Sigmundur vill Trump til Íslands - Kristrún segir Bandaríkin „velkomin með“

Sigmundur vill Trump til Íslands - Kristrún segir Bandaríkin „velkomin með“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að Bandaríkin væru „velkomin með“ í umræðu um fjárfestingu og innviðauppbyggingu, ásamt Færeyjum, Grænlandi og Kanada. Þetta segir hún í svari við óundirbúnni fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Alþingi í dag, þar sem hann þrýsti á nánari samskipti við Donald Trump Bandaríkjaforseta og lagði til að Kristrún styrkti sambandið við hann með...

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Ungur maður hefur verið dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi  fyrir tvær líkamsárásir sem framdar voru fyrir utan íþróttamiðstöðina á Seltjarnarensi í lok ágúst árið 2021. Maðurinn er 22 ára í dag en var aðeins 18 ára er hann framdi árásirnar. Annars vegar veittist hann að manni með ofbeldi og sló hann með krepptum hnefa Lesa meira

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er með mikilvæg skilaboð til fólks sem vigtar sig á hverjum morgni. Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil. Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. „Mörg byrja daginn með að stíga á Lesa meira

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Íslenska kvennalandsliðið mætir Norður-Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar í næstu viku. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir íslenska liðið sterkara en að full ástæða sé til að taka andstæðinginn alvarlega. Takist Íslandi að leggja Norður-Írland að velli heldur liðið sæti sínu í A-deild. Ef viðureignin tapast fellur liðið í B-deild. Mikilvægt er að halda sér í A-deild upp Lesa meira

Lítill munur á fjölda sjálfsvíga frá fyrri tímabilum

Lítill munur á fjölda sjálfsvíga frá fyrri tímabilum

Sjálfsvíg á Íslandi voru 48 árið 2024 eða 12,4 á hverja 100.000 íbúa. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Landlæknis um sjálfsvígsforvarnir. „Vegna fámennis þjóðarinnar þá geta litlar breytingar á fjölda valdið nokkrum sveiflum í dánartíðni milli ára,“ segir í skýrslunni. „Því er mikilvægt að túlka ekki tölur fyrir eitt ár sem vísbendingu um aukningu eða samdrátt á tíðni sjálfsvíga...

Þingeyri: Kvenfélagið Von – opinn fundur

Þingeyri: Kvenfélagið Von – opinn fundur

Kvenfélagið Von stendur fyrir opnum félagsfundi í Stefánsbúð á Þingeyri þriðjudaginn 14. október í tilefni af viku einmanaleikans. Hefst fundurinn kl 20 í kvöld. Allar konur í Dýrafirði eru hjartanlega boðnar velkomnar. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast öðrum og kynnast starfsemi félagsins. Allar konur er velkomnar óháð því hvort þær gangi í félagið. […]

Spurningar um eilífðina frá Rúnari Þóris

Spurningar um eilífðina frá Rúnari Þóris

Lagið SVO FER er titillag nýjustu plötu Rúnars Þórissonar. Rúnar segir að lagið sé keyrt áfram af gítörum, trommum og bassa, kryddað með hljómborðum, strengjum, röddum og söng. Hann segir enn fremur að greina megi smá James Bond-stemningu í laginu, en það fer ekki fram hjá þeim sem hlusta. „Textinn var saminn á Ítalíu við vatn sem heitir Bracciano og er skammt frá Róm, saminn inni á íbúðarhóteli og á göngu rétt við vatnið, að sjá vatnið gárast og fitla laust við stein meðan svanirnir syntu eða flugu yfir á leið sinni heim,“ segir Rúnar um textann. „Að baki liggja spurningar um eilífðina, um hvaðan allt komi og hvert allt svo fari,“ bætir hann við. Hægt er að hlusta á lagið í heild sinni sem og póstkortið frá Rúnari í spilaranum hér að ofan.

Fundu lengstu slóð risaeðlufótspora á Englandi

Fundu lengstu slóð risaeðlufótspora á Englandi

Breskir vísindamenn hafa uppgötvað lengstu samfelldu slóð risaeðlufótspora á Englandi í námu í Oxfordskíri á Englandi. Í sumar hafa steingervingafræðingar komið víða að til að vinna að uppgreftri og rannsóknum í námunni, innan um jarðýtur, gröfur og vörubíla. „Þessi fótspor eru gríðarlega stór,“ segir Emma Nicholls, stjórnandi við náttúrugripasafn Oxford-háskóla, í samtali við BBC . „Þetta eru stærðarinnar fótspor eftir risaeðlu af ætt graseðla, líklega fenriseðlu, leifar þeirrar tegundar hafa fundist hér í nágrenninu.“ Fenriseðlur eru taldar hafa verið uppi fyrir um 166 milljón árum. Þær átu plöntur, gengu á fjórum fótum og gátu náð 18 metra lengd. Sporin falin undir þykku lagi kalksteins Náman sem vísindamennirnir vinna í hefur lengi verið samofin rannsóknum á risaeðlum. Slóð fótspora fannst í námunni á tíunda áratug síðustu aldar og í fyrra fundu rannsakendur 200 fótspor sem lágu þvers og kruss um námuna. Í ár hafa vísindamennirnir svo grafið upp enn fleiri spor. Lengsta slóðin sem þeir hafa fundið er 220 metrar að lengd. Rannsóknir á fótsporunum gefa vísindamönnum mikilvæga innsýn inn í hvernig risaeðlurnar hreyfðu sig. Sprengja þarf lag af kalksteini sem myndast hefur á tugum milljóna ára til að komast að sporunum. Það duga engin vettlingatök við rannsóknir sem þessar, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Til að komast að sporunum þarf að nota sprengiefni til að fjarlægja lag kalksteins sem hefur myndast á þeim tugum milljóna ára síðan risaeðlurnar ráfuðu um jörðina. „Við erum að grafa upp nokkuð sem fólk hefur aldrei séð áður,“ segir Kirsty Edgar, steingervingafræðingur við háskólann í Birmingham, í samtali við BBC. „Það er mjög sjaldgæft að finna eitthvað af þessari stærðargráðu.“ Fótsporin gefa betri mynd af hreyfingu dýranna en steingervingar Smærri fótspor hafa einnig fundist. Þau eru eftir rumeðlur. Ólíkt fenriseðlum þá gengu rumeðlur á tveimur fótum og voru kjötætur. Þær voru líka öllu minni, gátu náð níu metra lengd. Rannsóknir á fótsporum risaeðla veita vísindamönnum mikilvæga þekkingu á hreyfingum þeirra, útskýrir Peter Falkingham, steingervafræðingur við John Moorse-háskóla í Liverpool. Með sporunum fæst betri mynd af því hvernig eðlurnar hreyfðu sig heldur en fæst með rannsóknum á steingervingum. Margir samverkandi þættir orsaka varðveislu Út frá rannsóknargögnum frá löngu slóðinni hefur Falkingham unnið þrívíddarmódel sem sýnir gang fenriseðlunnar. „Hún hreyfir sig ekkert mjög hratt, um tvo metra á sekúndu,“ segir hann. „Það er svipað og maður á röskum gangi, svo hér hefur hún verið á rólegum gangi.“ Til þess að fótspor risaeðlu varðveitist í allan þennan tíma, um 166 milljón ár, þarf nokkra samverkandi þætti, útskýrir Kirsty Edgar. Jarðvegurinn þarf að vera af tiltekinni gerð, þéttleiki hans sömuleiðis og tilteknar aðstæður þurfa að vera til staðar. Fyrst verður fótspor risaeðlunnar til í forugum jarðvegi sem síðan harðnar þegar sólin skín og jörðin þornar hratt. Síðan þarf nýtt lag af blautum jarðvegi að leggjast ofan í sporin. Í þessu tilviki hefur það líklega gerst í stormi.