Eitt líkanna sem Hamas skilaði er ekki af neinum gísla þeirra

Eitt líkanna sem Hamas skilaði er ekki af neinum gísla þeirra

Eitt líkanna sem Hamas hefur afhent Ísraelum eftir að samið var um vopnahlé er ekki af neinum þeirra gísla sem voru í haldi samtakanna. Þessu greindi ísraelski herinn frá í dag. Þar kom fram að greining á líkunum fjórum sem Hamas afhenti í gær hafi ekki verið af neinum þeirra sem Hamas tók í gíslingu 7. október 2023. Hamas hefur afhent átta lík. Ísraelar krefjast þess að Hamas standi við fyrirheit og afhendi einnig lík 20 gísla sem voru í þeirra haldi. Vopnahléssamkomulagið kveður á um að Ísraelar opni fyrir flutning nauðþurfta um landamærin við Rafah inn á Gaza. Vonir standa til að það verði gert í dag. Ekki er þó einhugur um það og hefur Ben Gvir, ráðherra í ríkisstjórninni, hótað að koma í veg fyrir að nauðþurftir berist til Gaza ef Hamas skilar ekki líkum allra Ísraela. Ísraelska ríkissjónvarpið KAN segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að opna landamærin í Rafah eftir að Hamas tilkynnti að fjögur lík yrðu afhent í dag.

Gekk Kim of langt? – Selur nærbuxur með skaphárum

Gekk Kim of langt? – Selur nærbuxur með skaphárum

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian var að setja á markað nýjar nærbuxur frá fatamerki hennar Skims. Um er að ræða nærbuxur með gerviskaphárum að framan. Mjög nýstárlegt og öðruvísi, jafnvel aðeins of en fólk virðist ekki vera að fíla þessa nýju vöru. „Hversu fyndnar eru þessar? Við eigum þær í mismunandi litum með mismunandi hár. Lesa meira

Hamas fer hamförum á frelsuðu svæðunum

Hamas fer hamförum á frelsuðu svæðunum

Hamas-samtökin hertu tök sín á rústum borga á Gaza í gær, hófu aðgerðir og tóku af lífi meinta samverkamenn Ísraels, á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því að afvopna samtökin. Hamas birti í gær myndband á opinberri rás sinni sem sýndi aftöku átta grunaðra manna á götu úti. Mennirnir voru með bundið fyrir augun og krjúpandi. Vígamenn...

Tími til að endur­hugsa hag­vöxt!

Tími til að endur­hugsa hag­vöxt!

Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á?

Vilja þjóð­fund um mennta­mál og fram­tíð landsins

Vilja þjóð­fund um mennta­mál og fram­tíð landsins

Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu.

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool er að tryggja sér stærsta samning um auglýsingu á treyjum, verður hann sá hæsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þar sem félagið ætlar að fá 70 milljónir punda á ári. Núverandi styrktaraðili Liverpool er alþjóðabankinn Standard Chartered, en samningurinn þeirra gildir til sumarsins 2027. Standard Chartered hefur forgangsrétt á því hvort þeir vilja halda áfram Lesa meira