Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Þeim fyrirmælum hefur verið beint til spítala í Frakklandi að gera ráðstafanir vegna yfirvofandi stríðsátaka í Evrópu og þýski herinn segist vera í viðbragðsstöðu vegna heræfinga Rússa. Daily Mail greinir frá þessu. Franska heilbrigðisráðuneytið hefur beint því til heilbrigðisstofnana landsins að vera undirbúin undir meiriháttar hernaðarátök fyrir mars næstkomandi. Þessi fyrirmæli munu hafa verið sett Lesa meira

Arsenal staðfestir að Zinchenko sé mættur til Forest

Arsenal staðfestir að Zinchenko sé mættur til Forest

Arsenal hefur staðfest að Oleksandr Zinchenko sé farin á láni til Nottingham Forest út þessa leiktíð. Arsenal hefur viljað losna við bakvörðinn frá Úkraínu í sumar og Forest náði að klára allt á síðustu stundu. All the best on loan, Zinny Oleksandr Zinchenko has joined Nottingham Forest until the end of the 2025/26 campaign Lesa meira

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Aston Villa hefur gengið frá samningi við Liverpool um að fá Harvey Elliott á láni út þessa leiktíð. Talið er að Villa verði að kaupa þennan 22 ára miðjumann næsta sumar en félögin staðfesta það þó ekki. Elliott kom til Liverpool árið 2019 og spilaði 149 leiki fyrir félagið og skoraði 17 mörk í þeim. Lesa meira

Bayern staðfestir komu Jackson frá Chelsea

Bayern staðfestir komu Jackson frá Chelsea

FC Bayern hefur staðfest komu Nicolas Jakcson til félagsins á láni frá Chelsea. Bayern getur keypt hann næsta sumar. Jackson kemur til með að veita Harry Kane samkeppni en hann mun klæðast treyju númer 11. Jackson var mættur til Þýskalands í gær en þá ætlaði Chelsea að hætta við að gera samninginn, það fór svo Lesa meira

Strandveiðar nýtist betur þeim sem búi úti og landi og hafi lifbrauð af smábátaútgerð

Strandveiðar nýtist betur þeim sem búi úti og landi og hafi lifbrauð af smábátaútgerð

Innviðaráðherra skoðar leiðir til að tryggja 48 daga strandveiði næsta sumar. Hann segir erfiðleikum bundið að velja hverjir fari á strandveiðar enda eigi þær að tryggja atvinnufrelsi. Mögulega ætti meiri þorskkvóti að fást inn í kerfið í skiptum fyrir aðrar tegundir. Nýrri ríkisstjórn tókst ekki að tryggja ákvæði í stjórnarsáttmála um að tryggja 48 daga strandveiði í sumar. Byggðapotturinn, sem í fara 5,3 prósent aflaheimilda, var því fluttur yfir til innviðaráðherra sem einnig fer með byggðamál. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra skoðar leiðir til að strandveiðikvótinn nýtist betur þeim sem hafa lifibrauð af smábátaútgerð. „Til dæmis með að skoða eignarhald á bátum, að það sé hundrað prósent eignarhald á bátum. Það er mikilvægt að þeir sem búa úti á landi, að þeir sem hafa lifibrauð af strandveiðum stóran hluta ársins, að kerfið þjóni þá þeim frekar en öðrum. En það á allt eftir að koma í ljós. Þetta er mjög erfitt ef við byggjum þetta á atvinnufrelsi, jafnræði og byggðafestu. Það þarf að fara saman,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Ríkustu útgerðirnar hafi fengið uppsjávarkvóta út byggðapottinum fyrir lítið 5,3 prósent af aflaheimildum fara í byggðapotta og það á líka við um uppsjávartegundir sem smábátar veiða ekki. Því hefur þurft að fara með talsverðan kvóta í loðnu, til dæmis á skiptimarkað, til að fá í staðinn þorskkvóta sem hentar smábátum. „Og þetta kerfi hefur borið mjög skarðan hlut frá borði þegar verið er að setja uppsjávarfisk á skiptimarkað vegna þess hve fá tonn eru að koma fyrir loðnukvóta til dæmis. Haustið 2021 voru það 34 þúsund tonn af loðnu og þá komu bara á skiptimarkaðnum þúsund tonn af þorski. Þannig að verðmæti hafa verið að fara úr 5,3% kerfinu til ríkustu útgerða í landinu. Þetta er félagslegt kerfi og það er mjög mikilvægt að við tryggjum að 5,3% kerfið sem er núna komið til mín sem byggðamálaráðherra, að það fái þorskígildið sem er úthlutað. Þetta er náttúrulega skiptimarkaður sem er algjör fákeppnismarkaður,“ segir Eyjólfur.

Geti reynst ógn við öryggi allra barna

Geti reynst ógn við öryggi allra barna

Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins.

Yfir þúsund milljörðum eytt í sögulegum leikmannaglugga

Yfir þúsund milljörðum eytt í sögulegum leikmannaglugga

Sögulegum leikmannaglugga í fimm stærstu knattspyrnudeildum heims verður lokað í kvöld. Upphæðin sem félögin hafa eytt í leikmenn er stjarnfræðileg, líklega yfir þúsund milljarðar. Fótbolti á áhugaverðri braut Til samanburðar má nefna að kostnaður við borgarlínuna er um 300 milljarðar. „Þetta kemur ekki á óvart og er vitnisburður um hvað fótboltinn er í miklum vexti,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, sem hefur haldið erindi og fyrirlestra um fjármálahlið knattspyrnunnar. Annars vegar sé fótboltinn á áhugaverðri braut þar sem tekjur og útgjöld hafi aukist mikið á milli ára en þessu sé hins vegar mjög misskipt í stærstu deildum Evrópu. Þar séu þetta eitt til tvö lið sem njóti góðs af þessu. England skeri sig úr; þar sé dreifingin hvað jöfnust. Ensku liðin eru reyndar í algjörum sérflokki þegar kemur að eyðslu í leikmannakaup - helmingurinn af leikmannakaupum í fimm stærstu deildunum er þar. „Fyrir nokkrum árum síðan var hugmynd um ofurdeild. Hún er til í dag og heitir enska úrvalsdeildin,“ segir Jóhann Már Helgason, einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Dr. Football og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vals. „Alþjóðavæðing ensku knattspyrnunnar hefur bara haldið áfram,“ segir Jóhann. Miðlungslið á Englandi á pari við topplið annars staðar Yfirburðirnir hafi aldrei verið meiri sem megi fyrst og fremst rekja til verðmæts sýningarréttar sem streymisveitur á borð við Amazon Prime greiða himinháar fjárhæðir fyrir en líka fyrirtæki í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. „Þetta eru tekjustofnar sem voru ekki til staðar af neinu viti fyrir nokkrum árum.“ Þetta hafi síðan gert það að verkum að miðlungslið á Englandi eru á pari við topplið í hinum deildunum fjórum þegar komi að tekjum. „Þetta hefði verið óhugsandi fyrir ekkert löngu síðan.“ Leikmennirnir sjálfir viti líka að enska deildin sé stærsta sviðið og þar fái þeir best greitt. „Frá árinu 2015 hafa sjónvarpstekjurnar tvöfaldast og heildartekjur deildarinnar líka. Peningarnir hafa streymt inn í þessa deild og þetta vita leikmennirnir; þetta er stærsta sviðið.“ Þeir telji að þótt þeir séu í lakari liði í ensku deildinni sé það betra því það auki líkurnar á að komast til bestu liðanna. „Sem eru toppliðin í ensku úrvalsdeildinni.“ HM ein ástæðan fyrir félagsskiptum - breyting á reglum önnur Jóhann telur nokkrar ástæður fyrir þeirri miklu leikmannaveltu sem hefur verið í þessum félagaskiptaglugga. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er fram undan - leikmenn stilla margir hverjir feril sinn eftir því hvenær mótið er. Stærsta ástæðan er þó líklega breyting á reglum um fjárhagslega sjálfbærni knattspyrnufélaganna sem á að taka gildi á næsta ári. „Það er verið að snúa þessum reglum við og þá mega laun leikmanna og greiðslur til umboðsmanna ekki fara yfir ákveðið hlutfall.“ Jóhann segir að þetta eflaust ein af ástæðum þess að lið eins og Liverpool hafi ákveðið svigrúm núna og geti leyft sér að eyða eins og það hafi eytt. „Því ef þetta regluverk væri í gildi núna gætu þeir ekki gert það.“ Ríkasti eigandinn þarf að selja stærstu stjörnuna Stærstu félagsskiptin í þessum glugga eru einmitt líklega kaup Liverpool á sænska framherjanum Alexander Isak. Bítlaborgarliðið ætlar að greiða Newcastle 125 milljónir punda fyrir leikmanninn - það er jafn mikið og íslenska ríkið fær í veiðigjöld á ári, meira en það kostar að byggja nýtt öryggisfangelsi í staðinn fyrir Litla Hraun. Newcastle er í eigu PIF, fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, og þá vaknar spurningin af hverju félag í eigu eins ríkasta fjárfestingasjóðs heims, þurfi að selja Isak til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum. Þetta má rekja til áðurnefndra reglna um fjárhagslega sjálfbærni. „Þessum reglum er ætlað að tryggja að það sé einhver ákveðin rekstrarlegur grundvöllur fyrir eyðslunni.“ Hjá PIF sé Newcastle bara dropi í hafið og það myndi ekki sjást högg á vatni þótt félagið tapaði öllum sínum peningum. „PIF má hins vegar ekki kaupa sig meira upp deildina og þú kemst ekki endalaust upp með að selja eigandanum auglýsingar. Þess vegna gerist þetta, langríkasti eigandi knattspyrnufélags í heimi þarf að selja sína helstu stjörnu af því að þeir hafa ekki efni á því að halda honum.“ Nýir leikmenn ekki ávísun á árangur Þótt félögin eyði háum fjárhæðum í leikmenn er alltaf eitthvað sem getur klikkað; leikmaðurinn meiðist, stendur ekki undir væntingum eða lendir upp á kant við knattspyrnustjórann. Þá getur reynst vandasamt að losna við leikmanninn án þess að tapa miklum fjármunum. Manchester United hefur til að mynda í allt sumar reynt að losna við hóp leikmanna sem í enskum fjölmiðlum hefur verið kallaður sprengjusveitin. „Þeir hafa lent í verstu martröðinni. Þeir hafa eytt háum fjárhæðum í leikmann sem þú ætlar mikið. Þegar þú ætlar svo að losa þig við hann er ekkert félag sem efni á því að borga launin.“ Þetta geti orðið einn versti vítiseldur knattspyrnufélags; að lána leikmann til annars félags en halda áfram að borga stóran hluta launa hans. Boltinn ekki bóla Þessi sögulegi leikmannagluggi verður svo líklega ekkert einsdæmi; Björn Berg telur að minnsta kosti enga ástæðu til að ætla að uppgangur knattspyrnunnar sé bara bóla sem eigi eftir að springa. „Það er ekkert sem bendir til að þetta sé bóla. Félagsskiptin sem hlutfall af tekjum er ekkert í öðrum takti en áður. Félög í fjárhagslegum vanda eru færri en áður og það er meiri stöðugleiki í rekstri þeirra en áður.“ Björn bendir á að meðan millistéttinn, sem eyði peningum í enska boltann, haldi áfram á vaxa sé ekkert sem stöðvi útrás fótboltans.

Aston Villa staðfestir komu Jadon Sancho

Aston Villa staðfestir komu Jadon Sancho

Aston Villa hefur staðfest komu Jadon Sancho á láni frá Manchester United út þessa leiktíð. Sancho verður samningslaus hjá United næsta sumar en félagið getur framlengt samning hans um ár í viðbót. Sancho var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð og vlidi félagið kaupa hann en Sancho hafði ekki áhuga á því. Sancho hefur Lesa meira