Lecornu stóð af sér vantraust

Lecornu stóð af sér vantraust

Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, stóð af sér tvær vantraust tillögur í franska þinginu í morgun. Helstu andstæðingar Frakkandsforseta, vinstri flokkurinn La France Insoumise og hægri flokkurinn Þjóðfylkingin undir forsæti Marine Le Pen og bandamenn hennar lögðu vantraust fram í morgun. Hækkun eftirlaunaaldurs frestað Lecornu ákvað á þriðjudag að fresta umdeildum breytingum á eftirlaunalöggjöf og reyna þannig að halda lífi í ríkisstjórnarsamstarfinu nógu lengi til þess að ná fjárlagafrumvarpinu í gegnum þingið fyrir árslok. Sósíalistaflokkurinn hafði hótað því að lýsa yfir vantrausti á forsætisráðherrann ef hann stöðvaði ekki hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 64. Án stuðnings Sósíalista náði vantraust tillagan ekki fram að ganga. Laurent Baumel, þingmaður Sósíalista, sagði í morgun að þótt forsætisráðherranum hefði verið hlíft við vantrausti í dag þýði það ekki að samkomulag hafi náðst til framtíðar. Hann hvetur til þess að frekari tilslakanir verði gerðar í umræðum um fjárlögin. Fjárlögin hitamál í Frakklandi Evrópusambandið hefur þrýst á Frakkland að draga úr halla á ríkissjóði og lækka skuldir ríkisins. Þar er mjög á brattan að sækja því deilur um niðurskurðaraðgerðir hafa þegar orðið til þess að tveir forverar Lecornu hrökkluðust úr embætti. Sjálfur sagði hann af sér á mánudaginn var en forseti Frakklands náði að sannfæra hann um að gera aðra tilraun til þess að koma fjárlögum gegnum þingið. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar dregur úr nauðsyn þess að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, þurfi aftur að rjúfa þing og boða til kosninga. Sú ferð var ekki til fjár þegar hann gerði það síðast í júlí í fyrra því kosningarnar leiddu af sér klofið þing. „Komum okkur að verki,“ sagði Lecornu við blaðamenn þegar hann yfirgaf þinghúsið í morgun. Viðræður þurfi að hefjast um fjárlagafrumvarp næsta árs.

Þúsundir bíla enn með hættulega loftpúða þrátt fyrir innköllun

Þúsundir bíla enn með hættulega loftpúða þrátt fyrir innköllun

Þúsundir bíleigenda á Íslandi hafa ekki sinnt innköllun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna alvarlegs galla á loftpúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöruvakt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólk er hvatt til að hafa tafarlaust samband við bílaumboðin sem skipta um púða bíleigendum að kostnaðarlausu. Loftpúðarnir eru frá framleiðandanum Takata. Loftpúðarnir voru kallaðir inn á heimsvísu fyrir nokkrum árum, í stærstu innköllun sögunnar, enda voru 35 dauðsföll rekin til þess að þegar púðarnir sprungu mynduðust flísar sem skutust í andlit fólks. 100 milljónir púða voru kallaðir inn, þar af um 37 þúsund bílar á Íslandi. Vöruvaktin ítrekaði innköllunina í ágúst, en enn eiga tæplega 6 þúsund bílar eftir að skila sér. Innköllunin gildir um fjölda bíltegunda sem framleiddir voru á árunum 1998 til 2019. Innköllunin nær til eftirfarandi tegundir af bílum sem framleiddir hafa verið frá 1998-2019.

Stefna að 132 kV flutningslínu fyrir NA-land

Stefna að 132 kV flutningslínu fyrir NA-land

Í skýrslu Verkís að ósk orkuveitunnar Rarik kemur fram að til þess að tryggja framtíðaruppbyggingu, atvinnuþróun og orkuöryggi á Norðausturlandi sé eini raunhæfi valkosturinn sá að leggja 132 kV flutningslínu jafnvel þótt sú lína yrði fyrst um sinn rekin á 66 kV.

„Samningurinn í Sádi-Arabíu hefði breytt lífi mínu“

„Samningurinn í Sádi-Arabíu hefði breytt lífi mínu“

Raphinha viðurkennir að hann hafi verið mjög nálægt því að yfirgefa Barcelona sumarið 2024, áður en Hansi Flick tók við liðinu og sannfærði hann um að vera áfram. Börsungar voru til í að selja Raphinha sumarið 2024 vegna fjárhagsins, en Flick kom svo og vildi halda Brasilíumanninum. „Ég var að hugsa um að fara eftir Lesa meira

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Sveitarstjórn Skagafjarðar er uggandi yfir því að til standi að færa eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum frá heilbrigðiseftirlitum landsins til Umhverfis- og orkustofnunar. Um sé að ræða 70 prósent starfseminnar og þau verkefni þar sem lang mestu tekjurnar koma inn. Var þetta rætt á fundi sveitarstjórnar í gær, miðvikudaginn 15. október, og þungum áhyggjum lýst Lesa meira

Þorgerður Katrín beygði af í pontu þegar hún minntist systur sinnar

Þorgerður Katrín beygði af í pontu þegar hún minntist systur sinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra klökknaði þegar hún svaraði Jens Garðari Helgasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Spurning þingmannsins sneri að því hvort og hvernig Viðreisn hygðist koma á gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu en að ljóst væri af orðum fjármálaráðherra að ekkert svigrúm væri til að „auka fjármagn í þjóðþrifamál eins og til dæmis Ljósið eða Fjölskylduhjálp.“ Mikil...

„Þetta er nokkuð sem við verðum að laga“

„Þetta er nokkuð sem við verðum að laga“

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á ennþá góða möguleika á því að enda í öðru sæti D-riðils undankeppni HM 2026 eftir frammistöðuna í nýliðnum landsleikjaglugga þar sem liðið mætti Úkraínu og Frakklandi á Laugardalsvelli

Bíða í „svartholti biðlistanna“

Bíða í „svartholti biðlistanna“

Alma Möller heilbrigðisráðherra var ekki sátt með framsetningu á spurningu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar kom að málefnum Ljóssins og fjárveitingu til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú í dag. „Þetta er auðvitað ekki boðlegur málflutningur,” sagði Alma um málflutning Guðrúnar.

Bíða í „svartholi biðlistanna“

Bíða í „svartholi biðlistanna“

Alma Möller heilbrigðisráðherra var ekki sátt með framsetningu á spurningu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar kom að málefnum Ljóssins og fjárveitingu til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú í dag. „Þetta er auðvitað ekki boðlegur málflutningur,” sagði Alma um málflutning Guðrúnar.

Flutningaskip strand á landamærum Noregs og Svíþjóðar

Flutningaskip strand á landamærum Noregs og Svíþjóðar

90 metra langt flutningaskip strandaði í Svinesundi sem skilur að Noreg og Svíþjóð í nótt og situr enn fast. Skipið, sem er 90 metra langt, strandaði undir Svinesunds-brúnni og í því er talið að séu um 88 þúsund lítrar af olíu. Sænska landhelgisgæslan hefur málið til rannsóknar og hefur rætt við áhafnarmeðlimi sem allir eru enn um borð. Norska ríkisútvarpið ræddi við skipstjórann, sem segir engan vind hafa truflað för skipsins þegar það strandaði. Þó byrgði mikil þoka mönnum sýn. Kafarar eru á vettvangi til að meta umfang slyssins og hvernig draga megi það aftur á flot.

Samningar náðust á milli Ljóssins og Sjúkratrygginga

Samningar náðust á milli Ljóssins og Sjúkratrygginga

Samningar hafa náðst á milli Sjúkratrygginga Íslands og Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda. Þetta kom fram í svari Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í upphafi þingfundar. Alma segir ekki útilokað að Ljósinu verði veitt viðbótarfjármagn. Guðrún sagði það vera pólitíska ákvörðun hjá ríkisstjórninni að lækka framlög til Ljóssins um 200 milljónir. „Meira verður skilningsleysið á kjarna velferðar ekki,“ sagði hún. „Þegar kemur að Ljósinu er hægt að segja frá því að nú hafa loks náðst samningar milli Sjúkratrygginga og Ljóssins fyrir þetta ár og þá er auðvitað hægt að halda áfram til næsta,“ svaraði Alma. Hún bætti því við að sér þætti ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að verið væri að skerða fjárframlög til Ljóssins þar sem félaginu var veitt 195 milljóna fjárveiting frá fjárlaganefnd í fyrra.