Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“

Steindór segir að það sé byrjaður alvarlegur faraldur – „Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst“

Steindór Þórarinsson, markþjálfi, segir að það sé að byrja alvarlegur faraldur sem þurfi að stoppa, strax í dag. „Ég er orðinn þreyttur á að missa fólk sem mér þykir vænt um. Seint árið 2022 og fram á 2023 kom ég að tilraun vinar. Mánuði síðar keyrði náinn samstarfsmaður út í sjó. Tveimur mánuðum eftir það Lesa meira

Á 30 hröðustu tímana frá upphafi

Á 30 hröðustu tímana frá upphafi

Núgildandi heimsmet Warholm er 45,94 sek. en þar fyrir utan á hann 29 hröðustu tíma sögunnar í greininni þar á eftir. Evrópska frjálsíþróttasambandið birti yfirlit um þetta eins og sjá má hér fyrir neðan. Norski hlauparinn Karsten Warholm sýndi enn og aftur snilli sína í gærkvöld þegar hann sigraði í 400 m grindahlaupi á Demantamóti í Zürich í Sviss. Hann hlóp á nýju mótsmeti, 46,70 sek. og á fyrir vikið 30 hröðustu tímana í heiminum í greininni. Með sigrinum í gær tryggði Warholm sér líka gullið í 400 m grindahlaupi á Demantamótaröðinni í ár. Hann varð ólympíumeistari í Tókýó árið 2021 en varð að sætta sig við silfrið í París í fyrra. Þá á hann þrenn gull frá EM, þrenn frá HM og getur bætt því fjórða við á HM í Tókýó í september. RÚV mun sýna beint frá HM í frjálsíþróttum í 13. - 21. september. Þrír Íslendingar verða þar meðal þátttakenda, Sindri Hrafn Guðmundsson (spjótkast), Erna Sóley Gunnarsdóttir (kúluvarp) og Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir (sleggjukast).

Á 30 bestu tímana frá upphafi

Á 30 bestu tímana frá upphafi

Núgildandi heimsmet Warholm er 45,94 sek. en þar fyrir utan á hann 29 bestu tíma sögunnar í Evrópu í greininni þar á eftir. Evrópska frjálsíþróttasambandið birti yfirlit um þetta eins og sjá má hér fyrir neðan. Norski hlauparinn Karsten Warholm sýndi enn og aftur snilli sína í gærkvöld þegar hann sigraði í 400 m grindahlaupi á Demantamóti í Zürich í Sviss. Hann hlóp á nýju mótsmeti, 46,70 sek. og á fyrir vikið 30 bestu tímana í Evrópu í greininni. Með sigrinum í gær tryggði Warholm sér líka gullið í 400 m grindahlaupi á Demantamótaröðinni í ár. Hann varð ólympíumeistari í Tókýó árið 2021 en varð að sætta sig við silfrið í París í fyrra. Þá á hann þrenn gullverðlaun frá EM, þrenn frá HM og getur bætt því fjórða við á HM í Tókýó í september. RÚV mun sýna beint frá HM í frjálsíþróttum í 13. - 21. september. Þrír Íslendingar verða þar meðal þátttakenda, Sindri Hrafn Guðmundsson (spjótkast), Erna Sóley Gunnarsdóttir (kúluvarp) og Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir (sleggjukast).

Forseti Íslands setur sýninguna Gullkistan Vestfirðir

Forseti Íslands setur sýninguna Gullkistan Vestfirðir

Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mun setja  sýninguna Gullkistan Vestfirðir laugardaginn 6. september á Ísafirði með ávarpi. Að ávarpi loknu mun forsetinn ganga um salinn og heilsa upp á sýnendur og gesti. Sýningin opnar klukkan 12 og eru Vestfirðingar hvattir til að fjölmenna í íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði til að sjá þessa stórsýningu atvinnulífs og menningar. […]

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma.