Boð­beri jólanna risinn á ný

Boð­beri jólanna risinn á ný

Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný.

Lítillega dregið úr landrisi undir Svartsengi

Lítillega dregið úr landrisi undir Svartsengi

Hættumat á gosstöðvunum á Reykjakjanesskaga er óbreytt frá fyrra mati. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjalftahrinan sem varð við Sýlingarfell um helgina hafi verið skammvinn og ekki hafi mælst markverðar breytingar á mælum og öðrum gögnum. Aukin skjálftavirkni í líkingu við þessa hefur þótt vísbending um að þrýstingur á kvikusöfnunarsvæðinu sé að aukast - þó er áfram óvissa um hvenær næsti atburður geti orðið. Aflögunarmælingar síðustu vikna sýna að landris og kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Sé horft á hraða landrissins yfir nokkurra vikna tímabil eru vísbendingar um að lítillega hafi dregið úr hraða þess. Frá síðasta eldgosi, sem hófst 16. júlí, hafa á milli 12 og 13 milljónir rúmmetra af kviku bæst við undir Svartsengi. Haldi kvikusöfnun áfram á þessum hraða verður efri mörkum þess sem ætlað er til að koma af stað kvikulaupi eða eldgosi, um 23 milljónum rúmmetrum, náð í lok árs. Því er talverð óvissa um hvenær næsti atburður verður.

Rekinn eftir hörmulegt gengi

Rekinn eftir hörmulegt gengi

Jon Dahl Tomasson hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Svíþjóðar. Liðið hefur tapað þremur af fjórum leikjum í undankeppni HM og veltur möguleiki þeirra á að komast á lokamótið nú á því að vinna báða síðustu leikina og að Kósóvó tapi sínum. 0-1 tap gegn Kósóvó í gær reyndist banabiti Tomasson í starfi. Daninn tók Lesa meira

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Maður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa stolið töluverðu magni af áfengi en maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir þjófnað. Maðurinn var ákærður ásamt öðrum ónefndum manni fyrir að hafa að nóttu til í ágúst 2023 brotist inn á stað sem ekki er nefndur í dómnum. Þaðan stálu mennirnir tíu 500 millilítra Lesa meira

Hvalá: málflutningur í Hæstarétti 27. október

Hvalá: málflutningur í Hæstarétti 27. október

Málflutningur í mái nokkurra eigenda jarðarinnar Drangavík í Árneshreppi á hendur eigendum jarðanna Ófeigsfjörður og Engjaness hefur verið ákveðinn þann 27. október næstkomandi. Stefnendur gera ágreining um landamerki milli jarðanna og krefjast þess að þeim verði dæmt land sem til þessa hefur verið í eigu Ófeigsfjarðar og Engjaness. Það sem er undir í málinu er […]

„Mikill léttir og sigur fyrir neytendur“

„Mikill léttir og sigur fyrir neytendur“

„Við teljum að þessi dómur sé fordæmisgefandi fyrir flestöll lán þarna úti. Við munum núna rétta út höndina og óska eftir viðræðum við bankana og lífeyrissjóðina,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Dómurinn ógilti skilmála láns að hluta. „Bankanum er óheimilt að nota huglæga þætti til að miða vextina sína út frá. Rétturinn skilur eftir eitt viðmið, sem er Seðlabankavextir, sem er hlutlaust viðmið. Það er alveg samkvæmt okkar kröfum, að bankanum sé ekki í sjálfsvald sett hvernig hann breytir vöxtum.“ Breki segir þetta snerta á bilinu 50-70 þúsund lán, að verðmæti 2.500-2.700 milljarða. „Þetta eru mörg lán og háar upphæðir, en við skulum sjá hvernig útreikningurinn kemur út. Skilaboðin eru þau að fólk skuli ekki telja fugla í skógi heldur þegar þeir eru komnir í hendi.“ Formaður Neytendasamtakanna segir áhrif af dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða ná yfir 50-70 þúsund lán. Verðmæti þeirra er allt að 2.700 milljarðar. Dómurinn ógilti skilmála láns að hluta. Fjárhagslegu áhrifin verða minni en ella Guðmundur Ásgeirsson. formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir þetta ekki vera þann fullnaðarsigur sem vonast var eftir þar sem ekki var fallist á allar kröfur. „Á sama tíma þá er afar gott og mikilvægt að fá þó allavega viðurkenningu á það að útfærslan á þessum skilmálum hafi ekki verið í samræmi við lög.“ Formaður Neytendasamtakanna segir áhrif af dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða ná yfir 50-70 þúsund lán. Verðmæti þeirra er allt að 2.700 milljarðar. Dómurinn ógilti skilmála láns að hluta. En hefur þetta þá lítil áhrif í stóra samhenginu? „Ég treysti mér til að fullyrða á þessu stigi að fjárhagslegu áhrifin af þessari niðurstöðu, sem er einhvers konar málamiðlun, verði miklu minni heldur en ef fallist hefði verið á kröfurnar af öllu leyti.“

Fyrsti landsliðshópur Þorsteins eftir EM

Fyrsti landsliðshópur Þorsteins eftir EM

Alls eru fimm breytingar á leikmannahópi íslenska liðsins frá því fyrir þremur mánuðum síðan þegar það lék sinn síðasta leik á Evrópumótinu í Sviss. Arna Eiríksdóttir, María Catharina Ólafsdóttir Gros, Thelma Karen Pálmadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir koma inn fyrir Guðnýju Árnadóttur, Natöshu Anasi, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Berglindi Rós Ágústsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Þá hefur Ólafur Helgi Kristjánsson og Amir Mehica verið fengnir inn í teymið fyrir Ásmund Haraldsson og Ólaf Pétursson, þær breytingar voru gerðar að frumkvæði Þorsteins sem taldi þetta góðan tímapunkt til að breyta til. Ólafur Kristjánsson þekkja flestir knattspyrnuáhugamenn en hann hefur þjálfað lengi hér á landi sem og í Danmörku, síðast stýrði hann liði Þróttar í bestu deild kvenna. Leikið verður heima og heiman gegn Norður-Írlandi þar sem fyrri leikurinn er í Belfast 24. október og seinni leikurinn á Laugardalsvelli 28. október, sigurvegari einvígisins leikur í A-deild Þjóðadeildar og á töluvert betri möguleika í undankeppni HM. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo mikilvæga leiki gegn Norður-Írlandi í umspili Þjóðadeildar Evrópu í lok mánaðarins. Þrír nýliðar eru í hópnum og þá hafa orðið breytingar á starfsliði Þorsteins Halldórssonar þjálfara liðsins.

Kvarta undan verklausri verkstjórn

Kvarta undan verklausri verkstjórn

Stjórnarandstaðan á Alþingi segir þingið hafa allt of lítið að gera. Stjórnarmeirihlutinn hafi lagt fá mál fram og þingmannamál haldi uppi dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á stöðu mála við upphaf þingfundar eftir hádegið. Sagði hún að dagskráin undanfarna daga og vikur hafi verið afar þunn eins og þingfundir síðustu viku báru vitni um. Dagskránni væri haldið uppi með sérstökum umræðum og þingmannamálum. „Það er alveg augljóst að þetta er ekki merki um öfluga verkstjórn.“ Undir þetta tóku Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins og Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki. Bryndís sagðist raunar ekki sakna mála frá ríkisstjórninni enda væru þau ekki endilega góð. En hún rifjaði upp að á síðasta þingi hafi risastór mál verið lögð seint fram og óttaðist hún að slíkt endurtaki sig. María Rut Kristinsdóttir, starfandi þingflokksformaður Viðreisnar, reyndi að róa stjórnarandstöðuna og sagði að von væri á fleiri málum næstu daga og vikur. Vel gangi að koma málum í gegnum þingflokkana. „Hér er verið að reyna að búa til einhverja atburðarás.“