
Þór/KA - Fram, staðan er 1:2
Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri klukkan 17.
Þór/KA tekur á móti Fram í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri klukkan 17.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í stórfelldum aðgerðum við að bjarga ketti í sjálfheldu úr farangursrými Teslu-bifreiðar fyrr í dag.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vopnaburð manns í miðborg Reykjavíkur sem á að hafa mundað þrjá hnífa sem hann hafði meðferðis.
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á bikarmeisturum Hauka, 22-15, í meistarakeppni HSÍ í dag. Það munaði einungis tveimur mörkum á liðunum þegar flautað var til hálfleiks, 9-7, en í seinni hálfleik settu Valskonur allt í botn og hófu flugið. Hafdís Renötudóttir fór mikinn í marki Vals og fór langleiðina með að loka markinu. Hún varði 20 skot og lauk leiknum með 61% markvörslu. Lovísa Thompson og Elísa Elíasdóttir voru stigahæstar Valskvenna með fimm mörk hvor.
Breiðablik mætir Twente í úrslitaleik 2. umferðar undankeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Enschede í Hollandi klukkan 17.
Leeds og Newcastle skildu jöfn, 0:0, í 3. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar í dag.
Forsvarsmenn Golfskálans vinna nú hörðum höndum að því að uppfæra starfsemina og betrumbæta verslun og vefsíðu skálans.
Sérfræðingur hjá héraðssaksóknara er með stöðu sakbornings í rannsókn tengdri starfsemi PPP ehf. og meintum brotum á þagnarskyldu og öðrum starfsskyldum hjá embætti héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara. Hann hafnar því alfarið að hafa lekið gögnum frá embættinu til fyrirtækisins. Sérstakur saksóknari gerði samning við ráðgjafafyrirtækið PPP, sem er til rannsóknar vegna umfangsmikils gagnaþjófnaðar, um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna árið 2012. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hefur síðan höfðað mál gegn öðrum stofnenda þess í tvígang fyrir gagnaleka. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að tölvusérfræðingur hjá embættinu að nafni Heiðar Þór Guðnason væri með stöðu sakbornings í málinu. Þetta staðfestir Heiðar í samtali við fréttastofu. Segir gróflega að sér vegið Hann hefur verið fastráðinn hjá embættinu frá árinu 2012 en annaðist verktakastörf hjá því þar á undan. Hann kveðst ekki hafa verið sendur í leyfi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi. „Ég er mjög óhress með að vera skilgreindur sem sakborningur og finnst bara gróflega að mér vegið með þessum ásökunum.“ segir Heiðar. RÚV fjallaði í vor um starfsemi PPP - njósnafyrirtækis sem Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Hauksson, þáverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, stofnuðu árið 2011. Þar kom fram að þeir hefðu stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson um hóp fólks sem stefndi honum á sínum tíma. Grunur er um að Jón Óttar og Guðmundur hafi nýtt sér gögn sem þeir höfðu aðgang að hjá sérstökum saksóknara til njósna. Guðmundur er látinn. Setti upp sama kerfi hjá PPP og hjá embættinu Í umfjöllun blaðsins sagði að Heiðar hefði komið að stofnun PPP með ýmsum hætti. Heiðar segir augljóst að Jón Óttar hafi sakað hann um að hafa lekið gögnum úr embættinu til PPP. Hann bíði þess að rannsókn lögreglu sanni sakleysi hans. Engin gögn styðji við það að hann hafi haft aðkomu að málinu. „Ég var ekki að leka neinum gögnum og ég skil ekki hvers vegna hann er að bera þetta upp á mig. Ég kunni ekkert nema gott af þessum manni að segja fyrir þetta.“ Spurður um tengsl sín við PPP kveðst hann hafa kynnst tvímenningunum er hann vann sem verktaki fyrirtækisins Opin kerfi fyrir embætti sérstaks saksóknara. Hann hafi í tvígang gert mönnunum vinagreiða með því að hjálpa þeim við að setja upp skrifstofu PPP. Þeir hafi gefið honum sjónvarp fyrir hjálpina. Spurður hvort hann hafi starfað fyrir PPP svarar hann neitandi. Hann hafi enn unnið fyrir Opin kerfi þegar PPP hafi leigt Clearwell-tölvukerfi frá þeim, sem einnig var notað hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann hafi sett kerfið upp fyrir Jón Óttar og Guðmund sem verktaki Opinna kerfa en ekki haft fjaraðgang að því.
Það getur verið freistandi að vera léttklæddur á heitum sumardegi þegar flugferð er fram undan. En þegar þú sest í sætið þitt í vélinni, þá getur klæðnaður þinn skipt meira máli en þú heldur. CHIP segir að eftir því sem flugfreyja ein segir, þá sé stuttermabolur langt frá því að vera besti kosturinn fyrir flugferð. Ástæðan Lesa meira
Aron Pálmarsson sagði skilið við handboltavöllinn í gærkvöld í sérlegum kveðjuleik þar sem Veszprém og FH mættust í Kaplakrika.
Aron Einar Gunnarsson er meiddur og verður því ekki með í næstu leikjum A-landsliðs karla í fótbolta. Brynjólfur Willumsson kemur inn í hópinn í stað Arons. Þetta kom fram í tilkynningu sem KSÍ sendi út fyrr í dag. Brynjólfur leikur með hollenska liðinu Goningen. EPA / MAURICE VAN STEEN Liðið mætir Aserbaísjan í undankeppni HM 2026 þann 5. september á Laugardalsvelli og Frakklandi þann 9. september ytra.
Leeds 0 – 0 Newcastle Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á Elland Road, heimavelli Leeds. Það er óhætt að segja að fjörið hafi verið lítið í þessum leik en Newcastle kom í heimsókn að þessu sinni. Það var lítið um færi í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli og Lesa meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni.
Fornleifafræðingar fundu nýlega steingervðar leifar harla óvenjulegrar risaeðlu í Marokkó. Um það bil metra langir gaddar sköguðu nánast út úr öllum líkama dýrsins sem ber fræðiheitið s picomellus afer . Það var á dögum á krítartímabilinu fyrir 165 milljónum ára og er elsta dæmi um nánast brynvarðar risaeðlur af gerðinni ankylosauria. Athygli rannsakanda vekur að broddarnir þöktu allan líkamann og voru áfastir beinum dýrsins sem Susannah Maidment, einn fornleifafræðinganna, segir óþekkt meðal dýra, lífs eða útdauðra. Ekki fannst nægilega mikið af beinum svo átta megi sig á stærð dýrsins. Forvígismaður rannsóknarinnar, Richard Butler, prófessor við Háskólann í Birmingham, segir eðluna einhverja þá undarlegustu sem fundist hafi. „Þessi risaeðla var pönkari síns tíma,“ segir Butler kímilega í samtali við BBC . Eins og alkunna er skörtuðu margir pönkarar voldugum hanakömubum og klæðnaði með löngum göddum. Spicomellus afer bar meira að segja volduga gaddaól um hálsinn og beitt vopn á broddi halans. Allt þetta er mjög sérstætt, að sögn rannsakenda, sem segja vert að huga að endurskoðun kenninga um þróun ankylosauia-eðlanna. Talið er að þær hafi tekið að þróa með sér varnarbúnað undir lok krítartímabilsins þegar fram komu stórar kjötæturisaeðlur. Álitið hefur verið að varnirnar hafi þróast og styrkst smám saman og því kveðst Butler undrandi að sjá svo þróaðar varnir skepnu sem var uppi svo snemma.
Íslendings að nafni Ólafur Austmann Þorbjörnsson er nú leitað af lögreglu í Búlgaríu. Málið er komið inn á borð lögreglunnar hér á landi sem hefur lýst eftir honum í alþjóðlegum kerfum lögreglu. Aðstandendur Ólafs hafa lýst eftir honum á samfélagsmiðlum og segja að ekkert sé vitað um ferðir Ólafs síðan 18. ágúst síðastliðinn. Hann hafi Lesa meira