Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“

„Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt og hvorki hann né neinn annar úr sveitarstjórninni hafa haft samband við Elfar Þór og beðið hann afsökunar eða tekið á sig sök í þessu máli,“ segir Helgi Hafsteinsson, en sonur hans, Elfar Þór, varð fyrir því í vor að tveir Lesa meira

Voru Pamela Anderson og Liam Neeson að plata?

Voru Pamela Anderson og Liam Neeson að plata?

Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson eru bara vinir, þrátt fyrir endalausar fréttir um annað síðastliðna mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að sambandið hafi verið sett á svið til að vekja áhuga og auka sölu á kvikmyndina The Naked Gun. „Það myndaðist tenging á milli þeirra þegar þau hittust fyrst en það varð aldrei Lesa meira

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Guehi í læknisskoðun hjá Liverpool

Liverpool virðist ætla að fullkomna ótrúlegan félagaskiptaglugga með því að sækja tvo risastóra bita í dag. Marc Guehi er við það að ganga í raðir félagsins. Miðvörðurinn hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar. Hann er fyrirliði Crystal Palace en á eðins ár eftir af samningi sínum þar. Félagið hefur samþykkt að selja hann Lesa meira

Segja Kennedy stofna heilsu allra Bandaríkjamanna í hættu

Segja Kennedy stofna heilsu allra Bandaríkjamanna í hættu

Fyrirmæli og kröfur Roberts Kennedys, heilbrigðisráðherra í Bandaríkjunum, til stjórnenda sóttvarnastofnunar landsins eru ekki í neinu samræmi við störf forvera hans í embætti. Þetta segja níu fyrrverandi yfirmenn stofnunarinnar í aðsendri grein í The New York Times. Yfirmennirnir fyrrverandi gegndu embættinu bæði í forsetatíð Demókrata og Repúblikana allt frá árinu 1977. Þeir sammælast um að gjörðir Kennedys í embætti síðustu mánuði eigi sér ekki sinn líka í sögu embættisins. Þau vísa bæði til framgöngu hans gagnvart embættinu og starfsmönnum þess og til víðtækra uppsagna á heilbrigðisstarfsfólki og niðurskurði á verkefnum sem ætlað er að tryggja fólki heilbrigðisþjónustu og öruggara umhverfi. „Hann skipti út sérfræðingum í ráðgjafarnefndum um heilbrigðismál og skipaði í þeirra stað óhæfa einstaklinga sem deila hættulegum og óvísindalegum viðhorfum hans,“ stendur í greininni. Þar er einnig vísað í hvernig Kennedy hefur skorið niður greiðslur til bólusetninga. Síðasta dæmið er brottrekstur Susan Monarez, yfirmanns sóttvarnastofnunarinnar, sem neitaði að lýsa stuðningi við stefnu hans þegar kemur að bólusetningum og ákvað að fara ekki að fyrirmælum hans um að reka háttsetta starfsmenn stofnunarinnar. „Ekkert okkar hefði farið að kröfum ráðherrans og við hrósum Monarez fyrir að standa vörð um stofnunina og heilbrigði í samfélögum okkar.“