
Yo-Yo Ma gefur út verk eftir Viktor Orra
Sony Classical gaf í vikunni út safn sem inniheldur þrjár nýjar upptökur með hinum heimsfræga sellóleikara Yo-Yo Ma, þar af eina eftir íslenska tónskáldið Viktor Orra Árnason.
Sony Classical gaf í vikunni út safn sem inniheldur þrjár nýjar upptökur með hinum heimsfræga sellóleikara Yo-Yo Ma, þar af eina eftir íslenska tónskáldið Viktor Orra Árnason.
Eldglæður í húsnæðinu í gærkvöld.Ólöf Rún Erlendsdóttir Slökkvilið Fjallabyggðar vinnur enn að því að slökkva glæður í eldi sem kviknaði í iðnaðarhúsnæði í Siglufirði í gær. Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri greindi fréttastofu frá því að vinnuvél hafi verið fengin til að ná þaki húsnæðisins niður. Jóhann býst við því að brunavakt verði við húsnæðið fram eftir degi. Hann segir það taka langan tíma að finna glóðir í svo stórri og flókinni byggingu.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, átti fund með Xi Jingping, forseta Kína, í forsetahöllinni Peking í morgun en forsetinn er þessa vikuna í opinberri heimsókn í Kína.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, átti fund með Xi Jinping, forseta Kína, í forsetahöllinni Peking í morgun en forsetinn er þessa vikuna í opinberri heimsókn í Kína.
„Maður verður að kunna að njóta betur þess sem maður er að gera hverju sinni.“
Halla Tómasdóttir forseti Íslands átti um hálftíma langan fund í morgun með Xi Jingping, forseta Kína, þar sem farið var yfir helstu áskoranir í alþjóðamálum, auk þess sem samskipti ríkjanna tveggja voru rædd. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom Halla afstöðu íslenskra stjórnvalda til dæmis hvað varðar innrásarstríð Rússa í Úkraínu skýrt á framfæri, en meðal vestrænna ríkja hafa Kínverjar verið ítrekað verið gagnrýndir fyrir að veita Rússum stuðning undanfarin misseri. Mannréttindi voru einnig til umræðu á þessum fundi og greint frá afstöðu íslenskra stjórnvalda í þeim málum. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sat þennan fund með forseta, auk sendiherra Íslands í Kína og annarra íslenskra embættismanna. Staðan á Gaza var einnig rædd, og ítrekuð var sú afstaða íslenskra stjórnvalda að friður kæmist á sem fyrst í samræmi við tveggja ríkja lausnina um sjálfstæða Palestínu. Bæði Kína og Ísland hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu; Kína var reyndar eitt af fyrstu ríkjum heims til að gera það, árið 1988. Einnig var rætt um jafnréttismál og það vakti athygli að í íslenska hópnum á fundinum voru sex konur og einn karlmaður, en hinum megin við borðið voru átta karlmenn og ein kona. Nánar verður fjallað um fund forsetanna í fréttum RÚV í dag og í kvöld og rætt við Höllu Tómasdóttur forseta.
Tveir menn voru handteknir í miðborginni í gærkvöld eða í nótt vegna gruns um fíkniefnalagabrot. Þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Það er fjörugur dagur á sportrásum Sýnar í dag þar sem hægt verður að fylgjast með fótbolta og körfubolta og NFL.
„Mér fannst eins og enginn vildi hlusta á mig,“ segir Oliver Moazzezi, starfsmaður í upplýsingatækni, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Oliver gekk á milli lækna þar sem hann ýmislegt benti til þess að hann væri ekki alveg heill heilsu. Allt byrjaði þetta með óútskýrðu suði í eyrunum, svo bættist við of hár blóðþrýstingur, mikil Lesa meira
„Við erum með fólk sem hefur verið í heimavinnu síðan í vor. Menn eru að tínast í hús sem er afar jákvætt fyrir vinnustaðinn,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Eina alvarlega slysið sem orðið hefur á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis var þegar skotbómulyftari keyrði með gafflana uppi inn í hlið sendibifreiðar sem ekki virti biðskyldu, með þeim afleiðingum að ökumaður lést.
Einfalda þarf reglur, hækka þröskulda og létta á framkvæmd samrunaeftirlits til að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem styður við nýsköpun og hagvöxt.
Hluti stuðningsmanna Íslands baulaði þegar vallarþulur á Laugardalsvelli tilkynnti að dómarar leiksins gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gærkvöldi væru frá Ísrael.
Saksóknarar í Póllandi ákærðu í gær rússnesk hjón fyrir njósnir í þágu Rússlands. Hjónin, sem njóta nafnleyndar samkvæmt pólskum lögum en eru kölluð Igor R. og Irina R. í tilkynningu um ákæruna, voru handtekin í júlí í fyrra. Í tilkynningu um ákæruna kemur fram að rannsókn hafi leitt í ljós að Igor R. hafi unnið með rússnesku leyniþjónustunni FSB við að njósna um rússneska stjórnarandstæðinga sem búsettir eru í Póllandi. Irina R. lét upplýsingarnar ganga til fulltrúa FSB á rafrænu geymsludrifi. Auk njósnaákærunnar er Igor R. ákærður fyrir að senda böggul með sprengiefni í pósti ásamt einum Rússa og tveimur Úkraínumönnum í júlí 2024. „Böggullinn innihélt sprengitæki og -efni, nánar tiltekið nítróglyserín, og jafnframt falin rafræn kveikitæki og ræsibúnað af því tagi sem herir nota,“ sögðu saksóknararnir í yfirlýsingu. „Í tengslum við sendingu þessa bögguls var Igor R. ákærður fyrir að stofna lífi manna, heilsu eða eignum í hættu á stórfelldan hátt með sprengingu sprengitækja.“ Ekki var tekið fram í tilkynningunni hver hefði átt að taka við bögglinum en fram kom að sprengjan hefði getað valdið verulegu tjóni á innviðum ef hún hefði sprungið. Hjónin gætu átt yfir sér allt að 15 ára fangelsisdóm ef þau verða sakfelld. Pólverjar hafa ítrekað sakað Rússa um njósnir og skemmdarverkastarfsemi á pólskri grundu undanfarin ár. Þeir segja þetta lið í fjölþáttahernaði Rússa gegn nágrannaríkjum sínum, sem Rússar þvertaka fyrir.
Dmítríj Peskov, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnar Rússlands, varaði Moldóvu við því að sýna Rússlandi fjandskap á sunnudaginn. Hann ýjaði að því að ef moldóvsk stjórnvöld héldu áfram á sömu braut yrðu afleiðingarnar í Moldóvu svipaðar og í Úkraínu. Flokkur aðgerða og samstöðu (PAS), sem vill leiða Moldóvu inn í Evrópusambandið, vann afgerandi sigur í þingkosningum í lok september. Í aðdraganda kosninganna hafði Maia Sandu forseti Moldóvu varað við því að Rússar stunduðu markvissa undirróðursstarfsemi til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Í síðustu viku samþykktu moldóvsk stjórnvöld síðan nýja áætlun í varnarmálum þar sem Rússland var skilgreint sem helsta öryggisógnin gegn Moldóvu. Í áætluninni var einnig varað við möguleikanum á því að innrásarstríð Rússa í Úkraínu kunni að teygja anga sína til Moldóvu. Áréttað var í áætluninni að moldóvski herinn skyldi hafa meginreglur um „hlutleysi og eingöngu varnarhlutverk“ að leiðarljósi við uppbyggingu sína. „Þetta er áframhald á fremur herskárri línu gegn landinu okkar, óvinsamlegri línu,“ hafði rússneski ríkismiðillinn TASS eftir Peskov. „Núverandi leiðtogar Moldóvu eru, að okkar mati, að gera alvarleg mistök. Þeir halda að sú stefna að efla sambandið við Evrópu feli í sér algeran fjandskap gegn Rússlandi. Eitt ríki hefur þegar gert þessi mistök. Þau leiddu ekki til neins góðs fyrir þetta eina ríki.“