Trump fór fram á að Netanjahú fengi náðun

Trump fór fram á að Netanjahú fengi náðun

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði hlé á ræðu sinni fyrir Knesset, ísraelska þinginu, til þess að fara fram á náðun yfir forsætisráðherranum Benjamín Netanjahú, sem hefur í áraraðir verið rannsakaður og ákærður vegna spillingarmála. Trump beindi orðum sínum að Isac Herzog, forseta Ísraels. „Ég er með hugmynd, herra forseti. Hvers vegna náðarðu hann ekki? Náðaðu hann. Koma svo.“ „Þetta er ekki...

Baulað á Tomasson annan leikinn í röð

Baulað á Tomasson annan leikinn í röð

Það byrjaði ekki vel fyrir danska þjálfarann Jon Dahl Tomasson á Ullevi vellinum í Gautaborg í gær, þegar nafn hans var tilkynnt fyrir leik liðsins gegn Kósóvó heyrðist hávært baul úr stúkunni, tilgangurinn var augljós, sænskir stuðningsmenn vilja ekki sjá hann þjálfa þetta lið lengur. Leikurinn hófst og sem fyrr stilltu Svíar upp öflugu byrjunarliði, Victor Lindelöf fyrrum leikmaður Manchester United bar fyrirliðabandið í vörninni, Gabriel Gudmundsson leikmaður Leeds United var við hliðina á honum í bakverðinum, Lucas Bergvall leikmaður Tottenham á miðjunni og frammi voru þeir með tvo af eftirsóttustu framherjum knattspyrnunnar í sumar, Alexander Isak leikmann Liverpool og Viktor Gyökeres leikmann Arsenal. Á 32. mínútu leiksins kom Fisnik Asllani Kósóvó yfir eftir slæman varnarleik Svía og það reyndist eina mark leiksins. Svíar tapa þriðja leiknum sínum í undankeppninni og eru með eitt stig eftir fjóra leiki, sex stigum frá öðru sæti riðilsins. „Ég fer ekki neitt, ég er með samning við sænska knattspyrnusambandið,“ sagði Jon Dahl Tomasson þjálfari sænska liðsins eftir leik. Sænska starfið er það þriðja á stuttum ferli Tomasson sem aðalþjálfari en hann hefur þjálfað Blackburn og Malmö, þar að auki var hann aðstoðarþjálfari Åge Hareide hjá danska landsliðinu á sínum tíma. Tomasson tók við sænska liðinu og átti að leiða áfram ákveðna gullkynslóð leikmanna en það hefur ekki tekist sem skyldi. Hvort þetta hafi verið síðasti leikur Tomasson með sænska liðið kemur eflaust í ljós á næstu dögum.

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi Þór Sigurðsson, besti landsliðsmaður í sögu Íslands, varð Íslandsmeistari með Víking fyrir rúmri viku síðan. Hann segir pressuna sem hann setti á sjálfan sig hafa verið þess virði og að síðustu dagar hafi verið ótrúlega skemmtilegir. Gylfi yfirgaf Val í febrúar með nokkrum látum, hann vildi burt og Víkingar voru reiðubúnir að borga metfé Lesa meira

Tchiroma Bakary lýsir sigri á Facebook

Tchiroma Bakary lýsir sigri á Facebook

Issa Tchiroma Bakary, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Kamerún, lýsir yfir sigri í færslu á Facebook og segir að virða verði niðurstöður kosninganna. Hann hvetur stjórnvöld jafnframt til þess að viðurkenna vilja kjósenda, annars verði ríkinu steypt í glötun. Heimilt er að birta talningargögn en ríkisstjórn Kamerún segir opinberar niðurstöður aðeins geta komið frá stjórnarskrárráði landsins. Gert er ráð fyrir að um tvær vikur séu í að endanlegar og opinberar niðurstöður liggja fyrir. Í forsetakosningunum 2018 lýsti þáverandi mótframbjóðandi forsetans yfir sigri daginn eftir kosningar. Hann var handtekinn í framhaldinu og stuðningsmenn hans sem efndu til mótmæla voru beittir táragasi og tugir voru handteknir. Tchiroma, sem áður var atvinnumálaráðherra, náði að skapa óvænta eftirvæntingu meðal kjósenda í Kamerún, þannig að kosningabaráttan var meira spennandi en búist hafði verið við fyrirfram. Ellefu buðu sig fram gegn Biya forseta en undir lok kosningabaráttunnar var ljóst að þetta yrði barátta milli Biya og Tchiroma. Báðar fylkingar hafa lýst yfir sigri.

Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju

Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju

Rétt rúmlega helmingur landsmanna er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju samkvæmt skoðanakönnun Prósents. 52 prósent segjast hlynnt aðskilnaði en 21 prósent andvígt. 27 prósent segjast hvorki fylgjandi né andvíg aðskilnaði. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, aldri og stjórnmálaskoðunum. 58 prósent á höfuðborgarsvæðinu eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en 39 prósent á landsbyggðinni. 28 prósent svarenda á landsbyggðinni eru andvíg aðskilnaði en 18 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. 71 prósent yngsta fólksins er fylgjandi aðskilnaði en níu prósent andvíg. Stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju minnkar með hækkandi aldri. Þó eru mun fleiri hlynnt aðskilnaði en andvíg í öllum aldurshópum öðrum en þeim elsta. Svarendur sem eru 65 ára eða eldri skiptast í nokkuð jafna hópa. 35 prósent eru hlynnt aðskilnaði, 34 prósent andvíg og 31 prósent velja valkostinn hvorki né. Píratar eru langhlynntastir aðskilnaði ríkis og kirkju. 89 prósent segjast hlynnt en eitt prósent andvíg. Meirihluti Viðreisnarfólks og Samfylkingarfólks er hlynnt aðskilnaði. Sama má segja um ríflega 40 prósent þeirra sem styðja Flokk fólksins, Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn en 27 prósent kjósenda Flokks fólksins eru andvíg aðskilnaði sem og um 35 prósent fylgjenda Framsóknar og Miðflokksins. Sjálfstæðismenn einir eru líklegri til að vera á móti aðskilnaði en með. 35 prósent þeirra eru andvíg en 26 prósent hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. 2.000 einstaklingar voru spurðir í netkönnun: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú aðskilnaði ríkis og kirkju? Svarhlutfall var 50%.

„Að­stoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“

„Að­stoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“

Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið.

Eldur í ný­byggingu í Gufu­nesi

Eldur í ný­byggingu í Gufu­nesi

Eldur kviknaði í bílakjallara í nýbyggingu í Gufunesi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Ólafssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, komu iðnaðarmenn á svæðið í morgun og urðu varir við eld. Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu.