„Þurfum að spyrja hvort sam­keppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“

„Þurfum að spyrja hvort sam­keppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Sjö laxar af 22 reyndust vera úr eldi

Sjö laxar af 22 reyndust vera úr eldi

Hafrannsóknarstofnun hafa samtals borist 22 laxar og sýni úr þeim send til erfðagreiningar. Af þessum eru sjö staðfestir eldislaxar og 15 reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og Miðfjarðará. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar sem líta út fyrir að vera eldislaxar. Verið er að rekja uppruna eldislaxanna og enn benda niðurstöður til sameiginlegs uppruna sex laxa úr Dýrafirði, hvar Arctic Fish er með sjókvíar sínar. Svo virðist sem einn staðfestur eldislax hafi annan uppruna og rannsókn er hafin á uppruna þess fisks. Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknarstofnun starfa áfram saman að rannsókn málsins og veita upplýsingar þegar frekari niðurstöður liggja fyrir. Stofnanirnar biðja veiðimenn um að hafa augun opin fyrir eldiseinkennum á veiddum löxum og skili þeim í heilu lagi til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna og erfðagreiningar, ef grunur liggur á um að laxinn sé úr eldi.

Sérfræðingur héraðssaksóknara með stöðu sakbornings í PPP-rannsókn

Sérfræðingur héraðssaksóknara með stöðu sakbornings í PPP-rannsókn

Sérfræðingur hjá héraðssaksóknara er með stöðu sakbornings í rannsókn tengdri starfsemi PPP ehf. og meintum brotum á þagn­ar­skyldu og öðrum starfs­skyld­um hjá embætti héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmaðurinn hafi starfað fyr­ir embættið í á ann­an ára­tug og hafi verið kallaður til yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni á Sel­fossi þann 19. júní. Blaðið kveðst hafa gögn undir höndum sem staðfesti þetta. RÚV fjallaði í vor um starfsemi PPP ehf. njósnafyrirtækis sem Jón Ótt­ar Ólafs­son og Guðmundur Haukur Guðmunds­son, þáverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, stofnuðu árið 2011. Þar kom fram að þeir hafi stundað njósnir ásamt lögreglumanninum Lúðvíki Kristinssyni fyrir Björgólf Thor Björgólfsson um hóp fólks sem stefndi honum á sínum tíma. Grunur er um að Jón Óttar og Guðmundur Haukur hafi nýtt sér gögn sem þeir höfðu aðgang að hjá sérstökum saksóknara til þess að njósna um fólkið. Í kjölfar umfjöllunar RÚV kærði Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari Jón Óttar fyrir ætluð brot á þagnarskyldu og öðrum starfsskyldum. Það hafði hann áður gert en málið var þá fellt niður. Jón Óttar var handtekinn í kjölfarið og húsleit gerð á heimili hans, en Guðmundur Haukur er látinn.

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Ég er alltaf í slags­málum“

„Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun.