Ekkert bendir til riðuveiki á fleiri bæjum í Skagafirði
Ekkert bendir til þess að riðuveiki finnist á fleiri bæjum í Skagafirði en Kirkjubóli, þar sem hún greindist í einni á í byrjun mánaðar. Þetta segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Hrönn segir vinnu og skipulag viðbragða í kjölfar greiningarinnar vel á veg komin. Verið sé að kortleggja næstu skref. Riðuveiki greindist í einni á í byrjun mánaðar. Mynd tengist frétt ekki beint.RÚV / Ólöf Rún Erlendsdóttir