Þorbjörg og Snorri tókust hart á um hinsegin málefni

Þorbjörg og Snorri tókust hart á um hinsegin málefni

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir viðtal í hlaðvarpinu Ein pæling þar sem hann ræddi stöðu hinsegin fólks. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hann er Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78. Snorri og Þorbjörg mættust í Kastljósi í kvöld og tókust á um hvort raunverulega sé bakslag í málefnum hinsegin fólks. Umræður þeirra hefjast þegar tvær mínútur og fjörutíu sekúndur eru liðnar af þættinum.

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfesti kaup á Alexander Isak rétt í þessu og staðfesti einnig að hann muni klæðast treyju númer 9. Darwin Nunez fór til Sádí Arabíu í sumar og því var hin eftirsótta 9 laus. He's here. pic.twitter.com/FMjon0wXRt — Liverpool FC (@LFC) September 1, 2025 Liverpool borgar 130 milljónir punda fyrir sænska framherjann sem kemur frá Lesa meira

Biðla til alþjóðasamfélagsins um hjálp

Biðla til alþjóðasamfélagsins um hjálp

Alþjóðlegar hjálparstofnanir og stjórnvöld í Afganistan biðla til alþjóðasamfélagsins um aðstoð í kjölfar jarðskjálfta sem varð í austurhluta landsins. Staðfest er að yfir 800 hafi farist í hamförunum en óttast er að fleiri finnist látnir. Um þrjú þúsund eru slasaðir og eyðileggingin er mikil. Létust meðan þau biðu eftir björgun Jarpskjálftinn, sem var sex að stærð, átti sér upptök í fjallahéraðinu Kunar, um 30 kílómetra norðaustur af borginni Jalalabad. Skjálftinn fannst allt frá Kabúl í vestri til Islamabad, höfuðborgar nágrannaríkisins Pakistan en Kunar-hérað er við landamæri þess. Kunar-hérað og nágrannahéraðið Nangarhar urðu verst úti. Heilu þorpin eru rústir einar og skriður hafa lokað þjóðveginum sem liggur að svæðunum þar sem eyðileggingin er mest. Stjórnvöld hafa brugðið á það ráð að flytja fólk burt með þyrlum. Hús á þessum slóðum eru ekki sterkbyggð, aðeins úr leir og timbri. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir hjálparsamtökunum World Vision að heilu þorpin í Kunar-héraði hafi verið eyðilögð, annaðhvort að hluta til eða að öllu leyti. Íbúar séu fastir undir rústum húsanna. Sumir hafi beðið klukkutímum saman eftir björgunarsveitum en dáið áður en þær hafi náð að bjarga þeim. Eitt fátækasta land í heimi Mannúðarástand er þegar slæmt í Afganistan, sem er eitt fátækasta land í heimi. Sameinuðu þjóðirnar segja meira en helming íbúa í landinu þurfa á mannúðaraðstoð til að lifa af. Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði hvatti alþjóðasamfélagið til að styðja við hjálparstarfið. „Dauði og eyðilegging bætist ofan á aðrar áskoranir þjóðarinnar, þar á meðal þurrka og nauðungarflutninga milljóna Afgana frá nágrannalöndunum,“ skrifaði Grandi á samfélagsmiðilinn X. Fram kom í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti talibana að langflestir þeirra sem fórust í hamförunum hafi verið í Kunar-héraði. BBC hefur eftir hátt settum embættismanni talibana að björgunaraðgerðir snúi að því að finna eftirlifendur, ekki að því að fjarlægja lík úr rústum. Zafar Khan Gojar, íbúi í Nurgal í Kunar-héraði, var fluttur til Jalalabad eftir jarðskjálftann ásamt bróður sínum. Hann lýsir því við fjölmiðla hvernig veggir og þak á heimili hans hafi hrunið. „Sum börnin dóu og aðrir slösuðust.“ Muhammad Aziz, verkamaður í Nur Gul í Kunar-héraði, missti tíu fjölskyldumeðlimi, þar á meðal fimm börn. „Aumingja fólkið hér hefur misst allt. Það er dauði á hverju heimili og undir rústum hvers þaks eru fleiri látnir. Leirhúsin þurrkuðust út og eyðileggingin er alls staðar. Fólk er örvæntingarfullt og leitar hjálpar.“

Sunderland rífur fram 21 milljón punda fyrir hollenska framherjann

Sunderland rífur fram 21 milljón punda fyrir hollenska framherjann

Sunderland hefur gengið frá kaupum á Brian Brobbey frá Ajax. Skrifaði hann undir fimm ára samning. Brobbey er 23 ára gamall en Sunderland vildi kaupa framherja eftir að Chelsea kallaði Marc Guiu til baka úr láni. Sunderland borgar 21 milljón punda fyrir hollenska framherjann. Sunderland eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með sex Lesa meira

Sigurður Ingi um lítið fylgi: „Við tökum þessu sem hvatningu“

Sigurður Ingi um lítið fylgi: „Við tökum þessu sem hvatningu“

„Það er augljóst að við verðum að vera skýrari í okkar málflutningi og hvernig við birtumst þjóðinni. Ég er á þeirri skoðun að grundvallargildi og það sem við Framsókn höfum fram að færa sé algjörlega nauðsynlegt fyrir þjóðina,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar erfitt fyrir miðjuflokka á Íslandi, og annars staðar, um þessar mundir þar sem öfgahyggja og hávaði hafi ráðið ríkjum. Fylgi Framsóknarflokksins mældist aðeins 4,5% í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hefur ekki verið minna síðan frá því að mælingar Gallups hófust árið 1992. Ef gengið yrði til kosninga í dag fengi flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, samkvæmt könnuninni. „Við tökum þessu sem hvatningu um að vera enn skýrari og berjast skýrar á næstu vikum og mánuðum,“ segir Sigurður Ingi um sögulega lítið fylgi Framsóknar. Ríkisstjórnin græði á öflugum forsætisráðherra Fylgi Samfylkingarinnar hefur vaxið jafnt og þétt síðan þingkosningar voru í nóvember. Þá fékk flokkurinn rúm 20% atkvæða en hann mælist nú með 34,6% fylgi. Fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega 2% samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og mælist 12,9%. Þá mælist Flokkur fólksins með 7,4% fylgi. „Það er náttúrulega augljóst að ríkisstjórnin eða sérstaklega eða fyrst og fremst Samfylkingin, því að hinir flokkarnir eru jú að tapa, er að græða verulega á því að vera með öflugan forsætisráðherra,“ segir Sigurður Ingi. Hann bendir á að umræðan um veiðigjöldin hafi hjálpað ríkisstjórninni sem sé þó enn að hampa málum sem eru frá síðasta kjörtímabili sem sínum eigin. Í því skyni nefnir hann breytingu á fyrirkomulagi greiðslna til öryrkja sem unnið hafði verið að í tíu ár og samþykkt var á í júní 2024. „Það sem ég held að við þurfum að gera er einfaldlega það að vera skýrari í okkar málflutningi og vera með einfaldari skilaboð en það sem við stöndum fyrir á enn erindi til þjóðarinnar. Við erum með öfluga grasrót og mikið af sveitarstjórnarfólki hringinn í kringum landið þó að við séum með lítinn þingflokk.“ Sigurður Ingi talar þó ekki með þeim hætti að tilefni sé til þess að endurskoða stöðu hans sem formaður Framsóknarflokksins. „Ég tek þetta alvarlega – þessi staða er mér hvatning til þess að berjast og vera skýrari í mínum málflutningi um grunngildi Framsóknar sem ég er sannfærður um að eiga enn talsvert erindi bæði til þjóðarinnar og reyndar um heim allan.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina græða fylgi á því að vera með öflugan forsætisráðherra. Framsókn verði að vera skýrari í sínum málflutningi og með einfaldari skilaboð.

Sigurður Ingi um lágt fylgi: „Við tökum þessu sem hvatningu“

Sigurður Ingi um lágt fylgi: „Við tökum þessu sem hvatningu“

„Það er augljóst að við verðum að vera skýrari í okkar málflutningi og hvernig við birtumst þjóðinni. Ég er á þeirri skoðun að grundvallargildi og það sem við Framsókn höfum fram að færa sé algjörlega nauðsynlegt fyrir þjóðina,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar erfitt fyrir miðjuflokka á Íslandi, og annars staðar, um þessar mundir þar sem öfgahyggja og hávaði hafi ráðið ríkjum. Fylgi Framsóknarflokksins mældist aðeins 4,5% í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hefur ekki verið minna síðan frá því að mælingar Gallups hófust árið 1992. Ef gengið yrði til kosninga í dag fengi flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, samkvæmt könnuninni. „Við tökum þessu sem hvatningu um að vera enn skýrari og berjast skýrar á næstu vikum og mánuðum,“ segir Sigurður Ingi um sögulega lágt fylgið. Ríkisstjórnin græði á öflugum forsætisráðherra Fylgi Samfylkingarinnar hefur vaxið jafnt og þétt síðan þingkosningar voru í nóvember. Þá fékk flokkurinn rúm 20% atkvæða en hann mælist nú með 34,6% fylgi. Fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega 2% samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og mælist 12,9%. Þá mælist Flokkur fólksins með 7,4% fylgi. „Það er náttúrulega augljóst að ríkisstjórnin eða sérstaklega eða fyrst og fremst Samfylkingin, því að hinir flokkarnir eru jú að tapa, er að græða verulega á því að vera með öflugan forsætisráðherra,“ segir Sigurður Ingi. Hann bendir á að umræðan um veiðigjöldin hafi hjálpað ríkisstjórninni sem sé þó enn að hampa málum sem eru frá síðasta kjörtímabili sem sínum eigin. Í því skyni nefnir hann breytingu á fyrirkomulagi greiðslna til öryrkja sem unnið hafði verið að í tíu ár og samþykkt var á í júní 2024. „Það sem ég held að við þurfum að gera er einfaldlega það að vera skýrari í okkar málflutningi og vera með einfaldari skilaboð en það sem við stöndum fyrir á enn erindi til þjóðarinnar. Við erum með öfluga grasrót og mikið af sveitarstjórnarfólki hringinn í kringum landið þó að við séum með lítinn þingflokk.“ Sigurður Ingi talar þó ekki með þeim hætti að tilefni sé til þess að endurskoða stöðu hans sem formaður Framsóknarflokksins. „Ég tek þetta alvarlega – þessi staða er mér hvatning til þess að berjast og vera skýrari í mínum málflutningi um grunngildi Framsóknar sem ég er sannfærður um að eiga enn talsvert erindi bæði til þjóðarinnar og reyndar um heim allan.“