Þúsund fermetra baðlón opnað í dag

Þúsund fermetra baðlón opnað í dag

Fagurt útsýni yfir Hvítá og sveitirnar í kring mætir gestum Laugaráss Lagoon, nýs baðlóns sem opnað verður í dag. Lónið er um eitt þúsund fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Gengið er milli hæða í gegnum glæsilegan foss. Á útisvæði eru tvær sánur, útisturtur, kaldur pottur og heitur pottur í rjóðri.

Enginn talinn í hættu í talsverðum eldsvoða á Ásbrú

Enginn talinn í hættu í talsverðum eldsvoða á Ásbrú

Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja glímir við talsverðan eld sem logar í iðnaðarhúsnæði við Klettatröð á Ásbrú. Þar er Köfunarþjónusta Sigurðar til húsa. Að sögn varðstjóra var kallaður út aukamannskapur og því er á þriðja tug slökkviliðsmanna á staðnum. Varðstjórinn segir liðið hafa komið þangað laust fyrir klukkan sex og slökkvistarf því nýhafið. Hann segir ekki talið að nokkur hafi verið í húsinu og því eigi enginn að vera í hættu.

Fólki án fastrar búsetu fjölgar annað árið í röð

Fólki án fastrar búsetu fjölgar annað árið í röð

Fólki án fastrar búsetu fjölgar í Finnlandi. Mynd frá Helsinki úr safni.Wikimedia / Diego Delso Fólki án fastrar búsetu virðist vera að fjölga í Finnlandi, annað árið í röð. Í fyrra voru alls 3.800 manns í þeirri stöðu, bæði tímabundið og til langframa, og fjölgaði í fyrsta skipti síðan árið 2012. Um það bil eitt þúsund hafa verið án heimilis lengi. Finnska ríkisútvarpið YLE hefur þetta eftir Teiju Ojankoski, sem fer fyrir Y, samtökum sem styðja við bakið á heimilislausu fólki í landinu. Hún áréttar að opinberum tölum hafi ekki verið safnað saman en gögn samtakanna bendi til fjölgunar fólks án heimilis. Markmið ríkisstjórnar Petteris Orpo er að útrýma langvarandi heimilisleysi fyrir árið 2027.

Nýjum innanríkisráðherra ætlað að glíma við glæpagengi

Nýjum innanríkisráðherra ætlað að glíma við glæpagengi

José Jerí, nýr forseti Perú, hefur útnefnt rúmlega sextugan hershöfðingja á eftirlaunum innanríkisráðherra. Vicente Tiburcio hefur þótt harður í horn að taka og hlutverk hans er að leiða baráttu forsetans gegn glæpum í landinu. José Jerí tók við embætti í síðustu viku eftir að nær gjörvallur þingheimur ákvað að víkja Dinu Boluarte forseta frá og tilkynnti nítján manna ráðuneyti sitt í gær. Þar verða fjórar konur meðal ráðherra og Ernesto Alvarez, fyrrverandi yfirdómari við stjórnlagadómstól, fer fyrir stjórninni. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar segir að Vicente Tiburcio hafi orðið fyrir valinu sem innanríkisráðherra vegna reynslu hans af baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi, eiturlyfjasölu og hryðjuverk. Hann leiddi baráttuna gegn hryðjuverkasamtökunum Skínandi stíg, sem hófst í forsetatíð Albertos Fujimoris á 10. áratug liðinnar aldar. Jerí forseti hefur heitið að takast á við glæpi á borð við fjárkúganir og morð sem hafa skekið Perú undanfarin ár. Jerí forseti varaði fangelsaða foringja glæpagengja í gær við miklum breytingum og alvarlegum afleiðingum haldi þeir áfram að ógna innanlandsfriði úr klefum sínum. Boðað hefur verið til forsetakosninga í Perú á komandi ári, þegar kjörtímabili Dinu Boluarte á að ljúka. Hún sætir fjölmörgum rannsóknum fyrir meinta spillingu og misbeitingu valds. Hún var um tíma einhver óvinsælasti leiðtogi heims og naut aðeins hylli tveggja til fjögurra prósenta landsmanna í skoðanakönnunum. Sjö forsetar hafa setið að völdum í Perú síðustu níu ár og þingið vék þremur þeirra úr embætti.

Íbúum þorpa á hernaðarlega mikilvægu svæði gert að flýja

Íbúum þorpa á hernaðarlega mikilvægu svæði gert að flýja

Fólk á öllum aldri þarf að komast í öruggt skjól.EPA / SERGEY KOZLOV Íbúum 27 þorpa og bæja umhverfis úkraínsku borgina Kupyansk hefur verið gert að forða sér. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda þurfa 409 fjölskyldur með 609 börn að koma sér í öruggt skjól. Borgin er í Kharkív í norðausturhluta Úkraínu og hefur mánuðum saman verið umkringd rússnesku herliði sem hefur gert látlausar árásir á hana. Rússar leggja mikið kapp á að ná Kupyansk því þá opnast leið fyrir herinn til vesturs til mið- og austurhéraða Úkraínu.

Hamas-hreyfingin herðir tökin á Gaza

Hamas-hreyfingin herðir tökin á Gaza

Hamas-hreyfingin hefur hert enn tökin í rústum borganna á Gaza og birti í gær myndskeið sem sýnir aftöku átta krjúpandi manna með bundið fyrir augun á götu úti. Talsmenn Hamas segja mennina hafa verið samverkamenn Ísraels, svikara og útlaga. Myndskeiðið virðist hafa verið tekið upp á mánudagskvöld og var birt samtímis og átök blossuðu upp milli nokkurra sveita Ezzedine al-Qassam, hernaðararms Hamas og annarra hópa Palestínumanna handan gulu línunnar svokölluðu. Hún afmarkar þann helming Gaza sem Ísraelsher hefur enn á valdi sínu. Hamas fullyrðir að nokkrir hópanna njóti stuðnings Ísraels. Á sama tíma og ísraelskir hermenn hopuðu út úr Gaza-borg tóku vopnaðir og grímuklæddir löggæslumenn á vegum Hamas sér þar stöðu. Allmargir hafa verið handteknir. Aðgerðir Hamas virðast njóta stuðnings og skapa öryggiskennd ef marka má svör nokkurra íbúa Gaza sem AFP-fréttaveitan tók tali, en fæstir gáfu upp fullt nafn að sögn vegna ótta við hefndaraðgerðir. AFP ræddi einnig við fulltrúa úr nýlega stofnaðri sveit á vegum Hamas, sem hann segir eiga að tryggja stöðugleika og öryggi íbúanna. Ísraelsstjórn segir útilokað að Hamas komi að framtíðarstjórn Gaza og krefst afvopnunar hreyfingarinnar. Það gerir Donald Trump Bandaríkjaforseti líka, hann kveðst veita þeim Hamas-liðum friðhelgi sem leggja niður vopn en þeir sem ekki hlýða verði neyddir til afvopnunar.

Milljarða fjárfesting bílarisa í miðvesturríkjunum

Milljarða fjárfesting bílarisa í miðvesturríkjunum

Fjölþjóðlegi bílarisinn Stellantis boðar að allt að þrettán milljörðum dala verði varið til uppbyggingar á verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu fjórum árum. Forstjórinn Antonio Filosa segir aldrei hafa verið bætt jafn hressilega í fjárfestingar þar í sameiginlegri hundrað ára sögu félagsins. Þannig megi fjölga störfum í Bandaríkjunum talvert á sama tíma og Donald Trump forseti hefur lagt tolla á innflutta bíla og íhluti. Alls eru fjórtán vel þekkt vörumerki undir hatti Stellantis og fyrirtækið hyggst skapa yfir fimm þúsund störf til framleiðslu á jeppabifreiðum af gerðinni Jeep í Michigan og fleiri ríkjum í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Þar á meðal ætlar Stellantis að nota 600 milljónir dala til að hefja framleiðslu að nýju árið 2027 í verksmiðju í borginni Belvidere í Illinois sem fyrirtækið lokaði fyrir tveimur árum. Sú ákvörðun hefur síðan valdið núningi milli Stellantis og stéttarfélagi bílasmiða, United Auto Workers. Auk þess stendur til að bæta við framleiðslulínu Stellantis í Ohio, Indiana og Michigan. Áætlanir sýna að nokkur hluti framleiðslunnar verða bílar bílar knúnir sprengihreyfli enda er framleiðendum heimilt að framleiða og selja farartæki í Bandaríkjunum sem menga meira samkvæmt ákvæðum umfangsmikils útgjalda- og skattalaga forsetans sem þingið samþykkti í júlí.

Hamas skilar jarðneskum leifum fleiri gísla í dag

Hamas skilar jarðneskum leifum fleiri gísla í dag

Hamas-hreyfingin hefur afhent Rauða krossinum fjórar kistur með líkum ísraelskra gísla. Ísraelsher segist fá kisturnar afhentar í færslu á samfélagsmiðlinum X. Hann muni í kjölfarið færa þær ástvinum hinna látnu. Þá hefur hreyfingin skilað tólf af þeim 28 líkum sem henni ber samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulagsins. Allir þeir gíslar sem enn voru á lífi eru komnir til ástvina sinna. Á sama tíma var um tvö þúsund Palestínumönnum, sem sátu í ísraelskum fangelsum, sleppt. Ísraelsstjórn setti í gær takmarkanir á afhendingu neyðaraðstoðar á Gaza vegna tregðu Hamas við að láta af hendi jarðneskar leifar gíslanna. Leiðtogar Hamas hafa sagt mörg líkanna grafin undir rústum á Gaza og að langan tíma taki að finna þau öll. Rauði krossinn segir verkið geta tekið margar vikur og að líklegt sé að einhver þeirra finnist aldrei.

Bretar heita Úkraínumönnum fleiri drónum

Bretar heita Úkraínumönnum fleiri drónum

Fyrir árslok munu Bretar hafa útvegað Úkraínumönnum 85 þúsund árásardróna. Auk þess ætla Bretar að senda drónasérfræðinga til Moldóvu. Yvette Cooper er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Pool Getty / Charles McQuillan Utanríkisráðuneytið breska greindi frá þessu í aðdraganda fundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag. Ráðuneytið segir tilganginn að sýna Rússum að Bretar og önnur ríki bandalagsins séu reiðubúin að auka aðstoð við Úkraínumenn til að þvinga Vladimír Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu.

Fræðimenn rannsaka kynlífsleysi

Fræðimenn rannsaka kynlífsleysi

„Kynlífsleysi tengist lakari andlegri heilsu órofa böndum,“ segir rannsakandinn Laura Wesseldijk við sænska ríkisútvarpið SVT og bætir því við að niðurstöður bendi til þess að fullorðið fólk sem aldrei hefur stundað kynlíf með annarri manneskju drekki minna áfengi, reyki síður og hafi almennt aflað sér meiri menntunar en hinir.