
Fram – Porto kl. 18.45, bein lýsing
Fram og Porto frá Portúgal eigast við í 1. umferðinni í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handbolta í Framhúsinu í Úlfarsárdal klukkan 18.45.
Fram og Porto frá Portúgal eigast við í 1. umferðinni í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handbolta í Framhúsinu í Úlfarsárdal klukkan 18.45.
Bandaríski söngvarinn og Grammy-verðlaunahafinn D'Angelo er látinn. Hann var 51 árs og lést eftir baráttu við briskrabbamein. Þakklát fyrir arfleiðina sem hann skildi eftir sig Í tilkynningu frá fjölskyldu tónlistarmannsins segir að ljós í lífi þeirra hafi slokknað við andlát D'Angelo, sem hét fullu nafni Michael Eugene Archer. „Við erum sorgmædd yfir því að hann skilji aðeins eftir sig dýrmætar minningar með fjölskyldu sinni en á sama tíma þakklát fyrir arfleiðina sem hjartnæm tónlist hans skilur eftir sig.“ Fjölskyldan hvetur aðdáendur til að syrgja söngvarann en á sama tíma fagna tónlistinni sem hann skilur eftir sig. Lykilmaður í að skapa nýja tónlistartegund D'Angelo gaf út þrjár plötur á ferli sínum og hlaut fern Grammy-verðlaun. Hann var frumkvöðull í því að skapa ný-sálartónlist (e. neo-soul). Hann þróaði með sér einkennandi hljóð með plötunni Brown Sugar. Þar fléttaði hann saman klassíska tóna rytmablús við hip-hop áhrif og djass. D'Angelo vann mikið með trommaranum Ahmir „Questlove“ Thompson, sem er í hljómsveitinni The Roots og tónlistarstjóri spjallþáttarins The Tonight Show með Jimmy Fallon. Þeir gerðu tvær seinni plötur D'Angelo saman og þróuðu ný-sálarhljóðið áfram. Platan D'Angelo, „Voodoo“, sem kom út árið 2000, er talin hornsteinn í rytmablús nútímans. Platan hefur haft mikil áhrif á tónlistarstefnuna síðustu áratugi. Tónlistarmyndbandið við aðalsmáskífu plötunnar „Untitled (How Does It Feel)“ vakti mikla athygli. Það þótti mjög kynþokkkafullt og gerði hann að kyntákni. Það var hlutverk sem hann vildi ekki og beinlínis forðaðist. Þrátt fyrir að „Voodoo“ hafi slegið í gegn þá hvarf tónlistarmaðurinn af sjónarsviðinu næsta áratuginn. Hann gaf út síðustu plötu sína 2014.
Eftir að Jon Dahl Tomasson var rekinn í dag eru Svíar í leit að nýjum þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta. Einn af þeim sem hafa áhuga á starfinu er Graham Potter, fyrrverandi stjóri West Ham, Chelsea og Brighton.
Hlutabréfamarkaðurinn hækkaði nokkuð hressilega í dag eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm í svokölluðu vaxtamáli Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 2% í viðskiptum dagsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þaulskipulögðum svikaárásum þar sem svikahrappar nota fölsk íslensk fyrirtækja lén til þess að reyna að hafa fé út úr fólki. Hefur lögreglan upplýsingar um a.m.k. þrjú fölsk lén sem sem notuð hafa verið.
Heimsmarkaðsverð hráolíu náði sínu lægsta stigi í fimm mánuði í dag.
Fimleikafólk frá Ísrael verður ekki með á HM í Indónesíu eftir að yfirvöld þar í landi neituðu keppendum um vegabréfsáritanir.
Einstaklingur sem búsettur er hér á landi veltir því fyrir sér í færslu á Reddit hvort að ferðamenn sem heimsæki Ísland skilji almennt börn sín, eigi þeir börn yfirhöfuð, eftir heima. Færslan fær töluverð viðbrögð og í mörgum athugasemdum er bent á kunnuglega skýringu, hið háa íslenska verðlag. Sumir sem skrifa athugasemd segjast þó hafa Lesa meira
Mark Clattenburg, fyrrverandi enskur dómari, hefur lýst fyrsta Merseyside-slag sínum sem verstu frammistöðu ferilsins. Um var að ræða leik Everton og Liverpool á Goodison Park árið 2007, sem hann segir hafa verið eins og stríð sem hann var ekki andlega undirbúinn fyrir. Í viðtali við Whistleblowers-hlaðvarp Daily Mail sagði Clattenburg að hann hefði ranglega gert Lesa meira
Ronan Keating segir fyrirhugaðan viðburð Boyzone vera einstakt tilefni.
Sjálfsvígum hefur fjölgað lítillega síðustu ár en árin 2020 til 2024 voru sjálfsvíg að meðaltali 42,6 eða 11,5 á hverja 100.000 íbúa samanborið við 11,1 á hverja 100.000 íbúa árin 2015 til 2019.
Bankastjóri Íslandsbanka segir að áhrifin af nýföllnum vaxtadómi Hæstaréttar séu mun minni en bankinn hafi gert ráð fyrir í áhættumati sínu í sumar og hljóðaði upp á 21 milljarð króna. „Það er alveg ljóst að kostnaðurinn er miklum mun minni,“ segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri í samtali við fréttastofu. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að skilmálar bankans á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum væru ólöglegir. Nánar tiltekið mætti bankinn ekki nota önnur viðmið en stýrivexti við breytingar á vaxtakjörum. Hingað til hefur bankinn jafnframt stuðst við önnur viðmið, eins og eigin rekstrarkostnað, skattaumhverfi og fleira. Hefur áhrif ef vextir hækkuðu umfram stýrivexti Jón Guðni segir að nú þurfi að endurreikna öll óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, sem voru tekin eftir gildistöku laga 1. apríl 2017. En það er ekki þar með sagt að lánin breytist við það. „Hjá okkur hefur þetta áhrif á þá lántaka þar sem vextirnir hafa hækkað meira en stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Hann bendir á að í tilviki fólksins sem höfðaði málið gegn bankanum hafi vextir þeirra hækkað minna en stýrivextir. Fyrir vikið hafnaði Hæstiréttur bótakröfu þeirra. Má þá skilja sem svo að bankinn þurfi að endurreikna öll lán og athuga hvort fólk hafi tapað á þessu eða ekki? „Nákvæmlega, það er það sem við þurfum að skoða núna,“ segir Jón Guðni. Hann á von á að nokkuð góð yfirsýn ætti að fást á næstu dögum. Jón Guðni segir gott að komin sé niðurstaða í málið. Hann telur ekki að í þessu felist áfellisdómur yfir bankanum. „Það var greinilega óljóst hvernig ætti að meðhöndla þessi lán. Það er gott að það sé orðið skýrt.“
Bankastjóri Íslandsbanka segir að vegna nýfallins Hæstaréttardóms þurfi bankinn að endurreikna öll óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, sem voru tekin eftir gildistöku laga 1. apríl 2017. Ekki sé þó þar með sagt að lánin breytist við það. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að skilmálar bankans á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum væru ólöglegir. Nánar tiltekið mætti bankinn ekki nota önnur viðmið en stýrivexti við breytingar á vaxtakjörum. Hingað til hefur bankinn jafnframt stuðst við önnur viðmið, eins og eigin rekstrarkostnað, skattaumhverfi og fleira. Hefur áhrif ef vextir hækkuðu umfram stýrivexti „Hjá okkur hefur þetta áhrif á þá lántaka þar sem vextirnir hafa hækkað meira en stýrivextir,“ segir Jón Guðni Ómarsson bankastjóri. Það á einkum við um lán sem voru tekin fyrir Covid, en í Covid lækkuðu stýrivextir hratt en vextir bankanna ekki jafnhratt. Jón Guðni bendir á að í tilviki fólksins sem höfðaði málið gegn bankanum hafi vextir þeirra hækkað minna en stýrivextir. Fyrir vikið hafnaði Hæstiréttur bótakröfu þeirra. Má þá skilja sem svo að bankinn þurfi að endurreikna öll lán og athuga hvort fólk hafi tapað á þessu eða ekki? „Nákvæmlega, það er það sem við þurfum að skoða núna,“ segir Jón Guðni. Hann á von á að nokkuð góð yfirsýn ætti að fást á næstu dögum. Áhrifin minni en bankinn óttaðist Í áhættumati frá því í sumar kom fram að bankinn gerði ráð fyrir kostnaði upp á 21 milljarð króna ef hann lyti í lægra haldi. „Það er alveg ljóst að kostnaðurinn er miklum mun minni,“ segir Jón Guðni. Til marks um það hækkuðu hlutabréf í bankanum um 3% í viðskiptum í dag. Jón Guðni segir gott að komin sé niðurstaða í málið. Hann telur ekki að í þessu felist áfellisdómur yfir bankanum. „Það var greinilega óljóst hvernig ætti að meðhöndla þessi lán. Það er gott að það sé orðið skýrt.“
Þegar Play lagðist á hliðina í lok september óskaði Spegillinn eftir þeim gögnum sem kynnu að hafa verið útbúin í tengslum við fjárhagsvandræði flugfélagsins og gjaldþrot frá forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, atvinnuvegaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Höfðu áhyggjur af stöðu Play Ítrekað hafði verið fjallað um fjárhagsvandræði Play í fjölmiðlum en skyndilegt fall kom flestum í opna skjöldu. Nærri tuttugu þúsund farþegar urðu fyrir skakkaföllum þegar ferðum félagsins var skyndilega hætt og sumir urðu að reiða fram háar upphæðir til að komast heim. Engin gögn fundust í forsætisráðuneytinu. Frá fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að þau gögn sem hefðu verið útbúin hefðu verið lögð fyrir ríkisstjórnina; annars vegar í febrúar á síðasta ári og hins vegar í október á þessu ári. Slík gögn eru undanþegin upplýsingalögum. Atvinnuvegaráðuneytið sagði í svari sínu að innan ráðuneytisins hefði verið unnið að öflun gagna og upplýsinga, meðal annars um stöðu þeirra ferðaskrifstofa sem orðið hefðu fyrir skakkaföllum. Þetta væru vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti. Innviðaráðuneytið gat afhent nokkra tölvupósta sem bera þess flestir merki að síðasta eina og hálfa árið hafi ítrekaðar áhyggjur af stöðu Play vaknað innan stjórnkerfisins. Sagði Play allt annað en WOW „Ég held að það sé mikilvægt að skapa ekki óþarfa hræðslu í kringum félagið,“ skrifar lögfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra í innviðaráðuneytinu í febrúar á síðasta ári í tölvupósti til Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem þá var ráðherra. Afrit af tölvupóstinum fengu bæði aðstoðarmenn og ráðuneytisstjóri. Ástæðan voru áhyggjur af fjárhagslegri stöðu flugfélagsins; endurskoðandi Play hafði sett fram ábendingu í ársreikningi að vafi væri á rekstarhæfi félagsins og fram hafði komið í fjölmiðlum að félagið hygðist sækja sér fjóra milljarða í nýtt hlutafé til að styrkja lausafjárstöðuna. Lögfræðingurinn sagðist í tölvupóstinum hafa átt samtöl við Samgöngustofu um flugfélagið og lagði áherslu á að þetta horfði allt öðruvísi við en staða WOW á sínum tíma; Play væri skráð á markað og sinnti upplýsingagjöf í samræmi við það. Mölturekstur Play kom Samgöngustofu á óvart Í júlí kviknaði aftur á viðvörunarljósum þegar fréttir birtust um versnandi stöðu Play; hlutabréf höfðu tekið dýfu eftir að tilkynnt var að afkoma ársins yrði verri en lagt hafði verið upp með. Í tölvupósti til Samgöngustofu minnti ráðuneytið á að það hefði fyrr um árið verið í samskiptum út af sama flugfélagi og þá hefði Samgöngustofu ekki þótt ástæða til að auka eftirlit með fjárhagsstöðu félagsins. Nú vildi ráðuneytið vita hvort ástæða væri til þess. Forstjóri Samgöngustofu sagði í svari til ráðuneytisins að nýbúið væri að semja við KPMG um eftirlit með flugrekendum; beðið væri eftir greiningu þeirra á gögnum frá Play, ferli sem hefði verið komið í gang áður en fréttirnar af fjárhagsstöðu Play birtust. Í október fór ráðuneytið aftur að forvitnast um eftirlit með Play - þá virtist það hafa komið Samgöngustofu á óvart að Play ætlaði sér að sækja um flugrekstrarleyfi á Möltu og draga úr Ameríkuflugi. „Flugrekendur eiga að upplýsa stofnunina um breytta stöðu,“ skrifar forstjóri stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Fundað yrði með Play að lokinni hluthafakynningu en ekki þótti ástæða til frekari aðgerða eða eftirlits. Forstjóri Samgöngustofu sagði stöðuna í febrúar viðkvæma Daginn eftir að Play birti uppgjör í febrúar á þessu ári, þar sem fram kom að það hefði tapað 9,4 milljörðum árið 2024, sendi Ingilín Kristmannsdóttir, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, tölvupóst á forstjóra Samgöngustofu og óskaði eftir upplýsingum um stöðu mála. Forstjóri Samgöngustofu sagði stöðuna viðkvæma og að ætlunin væri að taka ákvörðun um næstu skref þegar minnisblað KPMG, sem beðið væri eftir, lægi fyrir. Ingilín bað forstjórann að halda ráðuneytinu upplýstu því það gætti ákveðins óróa og fjármálaráðuneytið væri til að mynda að spyrjast fyrir. „Við treystum því að Samgöngustofa sé með allt á hreinu,“ skrifar ráðuneytisstjórinn. Í framhaldinu var boðað til fundar þar sem Samgöngustofa var beðin um að upplýsa um stöðu á fjárhagslegu eftirliti með Play. Framkvæmdastjóri flugsviðs hjá Samgöngustofu lagði til að beðið yrði eftir minnisblaðinu frá KPMG, Play væri að fá maltneskt flugrekstarleyfi, líklega í lok mars, og ætlun félagsins væri að færa þrjár til fjórar vélar af íslenska leyfinu á það maltneska. Samgöngustofa tók upp ítarlegra eftirlit með Play í júlí Samgöngustofa og ráðuneytið funduðu svo í lok febrúar þar sem Samgöngustofa upplýsti að Play hefði fjárhagslegt bolmagn til að standa við nauðsynlegar kröfur, ekki væri þörf á ítarlegu fjárhagseftirliti en rétt væri samt að hafa það oftar en tvisvar á ári. Í júlí upplýsti svo Samgöngustofa ráðuneytið um að ítarlegra mat á fjárhag Play hefði verið hafið; þrátt fyrir að eftirlit með flugöryggi hefði ekki gefið tilefni til sérstakra viðbragða teldi stofnunin rétt að auka eftirlitið enn frekar á þessum tímapunkti, eftir að Play tilkynnti um þær fyrirætlanir sínar að leggja inn flugrekstrarleyfi sitt á Íslandi. „Gott að heyra,“ svarar ráðuneytisstjóri. Mánuði síðar var boðað til fundar í ráðuneytinu - þar var óskað eftir upplýsingum um framkvæmd matsins, hvert mat stofnunarinnar væri á rekstarhæfni Play og hvort afstaða Samgöngustofu til þess að ekki væri ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða væri óbreytt frá því að ítarlegt mat á fjárhag félagsins hófst. Taldi félagið geta lifað út árið Innviðaráðuneytið segir í svari til Spegilsins að á fundinum, sem haldinn var tuttugasta ágúst, hafi fjárhagseftirlit Samgöngustofu verið kynnt munnlega og að niðurstaðan hafi verið sú að flugfélagið hefði fjárhagslegt bolmagn til að reka flugstarfsemi á öruggan máta. Daginn sem Play varð gjaldþrota, þann 29. september, upplýsti Samgöngustofa síðan ráðuneytið að hún hefði fengið viðbótarupplýsingar um skuldabréfaútboð eigenda félagsins þann 3. september; í ljósi þeirra upplýsinga hefði það verið mat Samgöngustofu að fjárhagsstaða flugfélagsins væri fullnægjandi út árið.
Ríkisorkufyrirtækið Ukrenergo hefur tekið rafmagnið af nokkrum héruðum í Úkraínu eftir að orkuinnviðir í landinu skemmdust í loftárásum Rússa. „Vegna erfiðrar stöðu í orkukerfinu sem upp er komin eftir árásir Rússa þá hefur neyðarlokun fyrir rafmagn verið komið á í héruðunum Súmy, Kharkív, Poltava, Dníprópetrovsk og að hluta til í Kyrovohrad, Kyiv og Tsjerkas,“ segir í tilkynningu Ukrenergo. Fyrirtækið DTEK, sem heldur úti dreifikerfi rafmagns, tilkynnti síðar að höfuðborgin Kyiv yrði tengd rafmagni eins og ekkert hefði í skorist. Rússar hafa að undanförnu hert árásir gegn orkuinnviðum og lestarkerfinu í Úkraínu, nú þegar veturinn nálgast. Yfirvöld í Úkraínu hafa af því áhyggjur að milljónir gætu misst rafmagn í frosthörkum vetrarins. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir Rússa vilja með þessum árásum skapa ringulreið meðal Úkraínumanna. Árásirnar hafa einnig haft áhrif á dreifingu gass í landinu. Her Úkraínu hefur reglulega beint árásum sínum að olíuvinnslustöðvum og olíuleiðslum. Það hefur fyrir vikið hækkað olíuverð í Rússlandi frá því í sumar.
Pólski knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski, sóknarmaður Barcelona, er að glíma við meiðsli og gæti af þeim sökum misst af stórleiknum gegn Real Madríd, El Clásico, í lok mánaðarins.