Einni af 16 kröfum verið svarað frá síðasta kvennaverkfalli

Einni af 16 kröfum verið svarað frá síðasta kvennaverkfalli

Á sjötta tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til kvennaverkfalls á ný þann 24. október. Á blaðamannafundi í vikunni voru kröfur kvenna og kvára lagðar fram við styttu Ingibjargar H. Bjarnasonar, fyrstu konunnar sem tók sæti á Alþingi. „Þetta er til að minna á kröfurnar og við erum að kalla eftir því að þeim sé svarað og orðið við þeim,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og ræðumaður á blaðamannafundi kvennaárs. Kröfurnar fyrst lagðar fram 2023 „Við vorum hundrað þúsund konur og kvár sem komu saman fyrir tveimur árum og svo var svolítið stóra spurningin, hvað svo?,“ segir Linda. Kröfurnar voru upprunalega lagðar fram á útifundi Kvennaverkfallsins árið 2023. Lagðar voru fram kröfur um breytingar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs setti síðar fram í formi aðgerða sem grípa þarf til, afhenti stjórnvöldum og gaf þeim eitt ár, til 24. október 2025, til að hrinda í framkvæmd. Í þeim felst krafa um lagabreytingar, aðgerðir gegn ofbeldi, launamun kynjanna, til að bæta stöðu mæðra og að útrýma mismunun á vinnumarkaði. Alls eru kröfur kvenna 16 og má lesa meira um þær hér . Einni kröfu af þeim 16 sem lagðar voru fram í síðasta kvennaverkfalli 2023 hefur verið svarað af stjórnvöldum. Konur frá mörgum af þeim 60 samtökum sem standa að kvennaverkfallinu í ár lögðu kröfurnar fram við Alþingi í vikunni. „Því miður hefur einungis einni kröfu verið svarað af þeim sem settar hafa verið fram sem eru vonbrigði,“ segir Linda Dröfn. Sú krafa er að unnið sé að breytingum á nálgunarbanni svo auðveldara sé að sækja um slíkt bann og að notuð séu ökklabönd. W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna Á fundinum var einnig Maru E. Alemán sem situr í stjórn samtaka kvenna af erlendum uppruna. Samtökin voru stofnuð árið 2003 og hafa tekið þátt í kvennafrídeginum síðan 2005. „Svo það eru 20 ár síðan konur af erlendum uppruna hafa notað rödd sína og tekið þátt í kvennaverkfallinu,“ segir Maru og bendir á að konur af erlendum uppruna takist á við margvíslegar áskoranir í íslensku samfélagi. Einni kröfu af þeim 16 sem lagðar voru fram í síðasta kvennaverkfalli 2023 hefur verið svarað af stjórnvöldum. Konur frá mörgum af þeim 60 samtökum sem standa að kvennaverkfallinu í ár lögðu kröfurnar fram við Alþingi í vikunni. „Konur af erlendum uppruna glíma við áskoranir í samfélaginu, samanborið við aðrar íslenskar konur. Til að mynda eru þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi og rannsóknir sýna að um 44 prósent þeirra þéna undir 499 þúsund krónum á mánuði. Íslenskan er líka ein mesta hindrunin við að aðlagast samfélaginu og skorið hefur verið niður í fjárveitingum til innflytjenda til að læra íslensku. Við berum þriðju og fjórðu vaktina sem oft fer óséð. Það er aukin byrði sem við berum. Ég get nefnt margt annað eins og fordóma, útskúfun og rasisma. Við glímum við misjafnar áskoranir en við erum vaxandi hópur á Íslandi. Við erum hér til að vera, flest okkar, og viljum vera hluti af samfélaginu. Hér eigum við heimili og börn í skólum, sem eru íslensk og hluti af samfélaginu. Þau glíma líka við þessar áskoranir.“ Eiga erfitt með að leggja niður störf Ásamt þessu sé mikilvægt að minnast þess að konur af erlendum uppruna eigi margar erfitt með að leggja niður störf. „Algjörlega og við viljum ná til eins margra þeirra og hægt er svo þær geti heyrt um verkfallið og mætt,“ segir Maru. Hún hvetur vinnuveitendur sérstaklega til að huga að stöðu kvenna sem vinna í hreingerningu, þjónustu og í fiskverkun og gera þeim kleift að mæta.

Hvers virði er líf barns?

Hvers virði er líf barns?

Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum

Kara Connect hefur sókn á nýja markaði

Kara Connect hefur sókn á nýja markaði

Heilbrigðistæknifyrirtækið Kara Connect ákvað að færa sig frá því að bjóða einungis upp á þjónustu sérfræðinga og er farið að selja vöruna á Írlandi og Bretlandi. Fyrirtækið selur nú þjónustu sína eingöngu til fyrirtækja og einkaaðila, eftir að samstarfið við hið opinbera reyndist þungt og tímafrekt.

Þrjú framboð til ritara og ræðu formanns beðið

Þrjú framboð til ritara og ræðu formanns beðið

Nýr ritari verður kosinn á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag, en Ásmundur Einar Daðason hætti sem ritari flokksins í lok september. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti í Múlaþingi og varaþingmaður, og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður, eru í framboði til ritara. Nokkur spenna ríkir jafnframt fyrir ávarpi formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar. Flokkurinn mælist með tæplega sex prósenta fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, en búist er við að rætt verði um það hvort flýta eigi flokksþingi. Það er æðsta vald flokksins þar sem kosið er um önnur embætti forystunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar.RÚV / Ragnar Visage

Heitir Sokki af því hann er sokkur

Heitir Sokki af því hann er sokkur

Æskulýðsstarf hestafélagsins Fáks hófst í gær með frekar óvenjulegu hestamóti. Þar sem enn á eftir að taka flesta hesta á hús, var ákveðið að þjappa barnahópnum saman í upphafi vetrarstarfs með því að setja upp hobbýhestaþrautabraut. Þetta framtak var fljótt að spyrjast út, og eftirspurnin var mikil utan félags. Því varð úr að Hobbýhestafélagi Íslands, sem telur um 100 iðkendur, og börnum úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu var líka boðið að taka þátt.

Rigning norðan- og vestanlands í dag

Rigning norðan- og vestanlands í dag

Búast má við vætu á köflum norðan og vestan til á landinu í dag. Gengur í norðan og norðaustan 5–13 metra á sekúndu en léttir til suðvestanlands. Hiti verður 4–10 stig yfir daginn. Á morgun kólnar nokkuð og verður hiti á bilinu 1 til 7 stig, kaldast norðan- og austanlands. RÚV / Ragnar Visage

„Við ættleiddum Lísu og var sagt að þetta væri læða“

„Við ættleiddum Lísu og var sagt að þetta væri læða“

Stefán Ingvar Vigfússon er grínisti og kattapabbi sem er að undirbúa sig fyrir sýningu þar sem hann segir brandara um ketti í 60 mínútur. Í uppistandi hans kemur ekkert annað fram nema brandarar um ketti og einn brandari fyrir ketti. Stefán kíkti í Síðdegisútvarpið á Rás 2 og sagði frá sýningunni. „Ég vil að áhorfendum finnist þetta fyndið og ég býst ekki við að það verði margir kettir á svæðinu.“ Skírð á eins árs afmælinu og fermd tveggja ára En sem fyrr segir verður einn brandarinn sérhannaður til að skemmta ferfætlingunum sjálfum. „Ég þarf að útskýra af hverju þessir brandarar virka fyrir ketti og hef verið að stúdera heimspekilegar rætur grínsins, kattasálfræði og líffræði til að smíða þessa brandara.“ Sjálfur á Stefán frægan kött, en kyn hans er nokkuð á reiki. Hann heitir Lísa og það varð fréttamál þegar hún var fermd að húmanískum sið í Tjarnarbíói. „Við skírðum hana og fengum athafnastjóra frá Siðmennt til þess. Fermdum hana ári seinna.“ Hljóp í fangið á Páli Óskari Auk þess lék hún í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum. „Hún lék kött sem Páll Óskar hélt á og hún var virkilega sannfærandi. Það var alls konar ljósabúnaður og læti í stúdíóinu og hún fríkaði út en Palli kom og spjallaði við hana og hún hljóp í fangið á honum,“ segir Stefán. Það séu engar ýkjur að kalla Pál Óskar kattahvíslara. „Hann sagði: Ég elska ketti og þeir koma til mín, og það er alveg rétt hjá honum.“ Kettir geðveikt fyndnir Stefán hefur verið uppistandari í um sjö ár og velt því fyrir sér hver sé besta leiðin til að lokka fólk á uppistand. Það var í apríl sem hann fékk þá hugmynd að segja brandara um ketti og fór að semja þá. „Mér finnst kettir geðveikt fyndir. Við eigum Lísu og erum með fósturkött sem heitir Nóra og er með áfallastreituröskun eftir að Reykjavíkurborg rændi henni og týndi henni.“ Götukettir hafa séð ýmislegt Eigendur Nóru eru leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær. Þau eru búsett erlendis og Nóra því í fóstri hjá Stefáni og Hófí kærustu hans. Nóra komst líkt og Lísa í fréttir en tilefnið var allt annað. Þá höfðu nágrannar kvartað yfir henni, dýravelferðarsvið Reykjavíkur brugðist við með því að taka hana en hún slapp úr bifreið þeirra og týndist í Laugardal. Hún fannst ekki fyrr en þremur vikum síðar og síðan hefur hún verið taugaveikluð. „Götukettir, they’ve seen some shit,“ segir Stefán um lífsreynsluna. Var sagt að hún væri læða Stefán og Hófí töldu sig eiga aðra læðu þegar þau tóku Nóru í fóstur, en það kom í ljós að svo var ekki. „Við ættleiddum Lísu og var sagt að þetta væri læða. Við förum til dýralæknis sem kíkir undir Lísu og segir þetta er svo sannarlega læða,“ segir Stefán. Þegar kom að því að gelda hana þá kom annað í ljós. „Þá er allt í einu kominn pungur. Mér finnst þetta skrýtið en ég hef aldrei átt gæludýr, er alinn upp í Vesturbæ og foreldrar mínir eru ekki mikið dýrafólk. Ég vissi ekki hvort þetta væri bara eitthvað sem læður fá, læðudúskar kannski, en svo förum við aftur til dýralæknis sem segir: Hann er með pung.“ Æsist í kattaleik og lemur manneskjur Lísa er þremur árum yngri en Nóra og þær hafa búið saman í eitt og hálft ár. Stefán segir að nú sé kært á milli þeirra en stundum leiki þær sér af slíkri innlifun að Nóra missi stjórn á sér og taki það út á heimilisfólki. „Svo fríkar Nóra út, hoppar upp á borð og lemur mig eða Hófí kærustuna mína og hvæsir svo á Lísu. Mér finnst þetta mjög fyndin athöfn.“ „Hann er með pung,“ var niðurstaða dýralæknis þegar Stefán Ingvar Stefánsson og Hólmfríður María Bjarnadóttir fóru með læðuna sína í geldingu. Stefáni er sama hvers kyns kötturinn er, hún er skírður og fermdur hefðarköttur og mjög fyndin. Framundan eru fjórar sýningar, þrjár í október og ein í nóvember og fara þær fram í Tjarnarbíói.