Framlengingin: Hvaða leyndarmál geyma sérfræðingarnir?

Framlengingin: Hvaða leyndarmál geyma sérfræðingarnir?

„Ofarlega í huga mínum var atvik sem átti sér stað í Finnlandi,“ segir Arnar og á við EM 2017. Boris Diaw, NBA-stjarna og leikmaður Frakklands, óskaði inngöngu í black jack leik starfsfólks íslenska liðsins á hóteli leikmanna. Arnar segir söguna í spilaranum hér að ofan. Finnur Freyr bætir við að í aðdraganda sama móts hafi liðið verið í æfingabúðum í Póllandi. Aftur hafi verið veðjað, en þá á allt annað en spil. „Þetta er gaman en á sama tíma ertu bara inni á hótelherbergi, í rútu, í matsalnum þannig að menn finna sér alls kyns leiðir til að létta sér lund. Þá er oft veðjað upp á nokkra hundraðkalla,“ segir Finnur Freyr. Upprifjanir Arnar og Finns Freys má sjá í heild sinni í spilaranum og er farið um víðan völl og berast fisksali og dýralæknir í tal ásamt Dirk Nowitzki.

Handbært fé nánast uppurið

Handbært fé nánast uppurið

Félagsbústaðir hf. töpuðu 660 milljónum á fyrstu sex mánuðum ársins, þegar undan er skilin rúmlega sjö milljarða króna matsbreyting fjárfestingareigna. Rekstrartekjur námu tæpum 3,7 milljörðum króna, rekstrargjöld tæpum tveimur milljörðum og fjármagnsgjöld rúmum 2,3 milljörðum. Handbært fé er aðeins tæpar 9 milljónir og hefur lækkað úr 429 milljónum frá árslokum 2023.

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Liverpool ætlar sér að landa bæði Marc Guehi og Alexander Isak áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í kvöld. Englandsmeistararnir hafa verið á eftir Isak í allt sumar, en framherjinn hóf stríð við félag sitt, Newcastle, fyrir nokkrum vikum til að reyna að koma skiptunum í gegn. Í gærkvöldi birtust loks fréttir þess efnis Lesa meira

Leituðu að barni á Akranesi í nótt

Leituðu að barni á Akranesi í nótt

Björgunarsveitir voru kallaðar út á Vesturlandi í nótt til að aðstoða lögreglu við leit að unglingsstúlku á Akranesi. Leit hófst upp úr miðnætti en stúlkan fannst um klukkan þrjú í nótt. Ásmundur Kristinn Ásmundsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að leitin hafi verið nokkuð umfangsmikil og voru drónar meðal annars notaðir við leitina. Að lokum fundu björgunarsveitarmenn stúlkuna í bænum. RÚV / Ragnar Visage

Gallerí úthverfa: Hjörtur Matthías Skúlason sýning

Gallerí úthverfa: Hjörtur Matthías Skúlason sýning

Fimmtudaginn 4. september kl. 16 opnar sýning Hjartar Matthíasar Skúlasonar Gras – Any of Many í Gallerí Úthverfu. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina og boðið verður uppá léttar veitingar og spjall. Sýningin Gras – Any of Many býður gestum að kanna þemu sem varpa ljósi á tilveru grasstráa. Hjörtur dregur fram á óhefðbundin hátt myndir af […]