Fer fram á minnst 16 ára dóm

Fer fram á minnst 16 ára dóm

Ákæruvaldið fer fram á að minnsta kosti 16 ára fangelsi yfir helstu sakborningunum Gufunesmálsins. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari sagði í málflutningi sínum að helsta álitaefni málsins væri hvort sakborningarnir hefðu ásetning til að svipta brotaþola lífi.

Saksóknari fer fram á minnst 16 ára fangelsi

Saksóknari fer fram á minnst 16 ára fangelsi

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara gerir kröfu að öll þau fimm, sem ákærð eru í Þorlákshafnarmálinu verði dæmd fyrir þau brot sem þeim er gefið að sök og að þau greiði allan sakarkostnað, sem nemur á fjórðu milljón króna. Öllum nema 18 ára pilti, sem er ákærður fyrir peningaþvætti, verði gert að greiða skaðabætur. Karl Ingi sækir málið í munnlegum málflutningi sem nú stendur yfir í héraðsdómi Suðurlands. Farið er fram á ekki skemur en 16 ára fangelsisvist yfir þremur sakborningum í Þorlákshafnarmálinu. Stefáni Blackburn Lúkasi Geir Ingvarssyni Matthíasi Birni Erlingssyni vegna aðildar þeirra að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar sem numinn var á brott af heimili sínu í Þorlákshöfn 10. mars og fannst síðan illa haldinn við göngustíg í Gufunesi næsta morgun og lést á Landspítala skömmu síðar. Saksóknari fór þess síðan á leit við dómara að farið yrði yfir þetta hámark - það er að vegna eðlis brotanna yrði farið yfir 16 ár í tilfelli þeirra Lúkasar og Stefáns. Gæsluvarðhald komi til frádráttar. Þeir voru ennfremur ákærðir fyrir frelsissviptingu, fjárkúgun og rán og saksóknari fór fram á að þeir yrðu sakfelldir fyrir öll brotin. Saksóknari sagði rétt að líta til ungs aldurs Matthíasar og honum yrði veittur afsláttur af refsingu. Hann sagði Stefán eiga 18 ára langan sakaferil sem næði aftur til ársins 2007, en hefði síðast verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot 2014. Svo virtist sem hann hefði snúið við blaðinu. Saksóknari sagði að fyrir lægi að Stefán og Lúkas hefðu játað aðrar sakir en manndráp, Matthías hefur alfarið neitað sök. Hann vísaði í myndband, sem sýnt var í dómsal á fyrsta degi aðalmeðferðar, en þar voru ferðir og ýmsar athafnir ákærðu sýndar, meðal annars með því að styðjast við upptökur úr öryggis- og eftirlitsmyndavélum og farsímagögn. Þar sæist að Hjörleifur heitinn hefði farið fullfrískur af heimili sínu að kvöldi 10. mars, en síðan fundist nær dauða en lífi í Gufunesi morguninn eftir. Hann lést svo á Landspítala skömmu síðar. „Það er engum öðrum til að dreifa í þessum máli en ákærðu þremur,“ sagði Karl Ingi. Allir fegra sinn hlut, segir saksóknari Hann gerði framburð Matthíasar að umtalsefni, en í vitnisburði hans á mánudaginn bar hann hafi ekki tekið þátt í árásinni á Hjörleif og ekki verið fullkomnlega meðvitaður um hvað var að gerast þetta kvöld. Lögmaður hans hafði farið fram á frávísun ákærunnar. Aftur á móti báru bæði Lúkas Geir og Stefán á fyrsta degi aðalmeðferðar að Matthías hafi beitt Hjörleif ofbeldi, meðal annars með bíltjakk, þeir hefðu beitt takmörkuðu ofbeldi en Stefán sagðist þó hafa brotið hönd hans. „Það er ljóst að ákærðu allir eru að fegra mjög sinn þátt í því ofbeldi sem átti sér stað og reyna að gera sem minnst úr sinni þátttöku í málinu,“ sagði saksóknari. Hann sagði framburð Matthíasar ótrúverðugan og að hann yrði ekki lagður til grundvallar. Hann lýsti því ofbeldi sem Hjörleifur heitinn var beittur og hvaða áverkar hlutust af því. Hann sagði ekki hægt að segja með vissu hvar og hvenær hvaða ofbeldi hefði verið beitt. Það væri mat ákæruvaldsins að það væri ótrúverðugt, nánast útilokað, að ofbeldið hefði eingöngu átt sér stað í bifreið Matthíasar sem hafði verið lagt í iðnaðarbil á Kjalarnesi, þar sem þeir fóru með Hjörleif þetta kvöld. „Það var blóð um alla veggi og á gólfi iðnaðarbilsins. DNA-rannsókn sýnir að það er úr Hjörleifi,“ sagði saksóknari. Ótrúverðugt væri að Matthías hefði getað beitt bíltjakk, eða öðru slíku verkfæri, inni í bílnum eins og Lúkas og Stefán hafa haldið fram. Allir beri jafna ábyrgð Í ljósi þess ósamræmis sem væri í framburði þremenninganna væri ekki unnt að slá því föstu hver hlutur hvers og eins væri, að mati saksóknara. Hann sagði sannað að andlátið mætti rekja til áverka sem allir þrír hefðu veitt. Um væri að ræða samverknað og allir bæru jafna ábyrgð. Karl Ingi fór yfir hvort það hefði verið upprunalegur ásetningur sakborninganna að svipta Hjörleif lífi. „Það er stærsta spurningin í þessu máli,“ sagði hann. Í þessu sambandi reifaði hann að enginn þeirra hefði reynt að koma Hjörleifi heitnum til bjargar eftir að þeir skildu hann eftir ósjálfbjarga, fáklæddan og helsærðan um vetrarnótt. Þeim hefði átt að vera ljóst að hann hefði verið bjargarlaus, hann hefði verið ófær um gang vegna þess að önnur hnéskel hans var brotin. Þeir hefðu átt að geta gert sér grein fyrir að hann myndi látast, yrði hann skilinn þarna eftir án þess að engum yrði gert viðvart. „Ákærðu hefði verið í lófa lagið að hringja t.d. úr síma brotaþola í viðbragðsaðila. Það eina sem vakti fyrir þeim var að hirða peninga af honum og skildu hann svo eftir fyrir opnum dauðanum.“ Tók við fénu af fúsum og frjálsum vilja Farið er fram á þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir 18 ára pilti, sem er ákærður fyrir peningaþvætti í málinu, en þrjár milljónir sem þremenningarnir höfðu af Hjörleifi eftir að hafa tekið lán í hans nafni, voru lagðar á reikning hans. Hann bar við aðalmeðferð á mánudaginn að hann hefði verið hræddur við þremenningana og ekki þorað öðru en að gera eins og þeir sögðu. Saksóknari sagði ljóst að hann hefði tekið við fénu af fúsum og frjálsum vilja, af mönnum sem honum hefði mátt vera ljóst að hefðu fé af fólki með ólögmætum hætti. „En hann hafði val og kaus og gefa upp bankaupplýsingar sínar af fúsum og frjálsum vilja. Hann hefði getað snúið sér til foreldra sinna, til lögreglu. En hann ákvað að láta til leiðast,“ sagði saksóknari. „Hún veit alveg út á hvað leikurinn gengur“ Farið er fram á 24 mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, yfir tvítugri stúlku sem ákærð er fyrir aðild að frelsissviptingu og ráni, en hún hringdi í Hjörleif heitinn og lokkaði hann út af heimili sínu og í bíl Stefáns, þar sem Lúkas Geir var einnig. Karl Ingi saksóknari sagði að hún hefði átt að vita að til stóð að hafa fé af Hjörleifi með ólögmætum hætti og að hann yrði líklega beittur harðræði af einhverju tagi. „Hún veit alveg út á hvað leikurinn gengur. Hún vissi alveg að Lúkas var ekki að fara að biðja Hjörleif um frjáls framlög.“ Karl Ingi sagði að stúlkan hefði ákveðið að taka þátt í atburðarás sem hún hefði ekki haft sjálf stjórn á, heldur sett stjórnina í hendur Lúkasar og Stefáns. Háttsemi hennar fælist í hlutdeildarbroti. Í dag er síðasti dagur aðalmeðferðar málsins, sem hófst á mánudaginn. Eftir að saksóknari hefur lokið máli sínu, flytja verjendur sakborninganna fimm ræður sínar.

Saksóknari fer fram á minnst 16 ára fangelsi í Þorlákshafnarmálinu

Saksóknari fer fram á minnst 16 ára fangelsi í Þorlákshafnarmálinu

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara gerir kröfu að öll þau fimm, sem ákærð eru í Þorlákshafnarmálinu, verði dæmd fyrir þau brot sem þeim er gefið að sök og að þau greiði allan sakarkostnað, sem nemur á fjórðu milljón króna. Öllum nema 18 ára pilti, sem er ákærður fyrir peningaþvætti, verði gert að greiða skaðabætur. Karl Ingi sækir málið í munnlegum málflutningi sem nú stendur yfir í héraðsdómi Suðurlands. Farið er fram á ekki skemur en 16 ára fangelsisvist yfir þremur sakborningum í Þorlákshafnarmálinu, Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni, vegna aðildar þeirra að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar. Hjörleifur var numinn brott af heimili sínu í Þorlákshöfn 10. mars og fannst síðan illa haldinn við göngustíg í Gufunesi næsta morgun og lést á Landspítala skömmu síðar. Saksóknari fór þess síðan á leit við dómara að farið yrði yfir 16 ára hámarksfangelsisvist í tilfelli Lúkasar og Stefáns vegna eðlis brotanna. Slík umframrefsing gæti mest verið fjögur ár, það er 20 ára fangelsvist í heild. Gæsluvarðhald kæmi til frádráttar. Þeir voru ennfremur ákærðir fyrir frelsissviptingu, fjárkúgun og rán og saksóknari fór fram á að þeir yrðu sakfelldir fyrir öll brotin. Saksóknari sagði rétt að líta til ungs aldurs Matthíasar og honum yrði veittur afsláttur af refsingu. Hann sagði Stefán eiga 18 ára langan sakaferil sem næði aftur til ársins 2007, en hefði síðast verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot 2014. Svo virtist sem hann hefði snúið við blaðinu. Saksóknari sagði að fyrir lægi að Stefán og Lúkas hefðu játað aðrar sakir en manndráp, Matthías hefur alfarið neitað sök. Hann vísaði í myndband, sem sýnt var í dómsal á fyrsta degi aðalmeðferðar, en þar voru ferðir og ýmsar athafnir ákærðu sýndar, meðal annars með því að styðjast við upptökur úr öryggis- og eftirlitsmyndavélum og farsímagögn. Þar sæist að Hjörleifur heitinn hefði farið fullfrískur af heimili sínu að kvöldi 10. mars, en síðan fundist nær dauða en lífi í Gufunesi morguninn eftir. Hann lést svo á Landspítala skömmu síðar. „Það er engum öðrum til að dreifa í þessum máli en ákærðu þremur,“ sagði Karl Ingi. Allir fegra sinn hlut, segir saksóknari Hann gerði framburð Matthíasar að umtalsefni, en í vitnisburði hans á mánudaginn bar hann hafi ekki tekið þátt í árásinni á Hjörleif og ekki verið fullkomnlega meðvitaður um hvað var að gerast þetta kvöld. Lögmaður hans hafði farið fram á frávísun ákærunnar. Aftur á móti báru bæði Lúkas Geir og Stefán á fyrsta degi aðalmeðferðar að Matthías hafi beitt Hjörleif ofbeldi, meðal annars með bíltjakk, þeir hefðu beitt takmörkuðu ofbeldi en Stefán sagðist þó hafa brotið hönd hans. „Það er ljóst að ákærðu allir eru að fegra mjög sinn þátt í því ofbeldi sem átti sér stað og reyna að gera sem minnst úr sinni þátttöku í málinu,“ sagði saksóknari. Hann sagði framburð Matthíasar ótrúverðugan og að hann yrði ekki lagður til grundvallar. Hann lýsti því ofbeldi sem Hjörleifur heitinn var beittur og hvaða áverkar hlutust af því. Hann sagði ekki hægt að segja með vissu hvar og hvenær hvaða ofbeldi hefði verið beitt. Það væri mat ákæruvaldsins að það væri ótrúverðugt, nánast útilokað, að ofbeldið hefði eingöngu átt sér stað í bifreið Matthíasar sem hafði verið lagt í iðnaðarbil á Kjalarnesi, þar sem þeir fóru með Hjörleif þetta kvöld. „Það var blóð um alla veggi og á gólfi iðnaðarbilsins. DNA-rannsókn sýnir að það er úr Hjörleifi,“ sagði saksóknari. Ótrúverðugt væri að Matthías hefði getað beitt bíltjakk, eða öðru slíku verkfæri, inni í bílnum eins og Lúkas og Stefán hafa haldið fram. Allir beri jafna ábyrgð Í ljósi þess ósamræmis sem væri í framburði þremenninganna væri ekki unnt að slá því föstu hver hlutur hvers og eins væri, að mati saksóknara. Hann sagði sannað að andlátið mætti rekja til áverka sem allir þrír hefðu veitt. Um væri að ræða samverknað og allir bæru jafna ábyrgð. Karl Ingi fór yfir hvort það hefði verið upprunalegur ásetningur sakborninganna að svipta Hjörleif lífi. „Það er stærsta spurningin í þessu máli,“ sagði hann. Í þessu sambandi reifaði hann að enginn þeirra hefði reynt að koma Hjörleifi til bjargar eftir að þeir skildu hann eftir ósjálfbjarga, fáklæddan og helsærðan um vetrarnótt. Þeim hefði átt að vera ljóst að hann hefði verið bjargarlaus, hann hefði verið ófær um gang vegna þess að önnur hnéskel hans var brotin. Þeir hefðu átt að geta gert sér grein fyrir að hann myndi látast, yrði hann skilinn þarna eftir án þess að nokkrum væri gert viðvart. „Ákærðu hefði verið í lófa lagið að hringja t.d. úr síma brotaþola í viðbragðsaðila. Það eina sem vakti fyrir þeim var að hirða peninga af honum og skildu hann svo eftir fyrir opnum dauðanum.“ Tók við fénu af fúsum og frjálsum vilja Farið er fram á þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir 18 ára pilti, sem er ákærður fyrir peningaþvætti í málinu, en þrjár milljónir sem þremenningarnir höfðu af Hjörleifi eftir að hafa tekið lán í hans nafni, voru lagðar á reikning hans. Hann bar við aðalmeðferð á mánudaginn að hann hefði verið hræddur við þremenningana og ekki þorað öðru en að gera eins og þeir sögðu. Saksóknari sagði ljóst að hann hefði tekið við fénu af fúsum og frjálsum vilja, af mönnum sem honum hefði mátt vera ljóst að hefðu fé af fólki með ólögmætum hætti. „En hann hafði val og kaus og gefa upp bankaupplýsingar sínar af fúsum og frjálsum vilja. Hann hefði getað snúið sér til foreldra sinna, til lögreglu. En hann ákvað að láta til leiðast,“ sagði saksóknari. „Hún veit alveg út á hvað leikurinn gengur“ Farið er fram á 24 mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, yfir tvítugri stúlku sem ákærð er fyrir aðild að frelsissviptingu og ráni, en hún hringdi í Hjörleif og lokkaði hann út af heimili sínu og í bíl Stefáns, þar sem Lúkas Geir var einnig. Karl Ingi saksóknari sagði að hún hefði átt að vita að til stóð að hafa fé af Hjörleifi með ólögmætum hætti og að hann yrði líklega beittur harðræði af einhverju tagi. „Hún veit alveg út á hvað leikurinn gengur. Hún vissi alveg að Lúkas var ekki að fara að biðja Hjörleif um frjáls framlög.“ Karl Ingi sagði að stúlkan hefði ákveðið að taka þátt í atburðarás sem hún hefði ekki haft sjálf stjórn á, heldur sett stjórnina í hendur Lúkasar og Stefáns. Háttsemi hennar fælist í hlutdeildarbroti. Í dag er síðasti dagur aðalmeðferðar málsins, sem hófst á mánudaginn. Eftir að saksóknari hefur lokið máli sínu, flytja verjendur sakborninganna fimm ræður sínar.

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Börnin sem létust þegar árásarmaður hóf skothríð í kapellu í kaþólskum skóla í Minneapolis á miðvikudag hétu Fletcher Merkel og Harper Moyski. Merkel var átta ára en Moyski tíu ára. Sautján til viðbótar særðust í árásinni, þar á meðal fjórtán börn á aldrinum 6 til 15 ára. Eitt þeirra er enn talið vera í lífshættu. Lesa meira

Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu

Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar.

„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“

„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar.

Tugir samtaka standa að mótmælafundum gegn þjóðarmorði

Tugir samtaka standa að mótmælafundum gegn þjóðarmorði

Mörg af stærstu samtökum landsins eru meðal þeirra sem standa að fimm fundum samtímis á laugardag eftir viku undir heitinu Þjóð gegn þjóðarmorði. 52 samtök eru á lista þeirra sem standa að fundinum; stéttarfélög, baráttufélög fyrir mannréttindum og stjórnmálafélög. Þeirra á meðal eru Alþýðusamband Íslands, VR, BHM, BSRB, Efling, Kvenréttindafélag Íslands, Félagið Ísland-Palestína og Samtök hernaðarandstæðinga auk Stígamóta, Hagsmunasamtaka brotaþola og Samtakanna 78. Fundirnir hefjast klukkan tvö á morgun og verða haldnir á Austurvelli í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og í Stykkishólmi. „Við höfnum þjóðarmorði og brotum Ísraels á alþjóðalögum. Tími yfirlýsinga og undanbragða er liðinn, tími aðgerða er runninn upp!“ segir í fundarboði. Ísraelsher sagði í dag að Gazaborg væri hættulegt bardagasvæði og sagði að engin hlé yrðu gerð á hernaði þar. Slík hlé hafa verið gerð með það að markmiði að liðka fyrir dreifingu hjálpargagna á ákveðnum stöðum. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður sambandsins, skrifa aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun. „Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael.“ „Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi,“ skrifa þau. „Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila.“ Leiðrétt: Fundurinn er laugardaginn 6. september, ekki á morgun eins og stóð í upphaflegri gerð fréttarinnar.