Rúmlega þúsund látin eftir skriðu í Súdan

Rúmlega þúsund látin eftir skriðu í Súdan

Rúmlega þúsund manns fórust í miklu skriðufalli í Darfúr í vesturhluta Súdan. Frelsishreyfing Súdans (SLM), uppreisnarhreyfing sem ræður yfir fjallahéruðum í Darfúr, segir heilt fjallaþorp, Tarasin í Marra-fjöllunum, hafa orðið undir skriðunni og að aðeins ein manneskja hafi lifað hamfarirnar af. „Fyrstu upplýsingar gefa til kynna að allir þorpsbúar, sem talið er að séu rúmlega þúsund talsins, hafi farist og að aðeins einn hafi komist lífs af,“ sagði SLM í tilkynningu um hamfarirnar. Hreyfingin sagði skriðuna hafa lagt hluta landshlutans, sem er þekktur fyrir sedrusrækt, í rúst. Þá biðlaði hreyfingin til Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka um hjálp við að nálgast líkamsleifar hinna látnu, sem eru grafnar undir aur og grjóti. Héraðsstjóri Darfúr, Minni Minnawi, kallaði skriðufallið „mannúðarharmleik sem nær út fyrir endimörk landshlutans.“ Hann biðlaði einnig til alþjóðlegra mannúðarsamtaka að hjálpa íbúum héraðsins, enda gætu Mikill hluti Darfúr er lokaður fyrir hjálparsamtökum vegna yfirstandandi borgarastyrjaldar í Súdan. RSF-uppreisnarherinn ræður yfir meirihluta landshlutans og hefur hafið áhlaup á Al-Fashir, höfuðborg Norður-Darfúr. Frelsishreyfing Súdans á í bandalagi með súdanska stjórnarhernum gegn RSF-hernum.

Amnesty segir sýrlensk stjórnvöld hafa tekið 46 Drúsa af lífi

Amnesty segir sýrlensk stjórnvöld hafa tekið 46 Drúsa af lífi

Amnesty International segist hafa undir höndum gögn sem sýni fram á að embættismenn og vígasveitir á vegum sýrlenskra stjórnvalda hafi tekið af lífi 46 manns úr minnihlutahóp Drúsa í júlí. Ofbeldisalda fór yfir suðurhluta Sýrlands í júlí þegar upp úr sauð milli vopnaðra hópa Drúsa annars vegar og Bedúína hins vegar. Talið er að rúmlega 2.000 manns hafi verið drepin, þar á meðal 789 almennir borgarar úr hópi Drúsa sem voru teknir af lífi án dóms og laga. Stjórnin í Damaskus segir hersveitir sínar hafa gripið inn til þess að stöðva ofbeldið en fjöldi sjónarvotta, blaðamanna og eftirlitsstofnana segir stjórnarliða hafa tekið afstöðu með Bedúínum og gert árásir á Drúsa. „Þessar aftökur stjórnarinnar og hersveita á vegum hennar fóru fram á almenningstorgi, í íbúðum, skóla, á sjúkrahúsi og í viðhafnarsal,“ sagði Amnesty í tilkynningu. Samtökin sögðust hafa undir höndum myndbönd af vopnuðum mönnum í einkennisbúningum hersins og öryggisstofnana að taka óvopnað fólk af lífi. Amnesty greindi frá því að fjórir menn hið minnsta sem sjást í myndböndunum hafi verið með svört barmmerki sem eru iðulega bendluð við Íslamska ríkið. Íslamska ríkið lýsti ekki yfir ábyrgð á neinum árásum í Suweida. Þrír þeirra sáust í slagtogi við öryggisstarfsmenn stjórnarinnar. „Þegar öryggis- eða hersveitir drepa fólk vísvitandi og ólöglega telst það aftaka án dóms og laga,“ sagði Diana Semaa, sérfræðingur Amnesty í málefnum Sýrlands. Hún hvatti stjórnvöld til að hefja sjálfstæða og gegnsæja rannsókn á aftökunum og draga gerendurna til ábyrgðar.

PCC á Bakka segir upp 30 starfsmönnum til viðbótar

PCC á Bakka segir upp 30 starfsmönnum til viðbótar

Þrjátíu starfsmönnum PCC BakkaSilicon hf. hefur verið sagt upp. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í júlímánuði var áttatíu starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp eftir að framleiðsla í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð. Eftir uppsagnir dagsins starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið segir áframhaldandi óvissu á kísilmarkaði vera ástæðu þess að gripið sé til uppsagna. Fyrirtækið áfram staðráðið í að endurræsa reksturinn „Ákvörðunin var tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm í Evrópu sem gerir markaðinn afar viðkvæman fyrir ódýrum kísilmálmi sem framleiddur er í Kína,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að PCC SE, eigandi PCC á Bakka, sé áfram staðráðið í að endurræsa rekstur kísilverksmiðjunnar á Bakka þegar markaðsaðstæður leyfa. Unnið sé að því að fyrirtækið verði tilbúið til þess. Bent er á að hjá fjármálaráðuneytinu liggi fyrir kæra félagsins vegna innflutnings til Íslands á undirverði. Þá hafi starfshópur fimm ráðuneyta unnið að tillögum að viðbrögðum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp í atvinnumálum á Húsavík. „Áfram verður unnið með og þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að bregðast við þeirri þungu stöðu sem upp er komin og hefur mikil áhrif á samfélagið á Húsavík,“ segir að lokum í tilkynningunni.

„Við getum ekki þagað yfir þessu“

„Við getum ekki þagað yfir þessu“

„Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær.