
„Ég vildi bara reyna að setja annað“
„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.