Ekkert bendir til riðuveiki á fleiri bæjum í Skagafirði

Ekkert bendir til riðuveiki á fleiri bæjum í Skagafirði

Ekkert bendir til þess að riðuveiki finnist á fleiri bæjum í Skagafirði en Kirkjubóli, þar sem hún greindist í einni á í byrjun mánaðar. Þetta segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Hrönn segir vinnu og skipulag viðbragða í kjölfar greiningarinnar vel á veg komin. Verið sé að kortleggja næstu skref. Riðuveiki greindist í einni á í byrjun mánaðar. Mynd tengist frétt ekki beint.RÚV / Ólöf Rún Erlendsdóttir

Forsætisráðherra: „Ég held að það verði enginn íslenskur her á minni lífstíð“

Forsætisráðherra: „Ég held að það verði enginn íslenskur her á minni lífstíð“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist ekki telja að Íslendingar eignist her á hennar lífstíð. Hún sat fyrir svörum ráðstefnugesta fyrr í dag á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer í Hörpu. Þetta er í ellefta sinn sem ráðstefnan er haldin í Reykjavík. Forsætisráðherrann segir Íslendinga geta áorkað meiru með aukinni fjármögnun til Atlantshafsbandalagsins og annarra innviða og með því að vera gistiríki fyrir aðrar þjóðir heldur en með því að byggja hagkerfi sitt alfarið á herrekstri. Hvað er gistiríki? Af vef utanríkisráðuneytisins um gistiríkjastuðning: „Frá 2006 hefur beint framlag Íslands til starfsemi Atlantshafsbandalagsins í formi svokallaðs gistiríkisstuðnings aukist. Gistiríkisstuðningur felst einkum í að veita færanlegum liðsafla bandalagsríkja, sem sinna mismunandi verkefnum á sviði loftrýmisgæslu, kafbátaeftirlits og varnaræfinga, aðstöðu á borð við fæði og gistingu. Stjórnvöld tryggja jafnframt að til staðar séu fullnægjandi varnarmannvirki, búnaður og kerfi, geta og sérþekking svo Ísland geti tryggt framlag sitt í formi gistiríkisstuðnings og þar með unnið í samræmi við áherslur í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.“ Ekki tækt að byggja efnahagskerfi landsins í kringum herrekstur Trine Jonassen, fréttastjóri norska fjölmiðilsins High North News, spurði Kristrúnu að því hvort satt reyndist að til umræðu væri að stofna íslenskan her. Kristrún sagðist hafa orðið var við umræðuna en að hún endurspegli hvorki áherslur né áform ríkisstjórnarinnar. „Í fullri hreinskilni, og ég get að vísu ekki talað fyrir alla íslensku þjóðina, held ég að allir séu ánægðir með núverandi stöðu mála hvað varðar viðveru okkar og öryggi. Ríkisstjórnin er það líka,“ svaraði Kristrún. Hún bætti því við að tækifæri séu fyrir Íslendinga til að leggja meira til varnarmála. Ísland verði að vinna með sína eigin styrkleika. Forsætisráðherra segir Íslendinga geta lagt meira til öryggismála með því að leggja fjármagn til Atlantshafsbandalagsins og að vera gistiríki fyrir aðrar þjóðir. Það skili meiri árangri en stofnun íslensks hers. „Persónulega held ég að við getum gert meira með fjármögnun, hvort sem það er fjármögnun NATÓ, annarra innviða eða hvaðanæva, og með því að styrkja stöðu okkar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning og sem gistiríki, heldur en með því að byggja allt efnahagskerfi lands með fjögur hundruð þúsund þegna í kringum herrekstur.“ Það er hennar tilfinning að önnur ríki séu meðvituð um þessa áherslu Íslendinga. „En þetta verður ekki allt í mínum höndum vegna þess að vonandi verð ég ekki í þessu hlutverki það sem eftir er af ævi minni. En ég held að við eigum ekki eftir að sjá íslenskan her á minni lífstíð. Það kemur í ljós.“

Spennutryllir frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn

Spennutryllir frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn

Einn eigenda glæsilegs fjölbýlishúss í Reykjavík hefur ákveðið að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir tuttugu arabíska hælisleitendur. Aðrir íbúar í húsinu eru mjög hlynntir fjölbreytileika en sætta sig ekki við að reglur húsfélagsins séu fótumtroðnar. Nú reynir á yfirvegun og samstöðu. Og hvar liggja mörk góðmennskunnar? Marta og Heiðar bjóða nágrönnum sínum heim til að ræða málin yfir góðum ostum og víni. Undir kurteislegu yfirborðinu tekur brátt að glitta í lögmál frumskógarins og notaleg kvöldstund snýst upp í harðvítug átök þar sem villidýrseðlið brýst fram. Við viljum vera góð – en hversu langt erum við tilbúin að ganga?

Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi

Samkeppniseftirlitið atyrðir bankana fyrir viðbrögð við vaxtadómi

Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðbragða við vaxtadómi Hæstaréttar, þar sem ákveðin ákvæði í íbúðalánasamningum Íslandsbanka voru úrskurðuð ólögleg.  Eftirlitið varar við því að viðbrögð starfsmanna bankanna geti jafngilt broti á samkeppnislögum.  „Í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands í máli Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka hefur sprottið umræða um möguleg áhrif dómsins um vaxtakjör til framtíðar. Í einhverjum tilvikum hafa...

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni

Chelsea er sagt undirbúa nýjan og betri samning fyrir miðjumanninn Moises Caicedo í kjölfar áhuga Real Madrid á honum. Ekvadorinn hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins á tímabilinu og vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sínu á miðjunni. Því hefur Real Madrid tekið eftir en stjórn Chelsea vill bregðast strax við áhuga spænsak risans með Lesa meira

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Ástralskur kappakstursmaður, hinn 29 ára gamli Joey Mawson, er grunaður um að hafa nauðgað hjúkrunarkonu sem sá um umönnun heimsmeistarans fyrrverandi Michael Schumacher. Árásin er talin hafa átt sér stað á heimili Schumacher. Eins og margir muna lenti hinn þýski Schumacher í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 í frönsku Ölpunum, lenti í dái um langa hríð Lesa meira

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Sambýliskona og barnsmóðir víetnamska athafnamannsins Quang Le hefur verið úrskurðuð í áframhaldandi farbann fram til föstudagsins 23. janúar 2026. Konan sætti gæsluvarðhaldi frá 6. mars 2024 til 13. júní sama ár en var þá úrskurðuð í farbann sem nú hefur verið framlengt. Mál Quan Le, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er velþekkt en hann Lesa meira

Evrópudómstóllinn telur hund í flugvél vera farangur

Evrópudómstóllinn telur hund í flugvél vera farangur

Evrópudómstóllinn úrskurðaði í dag að hundur sem geymdur er í farangursgeymslu flugvélar teljist til farangurs og því þurfi flugfélög ekki að greiða hærri bætur ef dýrið týnist. Upphaf málsins er rakið til deilu fyrir spænskum dómstól milli spænska flugfélagsins Iberia og farþega sem átti hund sem týndist á ferðalagi frá Buenos Aires til Barcelona fyrir sex árum. Hundurinn var settur í farangursrýmið vegna þess hversu stór hann var og þungur. Hann slapp á leiðinni út í flugvél og hefur ekki fundist. Eigandi hundsins krafðist fimm þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði rúmlega 73 þúsund króna. Flugfélagið viðurkenndi ábyrgð en hélt því fram að bæturnar ættu að takmarkast við þá upphæð sem greidd væri út fyrir innskráðan farangur í samræmi við Montreal sáttmálann, sem fjallar um skaðabótaskyldu flugfélaga. Spænski dómstóllinn vísaði þeim hluta málsins til Evrópudómstólsins sem féllst á málflutning Iberia. Í úrskurði Evrópudómstólsins segir að merking orðsins farangur geti náð yfir gæludýr líka þótt flestir telji orðið aðeins ná yfir dauða hluti. Gæludýr geti talist til farangurs í skaðabótamálum að því gefnu að velferð dýrsins sé tryggð á meðan á flutningi stendur. Farþeginn hefði getað borgað aukagjald fyrir flutning hundsins og þannig átt möguleika á hærri skaðabótum. Það hafi hann hins vegar ekki gert.