sætinu með 21 stig en liðið hefur möguleika á því að lengja bilið í leik sínum við Fram sem hefst klukkan 17:00. Deildinni verður skipt eftir 18. umferðir, sex lið í efri og fjögur í neðri.
Ægir Þór Steinarsson fyrirliði karlalandsliðsins í körfuknattleik sagði að það væri sárt að hafa ekki nýtt góð tækifæri til að stinga Belga af í leik liðanna á EM í Katowice í dag.
Langar þig að læra íslensku? Whether you’re a polyglot looking for a new fix, a scholar of medieval studies hoping... The post The Grapevine’s Guide To Learning Icelandic appeared first on The Reykjavik Grapevine .
Þór/KA tekur á móti Fram í Bestu deildinni í fótbolta, í fyrsta leiknum eftir að hafa misst Söndru Maríu Jessen til Kölnar.