Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn Rovers ætlar að reyna að fá Andra Lucas Guðjohnsen framherja Gent í Belgíu áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. Andri má fara frá Gent en fjöldi félaga hefur sýnt því áhuga að kaupa hann. Andri var keyptur til Gent síðasta sumar frá Lyngby og gerði fína hluti á sínu fyrsta tímabili í belgíska boltanum. Lesa meira

Íslenska vörnin þarf að vera þéttari

Íslenska vörnin þarf að vera þéttari

„Klárlega þarf liðið að vera betra varnarlega frá fyrstu mínútu. Við vorum að leka alltof mikið af stigum á okkur í báðum hálfleikjum við Ísrael,“ segir Finnur Freyr meðal annars. Helgi Már Magnússon er á því að það sé alveg hægt að lifa með því að fá á sig margar þriggja stiga körfur ef menn standa vörnina betur inn í teig og verjist betur sniðskotum og boltanum undir körfunni. Það hefði hins vegar ekki gengið á móti Ísrael. Sjá má umræðurnar í Framlengingunni sem er aðgengileg hér fyrir ofan.

Af­hjúpaði eigin njósnara á X

Af­hjúpaði eigin njósnara á X

Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA.