Vonbrigði að kulnun sé ekki á niðurleið

Vonbrigði að kulnun sé ekki á niðurleið

37% landsmanna finnast þau vera útkeyrð í lok vinnudags að minnsta kosti einu sinni í viku og fjórðungur kveðst vera útbrunninn vegna starfs síns. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents um kulnun sem framkvæmd var í sjötta sinn. Samkvæmt niðurstöðunu falla 9% undir svokallaða MBI-skilgreiningu á kulnun sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin styðst við. Þar endurspeglast kulnun í mikilli tilfinningalegri örmögnun og tortryggni og minni afköstum í starfi. Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents segir niðurstöðurnar fela í sér ákveðin vonbrigði. „Maður var að vonast til þess að kulnunin myndi lækka eitthvað af því að maður veit að stofnanir og fyrirtæki eru að taka þessa hluti alvarlega.“ Mælingarnar hafi hins vegar staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár, þó að hlutfall þeirra sem falli undir skilgreiningu um kulnun hafi lækkað um 4% frá því að það var hæst árið 2022. Niðurstöðurnar gefa til kynna að 40% einstaklinga á vinnumarkaði séu virkir. 29% sögðust vera árangurslausir, 20% ofþreyttir, 9% í kulnun og 2% óvirkir. Þessi hlutföll hafa haldist svipuð síðustu ár. Í könnuninni er fólk spurt út í ýmist atriði sem margir tengja eflaust við, til að mynda þreyta á morgnana og í lok vinnudags. Trausti segir að ein og sér, og til skamms tíma, séu þau ekki endilega merki um kulnun. Það sem aðskilji kulnun frá almennri eða eðlilegri þreytu sem flestir finni fyrir í daglegu lífi sé langvarandi ástand sem hafi mikil áhrif á líðan fólks. „Með almennri þreytu ertu enn þá með áhuga á vinnunni og sérð tilgang í henni. Þegar þú ert kominn í kulnun og langvarandi þreytu þá ertu farinn að finna fyrir sinnuleysi og neikvæðni, líkamleg áhrif eru orðin veruleg, langvarandi ójafnvægi og streita.“ Mikilvægt að bregðast snemma við Trausti segir lausnir gegn kulnun vera mismunandi eftir aðstæðum og mörg fyrirtæki leggi áherslu á slíkt. Hins vegar sé mikilvægast að fylgjast vel með og reyna að koma í veg fyrir kulnun áður en hún nær fótfestu. „Það er erfitt að vinna í hópnum sem er kominn í kulnun. Þá þarf miklu meiri úrræði og meiri kostnað í slíkt. Með því að mæla þetta reglulega og vera með puttann á púlsinum þá er miklu meiri möguleiki að grípa fyrr í og koma í veg fyrir að þessi tala sé að hækka eða haldist sú sama. Hún myndi þá jafnvel lækka.“ Könnunin byggði á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri af vinnumarkaði víðst vegar um landið. Svarhlutfall var um 50%.

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur.

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur stefnt pólskum manni á fertugsaldri vegna sex flutninga með sjúkrabíl á aðeins hálfu ári. Samkvæmt stefnunni er ekki vitað hvar hann er niðurkominn. Stefnan var birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Er það Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins með Heiðu Björg Hilmilsdóttur, borgarstjóra, sem fyrirsvarsmann sem stefnir 37 ára gömlum pólskum manni sem aldrei hefur haft lögheimili á Íslandi. Lesa meira

Stefnir í taprekstur hjá Icelandair í ár

Stefnir í taprekstur hjá Icelandair í ár

Icelandair birti í dag drög að uppgjöri þriðja ársfjórðungs. Þar kemur fram að afkoma félagsins er um 10 milljónum dollara lægri en á sama tíma í fyrra, eða sem nemur 1,2 milljörðum króna. Alls er gert ráð fyrir um 74 milljóna dollara EBIT-hagnaði á fjórðungnum, sem samsvarar um 9 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári síðan var EBIT-hagnaður 83,5 milljónir dollara, eða rúmlega 10 milljarðar króna. Í tilkynningu Icelandair segir að gert hafi verið ráð fyrir aukinni arðsemi á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Sú þróun hafi ekki gengið eftir. Sterk króna hækkar launakostnað Það sem nefnt er til útskýringar er sterkt raungengi krónunnar, sem veldur hækkun á launakostnaði. Einnig er hátt eldsneytisverð nefnt. Þá hafði ófyrirséð skammtímaleiga á flugvél í ágúst vegna viðgerðar á annarri vél aukinn kostnað í för með sér. Staða félagsins er sögð sterk í lok september en þá var handbært fé um 410 milljónir dollara eða um 50 milljarðar króna. Uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2025 verður birt miðvikudaginn 22. október. Flugvélum fækkað um tvær Flugvélum sem sjá um tengingar milli Evrópu og Bandaríkjanna verður fækkað um tvær árið 2026 vegna veikrar eftirspurnar á markaði. Þrátt fyrir fækkun flugvéla er þó gert ráð fyrir að heildarframboð ársins, mælt í sætiskílómetrum, haldist nánast óbreytt á milli ára. Miðað við áætlanir Icelandair er gert ráð fyrir að EBIT-afkoma fyrir árið í heild verði neikvæð sem nemur 10 - 20 milljörðum dollara eða 1,2 til 2,5 milljörðum króna. Tekið er fram að matið sé enn í vinnslu og geti tekið breytingum.

Ekki flensunni að kenna

Ekki flensunni að kenna

Álag á Landspítala sem m.a. hefur leitt til þess að senda hefur þurft fólk heim af bráðamóttöku helgast af ólíkum þáttum. Ekki er um fleiri flensutilfelli að ræða en vanalega en margar af deildum spítalans eru fullar og illa gengur að koma fólki út af deildum vegna fráflæðisvanda.

Dóttir Sigríðar send af Mogganum á landsþing

Dóttir Sigríðar send af Mogganum á landsþing

Brynhildur Glúmsdóttir, dóttir Sigríðar Á. Andersen, nýs þingflokksformanns Miðflokksins, var viðstödd landsþing Miðflokksins sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu um helgina. Hún var þó ekki þangað komin sem landsþingsfulltrúi heldur sem blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is. Mánudaginn 13. október birtist í Morgunblaðinu fréttaskýring titluð „Lúxusvandi“ hjá Miðflokksmönnum eftir Brynhildi um þingið þar sem hún fór meðal annars yfir varaformannsslaginn milli...

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Breiðablik fór þægilega áfram í 16-liða úrslit Evrópubikarsins með jafntefli í seinni leiknum gegn Subotica í Serbíu í dag. Íslandsmeistararnir unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli 4-0 og því í afar vænlegri stöðu fyrir leik dagsins. Sigur í einvíginu var aldrei í hættu. Ekkert var skorað fyrr en á 54. mínútu. Þá kom Kim Soyi Subotica Lesa meira

Óhugnanleg þróun gervigreindar: Látnir lifna við

Óhugnanleg þróun gervigreindar: Látnir lifna við

Þegar Sora 2 kom á markað tók fólk til við að búa til myndbönd og myndir af látnu fólki, ekki síst frægu fólki og það hefur vakið óhug hjá afkomendum þess og ættingjum. Cameo er möguleiki í Sora 2 sem gerir kleift að láta spunagreind búa til myndskeið af nafntoguðu fólki og setja inn í myndbönd. Höfundur myndbandsins getur látið fólkið gera hvaðeina sem honum dettur í hug. Spunagreindin hermir vel eftir málrómi og lætur fólk segja það sem höfundurinn vill. OpenAI lýsti því yfir að aðeins yrði leyfilegt að nota myndir af lifandi fólki til að gera myndskeið, með þeirri undantekningu þó að nota mætti sögufrægt fólk að vild. Árni Matt ræðir um þetta áhugaverða mál í dagskrárliðnum Undir yfirborðið í Popplandi á Rás 2. Hægt er að hlusta á hann í spilaranum hér fyrir ofan.

Breiðablik örugglega áfram í 16 liða úrslit í Evrópubikarnum

Breiðablik örugglega áfram í 16 liða úrslit í Evrópubikarnum

Kvennalið Breiðabliks í fótbolta fór örugglega áfram í 16 liða úrslit Evrópubikarkeppninnar eftir 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í Serbíu í dag. Breiðablik vann heimaleikinn 4-0 og var því í býsna góðum málum fyrir seinni leikinn. Soyi Kim skoraði reyndar fyrir heimakonur á 54. mínútu en á þeirri 79. jafnaði Heiða Ragney Viðarsdóttir. Blikarkonur eru komnar í 16 liða úrslit Evrópubikarkeppninnar.RÚV / Hafliði Breiðfjörð Breiðablik vann samtals 5-1 og er því komið, ásamt 15 öðrum liðum, í Evrópubikarinn sem er ný Evrópukeppni í kvennaflokki hjá UEFA, þrepi neðar en Meistaradeildin. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi alla leið, heima og að heiman. Það kemur í ljós á föstudag hver fyrsti mótherji Breiðabliks verður.