Hin dá­sam­lega sturlun: Um­ræðan á Ís­landi

Hin dá­sam­lega sturlun: Um­ræðan á Ís­landi

Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun.

Ten Hag entist í 2 mánuði hjá Leverkusen

Ten Hag entist í 2 mánuði hjá Leverkusen

Þýska fótboltaliðið Bayer Leverkusen rak þjálfara sinn, Erik ten Hag, í hádeginu í dag sléttum tveimur mánuðum eftir að hann var ráðinn sem arftaki Xabi Alonso. Ten Hag stýrði áður Manchester United en var látinn taka pokann sinn þar á síðustu leiktíð. Leverkusen hefur náð í eitt stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í þýsku deildinni. Þýska dagblaðið BILD segir þó að árangurinn hafi ekki gert útslagið. Ten Hag hafi náð „á undraskjótum tíma að tapa trausti innan félagsins. Samskipta- og félagslega gekk þetta ekki upp milli hans og félagsins,“ segir í BILD. Erik ten HagEPA / Adam Vaughan

Leitað í kappi í tímann í rústum eftir öflugan jarðskjálfta

Leitað í kappi í tímann í rústum eftir öflugan jarðskjálfta

Leitað er að fólki í rústum í kappi við tímann austan við borgina Jalalabad í Afganistan þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt. 812 manns, hið minnsta, fórust í skjálftanum og 3.000 slösuðust. Fjöldi eftirskjálfta hefur fundist. Skjálftarnir riðu yfir fjalllendi og fjöldi bygginga hefur skemmst, að því er stjórnvöld talibana hafa tilkynnt. Erfitt er að komast að sumum þeirra þorpa sem verst urðu úti í skjálftunum, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá er fjarskiptasamband stopult. Skjálftamiðjan var á átta kílómetra dýpi í Kunar-héraði. Afleiðingar skjálftans eru einnig alvarlegar í næsta héraði, Nangarhar. Þar fórust tólf og 255 slösuðust. 800 manns, hið minnsta, fórust og 2.500 slösuðust þegar jarðskjálfti sem var sex að stærð reið yfir í Afganistan í nótt. Eyðilegging er mikil og leitað er að fólki í rústum húsa í kappi við tímann. AFP-fréttaveitan hefur eftir Ijaz Ulhaq Yaad, embættismanni í Kunar-héraði, að margir íbúar þorpanna sem hvað verst urðu úti séu meðal þeirra sem hafi snúið aftur til Afganistan frá Íran og Pakistan síðustu ár. Skjálftasvæðið er við landamærin að Pakistan og þorp þar hafa verið fyrsti viðkomustaður margra sem gert hefur verið að yfirgefa Pakistan. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sent ástvinum þeirra sem fórust samúðarkveðjur. Þá hefur hann heitið áframhaldandi aðstoð Sameinuðu þjóðanna við björgunarstörf.

Leitað í kappi við tímann í rústum eftir öflugan jarðskjálfta

Leitað í kappi við tímann í rústum eftir öflugan jarðskjálfta

Leitað er að fólki í rústum í kappi við tímann austan við borgina Jalalabad í Afganistan þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í nótt. 812 manns, hið minnsta, fórust í skjálftanum og 3.000 slösuðust. Fjöldi eftirskjálfta hefur fundist. 800 manns, hið minnsta, fórust og 3.000 slösuðust þegar jarðskjálfti sem var sex að stærð reið yfir í Afganistan í nótt. Eyðilegging er mikil og leitað er að fólki í rústum húsa í kappi við tímann. Skjálftarnir riðu yfir fjalllendi og fjöldi bygginga hefur skemmst, að því er stjórnvöld talibana hafa tilkynnt. Erfitt er að komast að sumum þeirra þorpa sem verst urðu úti í skjálftunum, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá er fjarskiptasamband stopult. Skjálftamiðjan var á átta kílómetra dýpi í Kunar-héraði. Afleiðingar skjálftans eru einnig alvarlegar í næsta héraði, Nangarhar. Þar fórust tólf og 255 slösuðust. AFP-fréttaveitan hefur eftir Ijaz Ulhaq Yaad, embættismanni í Kunar-héraði, að margir íbúar þorpanna sem hvað verst urðu úti séu meðal þeirra sem hafi snúið aftur til Afganistan frá Íran og Pakistan síðustu ár. Skjálftasvæðið er við landamærin að Pakistan og þorp þar hafa verið fyrsti viðkomustaður margra sem gert hefur verið að yfirgefa Pakistan. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sent ástvinum þeirra sem fórust samúðarkveðjur. Þá hefur hann heitið áframhaldandi aðstoð Sameinuðu þjóðanna við björgunarstörf.

Besta deildin: Vestri gerði jafntefli við KR

Besta deildin: Vestri gerði jafntefli við KR

Jafntefli varð niðurstaðan í leik Vestra og KR á Kerecis vellinum á Ísafirði í gær. Hvort lið skoraði eitt mark og voru bæði mörkin gerð í fyrri hálfleik. Vestri varð fyrri til og skoraði Vladimir Tufegdzic  með skalla eftir hornspyrnu. Vesturbæingar skoruðu undir lok hálfleiksins með góðu skoti utan vítateigs. Í seinni hálfleik sóttu Vestramenn […]

„Hagsmunir barnsins ekki hafðir að leiðarljósi“ þegar lögreglu var bannað að rannsaka raftæki föður

„Hagsmunir barnsins ekki hafðir að leiðarljósi“ þegar lögreglu var bannað að rannsaka raftæki föður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fallið frá rannsókn máls er lýtur að meintum kynferðisbrotum föður gegn barnungri dóttur sinni. Landsréttur ógilti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögregla mætti rannsaka síma og fartölvu mannsins. Maðurinn hélt því fram að viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki væri að finna í raftækjunum. Dóttir hans hafði lýst því í leikskóla sínum að pabbi hennar hefði stundum meitt hana á kynfærasvæðinu og stungið einhverju inn í kynfæri hennar, stundum svo mikið að það blæddi úr þeim. „Þetta er bara mjög bagalegt og hagsmunir barnsins ekki hafðir að leiðarljósi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir úrskurð Landsrétt koma sér verulega á óvart. Hún segir lögregluna ekki hafa haft annarra kosta völ en að falla frá rannsókninni í kjölfar úrskurðarins. Landsréttur tiltók í úrskurði sínum að lögregla hefði hvorki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins né hvaða upplýsingar þar gæti verið að finna sem skiptu miklu fyrir rannsóknina. Spurð hvort tíðkist að rannsaka raftæki grunaðra í málum sem þessum svarar Bylgja játandi. „Það er akkúrat það sem við höfum gert í gegnum tíðina.“ Hún kveðst ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks séu teknir fram yfir hagsmuni barns. Hún bendir sömuleiðis á að það hefði verið manninum til bóta, og jafnvel leyst hann undan grun, að leyfa lögreglu að fara í gegnum raftækin, ef ekkert væri á þeim að finna. Fréttin var uppfærð með nýrri fyrirsögn.

Þekkir ekki fordæmi um að hagsmunir stjórnmálaflokks vegi þyngra en hagsmunir barns

Þekkir ekki fordæmi um að hagsmunir stjórnmálaflokks vegi þyngra en hagsmunir barns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fallið frá rannsókn máls er lýtur að meintum kynferðisbrotum föður gegn barnungri dóttur sinni. Landsréttur ógilti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögregla mætti rannsaka síma og fartölvu mannsins. Maðurinn hélt því fram að viðkvæm gögn sem tengdust tilteknum stjórnmálaflokki væri að finna í raftækjunum. Dóttir hans hafði lýst því í leikskóla sínum að pabbi hennar hefði stundum meitt hana á kynfærasvæðinu og stungið einhverju inn í kynfæri hennar, stundum svo mikið að það blæddi úr þeim. „Þetta er bara mjög bagalegt og hagsmunir barnsins ekki hafðir að leiðarljósi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um málið. Hún segir úrskurð Landsrétt koma sér verulega á óvart. Hún segir lögregluna ekki hafa haft annarra kosta völ en að falla frá rannsókninni í kjölfar úrskurðarins. Landsréttur tiltók í úrskurði sínum að lögregla hefði hvorki útskýrt hvernig síminn og tölvan tengdust meintu broti mannsins né hvaða upplýsingar þar gæti verið að finna sem skiptu miklu fyrir rannsókn málsins. Spurð hvort tíðkist að rannsaka raftæki grunaðra í málum sem þessum svarar Bylgja játandi. „Það er akkúrat það sem við höfum gert í gegnum tíðina.“ Hún kveðst ekki þekkja nein fordæmi þess að hagsmunir stjórnmálaflokks séu teknir fram yfir hagsmuni barns. Hún bendir sömuleiðis á að það hefði verið manninum til bóta, og jafnvel leyst hann undan grun, að leyfa lögreglu að fara í gegnum raftækin, ef ekkert væri á þeim að finna.

Vill endurskoða reglur um íshellaferðir

Vill endurskoða reglur um íshellaferðir

Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að endurskoða þurfi reglur sem gilda um afþreyingarferðir á borð við hellaskoðun. Slíkt þurfi að gera í samráði við Samtök ferðaþjónustunnar. „Það þarf að ná betur utan um þetta og fleira, köfunarferðir og ýmiss konar ferðir,“ segir Sigurjón. Hann segir að eftirlit með starfsemi sé allavega. Koma þurfi í veg fyrir að málin komi til skoðunar eftir að slys koma upp. „Ef það eru ekki skýrar verklagsreglur þá verða slysin.“ Banaslys varð í Breiðamerkurjökli í Vatnajökulsþjóðgarði seint í fyrrasumar þegar íshellir féll saman. Eftir banaslysið í fyrra voru íshellaferðir bannaðar í þjóðgarðinum að sumarlagi en annars staðar eru þær leyfilegar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fréttastofa greindi frá því um helgina að ferðaþjónustufyrirtæki hefðu farið með hópa í íshellaferðir í allt sumar þrátt fyrir að slíkar hellaskoðanir séu metnar hættulegar í áhættumati. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum á sunnudag að óásættanlegt væri að farnar séu ferðir í náttúrulega íshella að sumarlagi.