„Vonandi að þeim líði vel“

„Vonandi að þeim líði vel“

„Við erum bara spenntar að takast á við þetta verkefni og fá vonandi smá sjálfstraust fyrir næsta mót. Þetta er svolítið breyttur hópur þannig að það er mjög gott að fá svona alvöru leiki,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, í samtali við mbl.is fyrir æfingu í Framhúsinu í gær.

Mild vestanátt víða um land

Mild vestanátt víða um land

Það blæs nokkuð á norðanverðu landinu en sunnan til á landinu verður mun hægari vindur. Víða súld eða lítils háttar rigning í dag en lengst af skýjað á Austfjörðum og Austurlandi. Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld: Vestan átta til fimmtán metrar á sekúndu, en hægari sunnan heiða. Skýjað og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á suðaustanverðu landinu. Lægir síðdegis. Hiti sex til fjórtán stig, mildast suðaustanlands. Fremur hæg breytileg átt á morgun, en suðvestan fimm til þrettán norðvestantil. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað, en léttskýjað norðaustanlands. Hiti þrjú til tíu stig yfir daginn.

Að henda bókum í börn

Að henda bókum í börn

Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann.

Voru pönnukökur en nú komnar í ábyrgðarhlutverk

Voru pönnukökur en nú komnar í ábyrgðarhlutverk

Nokkrar breytingar hafa orðið á íslenska landsliðshópnum síðustu mánuði. Eldri leikmenn hafa lagt skóna á hilluna og svo eru tvær barnshafandi. „Við erum allar að kynnast betur og þetta er bara búið að vera mjög skemmtilegt,“ sagði Sandra á landsliðsæfingu í Úlfarsárdal í gær. Hún segir þó að með þessum breytingum fylgi skemmtilegar áskoranir. „Jú algjörlega. Við hérna sem vorum í miðjunni hálfgerðar pönnukökur erum allt í einu orðnar þær eldri og komnar í meiri ábyrgðarhlutverk sem er bara mjög skemmtilegt. Þó við söknum eldri leikmannana sem voru að hætta auðvitað líka,“ sagði Sandra. Og það er mikilvægt að byrja undankeppnina vel og vinna Færeyjar í kvöld. „Það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að byggja upp sjálfstraust í liðinu og fyrir HM í desember,“ sagði Elín Rósa Magnúsdóttir.