Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna, segir tíma til kominn að breyta spurningakeppni framhaldsskólanna. Keppnin, sem jafnan fer fram á RÚV, fyrst í útvarpi og síðast í sjónvarpi þegar komið er í átta liða úrslit verður fertug á næsta ári. „Það er rosalega hár aldur á sjónvarpssþætti og í raun er keppnin orðin svo Lesa meira

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu.

Kyngreining eldisfisks þrifsamleg

Kyngreining eldisfisks þrifsamleg

Norska fyrirtækið GreenFox Marine hefur þróað búnað sem flokkar eldislax eftir kyni með fulltingi gervigreindar og ómtækni en að sögn Lauris Boissonnot, rannsakanda hjá ráðgjafar- og hafrannsóknafyrirtækinu Akvaplan-niva, þrífst eldisfiskur almennt best í félagsskap sama kyns.

20 starfsmönnum Play sagt upp

20 starfsmönnum Play sagt upp

Tuttugu starfsmönnum flugfélagsins Play hefur verið sagt upp. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að til uppsagna hafi komið fyrir mánaðamót. Þær taki til starfsmanna þvert á fyrirtækið. Birgir segir uppsagnirnar tilkomnar vegna fækkunar farþegaþotna á Íslandi úr tíu í fjórar. Sex vélar verði í leiguverkefnum í Evrópu. Fjórar flugvélar verða í áætlunarflugi Play frá Íslandi eftir breytingarnar.RÚV / Ragnar Visage Að sögn Birgis verður vægi skrifstofa fyrirtækisins í Litháen og á Möltu aukið, líkt og fyrirtækið hafi áður gefið út. Breytingar á starfsmannahaldi fylgi í kjölfarið. Skrifstofa á Íslandi verði þó áfram rekin.

Slitrótt jarðskjálftahrina úti fyrir Reykjanestá

Slitrótt jarðskjálftahrina úti fyrir Reykjanestá

Frá Reykjanestá, suðvesturhorni Reykjanesskagans.RÚV / Ragnar Visage Jarðskjálftahrina hófst úti fyrir Reykjanestá á fimmta tímanum í morgun. Þá varð þar skjálfti af stærðinni 3,2. Hrinan er ekki kröftug og hún er slitrót, að sögn Kristínar Elísu Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Smá kippur kom í hrinuna um klukkan 9. Þá mældist annar skjálfti yfir 3 að stærð. Yfir 80 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst, að sögn Kristínar, langflestir þeirra undir 2 að stærð. Kristín segir jarðskjálfta sem þessa vera algenga en þeir stafa af flekahreyfingum. Á þessum slóðum varð sambærileg hrina 8. ágúst.

Óvitað hvaða áhrif hrun hafstrauma hefði hér á landi

Óvitað hvaða áhrif hrun hafstrauma hefði hér á landi

Talið er líklegra en áður að kerfi hafstrauma, sem meðal annars flytja sjó nærri ströndum Íslands, hrynji algjörlega. Það gæti haft ófyrirséðar afleiðingar og loftslagsfræðingur segir brýnt að rannsaka málið betur. Svokallað AMOC-kerfi hafstrauma flytur hlýjan sjó hingað nærri Íslandi, sem verður síðan að kaldari djúpsjó áður en hann flyst aftur suður á bóginn. Golf-straumurinn er hluti þessa ferlis. „Ef það ferli stöðvast, þá myndi minnka varmaflutningur á Norðurslóðir og þá gæti kólnað hér þrátt fyrir að það væri að hlýna alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands. Ný rannsókn sem birt var á dögunum sýnir að mun meiri líkur séu á hruni þessa kerfis en áður var talið. Halldór segir að líklegast að þessar breytingar verði ekki fyrr en á næstu öld. Fyrst muni hér hlýna eins og annars staðar í heiminum en síðan kólna, ef af kerfishruninu verður. Og mögulega gæti kólnað ansi mikið, mögulega með einhverjum áhrifum á lifnaðarhætti hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að draga megi úr líkum á því, ef dregið verður skarpt úr losun. Því sé mjög brýnt að heimsbyggðin komi sér saman um það. En hvað gerist ef þessi kerfi hafstrauma hrynja? Verður Ísland óbyggilegt eftir 100 ár vegna kulda? Svarið er: Við vitum það ekki. Og það er kannski það sem er óþægilegast. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast alveg strax. Þetta gerist líklegast ekki fyrr en um lok aldarinnar ef þetta gerist á annað borð. Og við þurfum að skoða betur hverjar afleiðingarnar yrðu.“

United skráði sig í sögubækurnar í sigri gærdagsins – Ekkert félag afrekað það sama í úrvalsdeildinni

United skráði sig í sögubækurnar í sigri gærdagsins – Ekkert félag afrekað það sama í úrvalsdeildinni

Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær er liðið vann Burnley 3-2 í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta mark United í leiknum var sjálfsmark en Josh Cullen varð fyrir því óláni að skora í eigið net. Það þýðir að fyrstu tvö mörk United á tímabilinu í úrvalsdeildinni voru sjálfsmörk en það fyrra var skorað af Rodrigo Lesa meira