Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Donald Trump hefur ákveðið að láta Úkraínu í té mörg þúsund flugskeyti sem geta hæft skotmörk langt innan rússnesku landamæranna. The Wall Street Journal skýrir frá þessu og segir að Trump hafi ákveðið á laugardaginn að Úkraína fái 3.500 ERAM-flugskeyti (Extended-Range Attack Munition). Þessi flugskeyti draga allt að 450 kílómetra. Blaðið hefur eftir tveimur embættismönnum að 3.500 flugskeyti verði send til Úkraínu og verði væntanlega komin Lesa meira

Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna hvetur mannréttindastjórann til að kalla ástandið á Gaza þjóðarmorð

Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna hvetur mannréttindastjórann til að kalla ástandið á Gaza þjóðarmorð

Rúmlega 500 starfsmenn hjá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hafa skrifað undir bréf til Volker Türk, mannréttindastjóra SÞ, þar sem hann er hvattur til að nota hugtakið þjóðarmorð til að lýsa ástandinu á Gaza. Starfsfólkið segir skýrslur bæði stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna og óháðra sérfræðinga sýna fram á að skilyrði fyrir notkun hugtaksins samkvæmt lagalegri skilgreiningu séu uppfyllt. „Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna ber bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að fordæma þjóðarmorð,“ stendur í bréfinu. „Að fordæma ekki þjóðarmorð í framkvæmd grefur undan trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna og mannréttindakerfinu sem slíku.“ Höfundar bréfsins hvöttu Sameinuðu þjóðirnar til að endurtaka ekki söguleg mistök og bentu á að gjarnan hefði verið bent á „þögn“ SÞ í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994 sem eitt versta siðferðislega feilspor stofnunarinnar. „Ég veit að réttlætiskennd okkar allra er misboðið vegna hryllingsins sem við erum vitni að og að við finnum fyrir gremju í ljósi vanmættis alþjóðasamfélagsins til að binda enda á þessar aðstæður,“ hafði fréttastofa Reuters eftir Türk um bréfið. Hann hvatti starfsfólkið til að sýna samheldni frammi fyrir áskorunum sem steðja að stofnuninni.

Læknir notaði upplýsingar úr sjúkraskrám til að afla viðskiptavina

Læknir notaði upplýsingar úr sjúkraskrám til að afla viðskiptavina

Læknir á Landspítalanum notaði upplýsingar úr sjúkraskrám fólks til þess að hafa samband við það í þeim tilgangi að beina því í viðskipti við einkarekið fyrirtæki sem hann starfaði hjá. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem féll í júlí en birtur var á vef stofnunarinnar í dag. DV greindi fyrst frá. Í útdrætti úr úrskurðinum kemur fram að Persónuvernd hafi lokið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga af hálfu læknisins vegna ábendingar sem stofnuninni barst um að hann hefði notað aðgang að sjúkraskrárkerfi Landspítalans til að afla sér fjárhagslegs ávinnings. Læknirinn byggði á því að vinnslan hefði samrýmst persónuverndarlöggjöf og farið fram í umboði Landspítalans. Féllist Persónuvernd ekki á ábyrgð Landspítalans byggði læknirinn á því að vinnslan hefði verið nauðsynleg vegna lagaskyldu til þess að veita umönnun og meðferð á sviði heilbrigðisþjónustu. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn væri ábyrgðaraðili vinnslunnar enda hefði hann notað upplýsingarnar í eigin þágu, vegna verks sem ekki félli innan verksviðs Landspítalans. Með hliðsjón af niðurstöðu embættis landlæknis um að læknirinn hefði ekki haft heimild til uppflettinganna samkvæmt lögum um sjúkraskrár taldi Persónuvernd að vinnslan gæti ekki staðist þær vinnsluheimildir sem læknirinn vísaði í. Þá hafi vinnsla upplýsinganna ekki verið með lögmætum hætti gagnvart þeim sem hann fletti upp eða í málefnalegum tilgangi. Ekki kemur fram í tilkynningu Persónuverndar hvort læknirinn hafi sætt viðurlögum vegna athæfisins. Samkvæmt frétt Landlæknis frá júní höfðu þá tveir heilbrigðisstarfsmenn verið sviptir leyfi það sem af var ári. Algengasta orsök sviptingar starfsleyfis á árunum 2025 var lyfjastuldur, en meðal annarra ástæðna sem nefndar eru, eru óheimilar uppflettngar í sjúkraskrám.