
Orkusalan besta græna vörumerkið
Orkusalan hlaut í dag verðlaunin World’s Best Green Brand á alþjóðlegri verðlaunahátíð Charge Awards 2025 sem fer nú fram í tíunda sinn í Istanbúl í Tyrklandi.
Orkusalan hlaut í dag verðlaunin World’s Best Green Brand á alþjóðlegri verðlaunahátíð Charge Awards 2025 sem fer nú fram í tíunda sinn í Istanbúl í Tyrklandi.
Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey mun í vor senda frá sér sína fyrstu bók.
Heimir Guðjónsson verður kynntur sem þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta á morgun og tekur hann við af Arnari Grétarssyni.
U.S. President Donald Trump told Icelandic Prime Minister Kristrún Frostadóttir, in an informal conversation, that the United States would continue to honor its defense commitments to Iceland.
Gömul sögn segir að þegar himnafaðirinn sá að hann gat ekki sinnt öllum erindum sem til hans bárust, þá hafi hann skapað ömmur. Ég hef reyndar ekki mikla trú á þessum svokallaða himnaföður en ég veit fyrir víst að ömmur eru ómissandi.
Enski miðjumaðurinn Jobe Bellingham gæti verið á förum frá Borussia Dortmund eftir erfiða byrjun í Þýskalandi. Samkvæmt Bild fylgjast bæði Manchester United og Crystal Palace grannt með stöðu hans. Bellingham, sem er 20 ára, gekk í raðir Dortmund í sumar frá Sunderland fyrir um 27 milljónir punda. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar og spilað Lesa meira
Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mætir Lúxemborg í undankeppni EM á Þróttarvelli klukkan 15.
Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaráð Rauða krossins hafa kallað eftir því að allar landamærastöðvar til Gasa verði opnaðar til að koma bráðnauðsynlegri hjálp inn á palestínska landsvæðið sem er í herkví Ísraels.
Innleiðing nýs landamæraeftirlitskerfis, Entry Exit, hefur gengið vel síðustu daga, að sögn Ómars Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Þetta gengur vel. Við erum að innleiða þetta nýja kerfi eins rólega og við mögulega getum. Eins og við er að búast koma fram áskoranir á upphafsstigum en við erum bjartsýn hvað framhaldið varðar.“ Ómar segir tugi hafa farið í gegnum kerfið síðan það var tekið í notkun á sunnudag . Fólk sé alla jafna enn að fara í hefðbundna afgreiðslu hjá landamæraeftirlitinu. Nýtt landamæraeftirlitskerfi var tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.RÚV / Ragnar Visage
Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er með allar klær úti þegar kemur að því að fá forsíðuviðtal í tímaritinu Vogue.
„Á Íslandi eru margir áhugaverðir golfvellir og á sumrin er hægt að spila miðnæturgolf og ég held að færi vel á því að bjóða Bandaríkjaforseta til Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er hann hvatti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, til að bjóða Donald Trump Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands. Eða í það minnsta að hringja í hann. Tilefni fyrirspurnar Sigmundar er friðarsamkomulag á Gasa þar sem Sigmundur Davíð sagði að með því hafi Bandaríkin fest sig í sessi sem leiðandi ríki í alþjóðmálum á heimsvísu. Ísland og Bandaríkin eigi í einstöku sambandi og vildi hann vita hvað íslensk stjórnvöld væru að gera til að styrkja það samband. Var að heyra á honum að ekki væri nóg að gert, enda hafi forystumenn ríkisstjórnarinnar ekki átt formlega fundi eða samtöl við Trump síðan hann tók við völdum. Kristrún sagði að það væri alls ekkert nýtt að Bandaríkin væru leiðandi á heimsvísu og þótt ekki hafi orðið af tvíhliða fundum hafi hún í tvígang átt óformlegt spjall við Trump. Hún sagðist hins vegar ekki átta sig á eftir hverju Sigmundur Davíð væri að fiska enda viti hann vel að það sé langt síðan íslenskur forsætisráðherra hafi farið einsamall á tvíhliða fund Bandaríkjaforseta. „Hér verður ekki fiskað upp úr þeirri tjörn að þessari ríkisstjórn sé eitthvað í nöp við Bandaríkin. Það er mjög jákvætt að eiga í samskiptum við þau. Við munum efla þau nánar,“ sagði Kristrún og bætti við að það liggi inni beiðni um fund með Bandaríkjaforseta, því verði fylgt fast á eftir og nær væri að spyrja að leikslokum.
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því norðurírska í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum. Ísland verður að vinna einvígið til að forðast fall niður í B-deild.
Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans.
Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild.
Dómur Hæstaréttar í vaxamálinu svokallaða birtur.