Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Hugo Ekitike, leikmaður Liverpool, hefur fengið alvöru pillu frá manni sem ber nafnið Marc Brys og er landsliðsþjálfari Kamerún. Kamerún sýndi Ekikite áhuga á sínum tíma og vildi fá hann til að spila fyrir landsliðið en hann á sér draum um að spila fyrir Frakkland. Framherjinn var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Frakka og hafði Lesa meira

Ekki vegna flokkadrátta, segir formaður

Ekki vegna flokkadrátta, segir formaður

Ólafur Adolfsson er nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hildur Sverrisdóttir hætti til að forðast átök. Tillaga Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, um þessa breytingu, var samþykkt einróma á fundi þingflokksins í Valhöll í morgun. „Það lá alltaf ljóst fyrir að ný forysta myndi gera breytingar,“ sagði Guðrún. Ólafur sagði að þetta hefði borið brátt að. Þú varst einn af þeim sem studdir Guðrúnu í hennar formannsframboði í vor - er verið að verðlauna þig? „Það er góð spurning. Þú verður að spyrja Guðrúnu að því,“ svaraði Ólafur. Spurður hvort þessi breyting tengdist flokkadráttum innan flokksins svaraði hann: „ Þú yrðir þá að spyrja einhvern annan en mig.“ Þegar Guðrún var spurð sömu spurningar var svarið: „Nei.“

Langþráður sigur hjá Fram

Langþráður sigur hjá Fram

Það hefur lítið gengið hjá nýliðum Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en liðið tryggði langþráðan sigur gegn Þór/KA á Akureyri í dag, 1-2. Alda Ólafsdóttir kom Fram yfir strax á 3. mínútu leiksins eftir hornspyrnu. Norðankonur voru hins vegar ekki lengi að svara því Agnes Birta Stefánsdóttir kom boltanum í netið á 11. mínútu eftir stoðsendingu frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. Eftir spennandi leik var það Fram sem náði í sigurmarkið í uppbótartíma þegar Murielle Tiernan kom boltanum í netið. Fram fer upp um sæti og er nú í því sjöunda með 18 stig.RÚV / Mummi Lú Þór/KA var að spila sinn fyrsta leik eftir að Sandra María Jessen hélt til þýska liðsins FC Köln.

Áfall að leiðtogum frá Palestínu sé neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna

Áfall að leiðtogum frá Palestínu sé neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna

Það er áfall að forysta Palestínu fái ekki vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í næsta mánuði fundar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar ætlaði fjöldi þjóðarleiðtoga undir forrystu Emmanuels Macrons Frakklandsforseta að reyna að fá fullveldi Palestínu viðurkennt. Þeirri ráðagerð hafa leiðtogar í Bandaríkjunum verið mótfallnir. Stjórnmálaleiðtogar frá Palestínu geta aftur á móti ekki sótt þingið eftir að vegabréfsáritanir þeirra til Bandaríkjanna voru felldar úr gildi. Þorgerður Katrín segir að tryggja þurfi að raddir allra heyrist á þinginu. „Það er auðvitað ekki gott þegar verið er að stoppa vegabréfsáritanir til forystu Palestínu til þess að sitja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það er áfall, það er áfall fyrir diplómasíuna núna um þessar stundir og ekki síst núna þegar það er aukinn þungi og stuðningur að færast í það að styðja við tveggja ríkja lausnina.“ Utanríkisráðherra segir mikilvægt að allar raddir heyrist á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Ísraelsher skilgreinir Gaza-borg nú sem vígvöll og Rauði krossinn segir ómögulegt að rýma borgina með öruggum hætti. Ómögulegt að rýma Gaza-borg með öruggum hætti Ísraelsher hefur drepið minnst fimmtíu manns á Gaza það sem af er degi. Meira en helmingur þeirra bjó í Gaza-borg. Íbúar borgarinnar eru um milljón talsins. Þeir reyna að flýja sífellt harðari hernað Ísraela en herinn skilgreinir borgina nú sem vígvöll. Það er í raun enginn staður fyrir þetta fólk til að flýja á á Gaza-ströndinni. Innviðir eru allir í rúst og mikill skortur á mat og öðrum nauðsynjum. Forseti alþjóðahreyfingar Rauða krossins segir ómögulegt að rýma Gaza-borg með öruggum hætti. Ber öll einkenni þjóðarmorðs „Ég hef sagt að það er um þjóðernishreinsanir að ræða og þetta ber öll einkenni þjóðarmorðs þegar er verið að skoða þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um stöðuna á Gaza. Hún segir stöðuna óviðunandi og að stjórnvöld vilji sjá meiri aðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Það þarf að hjálpa fólki. Það er að deyja fólk á hverjum einasta degi, bæði út af hungri, sem er notað sem vopn í þessum átökum öllum, en ekki síður hitt að það er verið að ráðast á fólk sem er meðal annars að leita mannúðaraðstoðar og leita matar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Áfall að leiðtogum frá Palestínu sé neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna

Áfall að leiðtogum frá Palestínu sé neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna

Það er áfall að forysta Palestínu fái ekki vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í næsta mánuði fundar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar ætlaði fjöldi þjóðarleiðtoga undir forrystu Emmanuels Macrons Frakklandsforseta að reyna að fá fullveldi Palestínu viðurkennt. Þeirri ráðagerð hafa leiðtogar í Bandaríkjunum verið mótfallnir. Stjórnmálaleiðtogar frá Palestínu geta aftur á móti ekki sótt þingið eftir að vegabréfsáritanir þeirra til Bandaríkjanna voru felldar úr gildi. Þorgerður Katrín segir að tryggja þurfi að raddir allra heyrist á þinginu. „Það er auðvitað ekki gott þegar verið er að stoppa vegabréfsáritanir til forystu Palestínu til þess að sitja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það er áfall, það er áfall fyrir diplómasíuna núna um þessar stundir og ekki síst núna þegar það er aukinn þungi og stuðningur að færast í það að styðja við tveggja ríkja lausnina.“ Utanríkisráðherra segir mikilvægt að allar raddir heyrist á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Ísraelsher skilgreinir Gaza-borg nú sem vígvöll og Rauði krossinn segir ómögulegt að rýma borgina með öruggum hætti. Ómögulegt að rýma Gaza-borg með öruggum hætti Ísraelsher hefur drepið minnst fimmtíu manns á Gaza það sem af er degi. Meira en helmingur þeirra bjó í Gaza-borg. Íbúar borgarinnar eru um milljón talsins. Þeir reyna að flýja sífellt harðari hernað Ísraela en herinn skilgreinir borgina nú sem vígvöll. Það er í raun enginn staður fyrir þetta fólk til að flýja á á Gaza-ströndinni. Innviðir eru allir í rúst og mikill skortur á mat og öðrum nauðsynjum. Forseti alþjóðahreyfingar Rauða krossins segir ómögulegt að rýma Gaza-borg með öruggum hætti. Ber öll einkenni þjóðarmorðs „Ég hef sagt að það er um þjóðernishreinsanir að ræða og þetta ber öll einkenni þjóðarmorðs þegar er verið að skoða þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra um stöðuna á Gaza. Hún segir stöðuna óviðunandi og að stjórnvöld vilji sjá meiri aðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Það þarf að hjálpa fólki. Það er að deyja fólk á hverjum einasta degi, bæði út af hungri, sem er notað sem vopn í þessum átökum öllum, en ekki síður hitt að það er verið að ráðast á fólk sem er meðal annars að leita mannúðaraðstoðar og leita matar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra.

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030

Búinn að framlengja við Liverpool til 2030

Cody Gakpo hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool en þetta staðfesti félagið í dag. Gakpo er 26 ára gamall framherji sem kom til Liverpool 2023 en hann lék áður með PSV í Hollandi. Gakpo hefur spilað 131 leik fyrir Liverpool og skorað í þeim 42 mörk en hann leikur á vængnum eða í fremstu Lesa meira

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður

Rússneska byltingin 1917 var einn merkasti pólitíski atburður síðustu aldar og hefur sett mark sitt á heimsmálin síðan. Þessi blóðuga bylting batt enda á valdatíð Romanov-fjölskyldunnar. Í byltingunni náðu bolsévikar, undir forystu Vladimírs Lenín, að komast til valda og binda enda á valdatíð keisarans. Bolsévikar urðu síðar Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna. Hér verður stiklað á stóru um Lesa meira

Blikar lutu í lægra haldi í Hollandi en fara í Evrópubikar

Blikar lutu í lægra haldi í Hollandi en fara í Evrópubikar

Breiðablik mætti Twente í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag þar sem Twente hafði betur, 2-0. Blikakonur héldu hreinu í fyrri hálfleik og vörðust vel gegn sterku liði Twente. Snemma í seinni hálfleik fékk Twente vítaspyrnu sem Katherine Devine ver fyrir Blika. Það var þó á 64. mínútu sem Twente komst yfir og á 78. mínútu tvöfaldaði liðið forystuna. Breiðablik fer inn í aðra umferð Evrópubikarsins.Mummi Lú Breiðablik fer í Evrópubikarinn og kemur þar inn í annarri umferð forkeppninnar. Með sigri hefði liðið komist í umspil um sæti í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu