Ísteka sækist eftir nýju leyfi til blóðtöku næsta sumar

Ísteka sækist eftir nýju leyfi til blóðtöku næsta sumar

Starfsleyfi fyrirtækisins Ísteka til að taka blóð úr fylfullum hryssum rann út þann 5. október. Enginn blóðtaka er í gangi sem stendur þar sem blóðtaka á sér stað á sumrin og fram á haust. Þeim er lokið þetta árið. Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka, segir að fengið verði nýtt starfsleyfi frá ríkinu fyrir næsta sumar. Ekki sé þó útséð með hvort nýtt leyfi fylgi reglugerð EFTA númer 460/2017 sem fjallar um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. „Kjarni málsins er að við viljum fá reglugerðinni hnekkt,“ segir Kristinn. Ísteka höfðaði áður mál gegn ríkinu vegna þessa sem fór alla leið upp í Hæstarétt. Málið var þó aldrei tekið til efnismeðferðar. Kristinn segir málið hafa verið fellt á því formsatriði að leyfi fyrirtækisins til blóðtöku var enn í gildi. Leyfi Ísteka sem rann út í október var veitt árið 2022 eftir að reglugerð 900/2022 var gefin út af Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og byggði hún á sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Hún var þó felld úr gildi 1. nóvember 2023. „Núna er kominn upp annar vinkill í málinu þar sem leyfið er runnið út og taka verður málið til meðferðar,“ segir Kristinn. Málið er komið af stað en ekki er vitað hvenær til stendur að dómur falli. Kristinn segir að reglugerð EFTA eigi ekki við um blóðtöku fyrirtækisins þar sem um framleiðslu á landbúnaðarafurð sé að ræða, ekki tilraunir á dýrum í vísindaskyni. „Þetta á bara ekki við,“ segir hann. „Það er ekki það að við séum með einhverjum hætti á móti regluvæðingu. Við fylgjum eftirliti og leggjum áherslu á dýravelferð.“ Hann segir lítið um afföll í greininni í stóðunum og afar fátítt að hryssur drepist við blóðtöku. „Það hvarflar ekki að okkur annað en að þessi starfsemi haldi áfram,“ segir hann. Dýraverndunarsamtök gagnrýna blóðmerahald Blóðtaka úr fylfullum hryssum hefur verið harðlega gagnrýnd af dýraverndunarsamtökum. Til að mynda lögðu þrjú dýraverndarsamtök fram stjórnsýslukæru til atvinnuvegaráðherra vegna ákvörðunar MAST að vísa ekki kæru samtakanna til lögreglu. Þau eru Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB). Samtökin höfðu áður lagt fram sönnunargögn um dýraníð til lögreglu en lögreglan ákvað að viðhafast ekki í málinu þar sem Matvælastofnun vísaði málinu ekki til lögreglu. Svo fór að Atvinnuvegaráðuneytið vísaði kæru samtakanna frá þar sem þau voru ekki taldir aðilar að málinu. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í apríl á þessu ári að nýtt leyfi yrði veitt til blóðtöku út frá reglugerð EFTA. Enn er þó mögulegt að dómsmálið falli Ísteka í vil og að ekki sé hægt að krefja fyrirtækið um að sækja um leyfi út frá þeirri reglugerð.

Skagamenn vilja skoða sameiningu við Hvalfjarðarsveit

Skagamenn vilja skoða sameiningu við Hvalfjarðarsveit

Bæjarstjórn Akraness hefur í annað skipti á sex árum lýst áhuga á að ræða sameiningu við nágranna sína í Hvalfjarðarsveit. Síðast þegar það gerðist varð ekkert af því. Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt bæjarráðs um að leita samstarfs við Hvalfjarðarsveit staðfest. Bæjarráð lagði til að Akraneskaupstaður sendi sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar formlegt erindi um að sveitarfélögin myndi stýrihóp sem greini kosti og galla við sameiningu sveitarfélaganna. Í fundargerð var bókað að til hliðsjónar skyldi meðal annars hafa áform stjórnvalda um „breytingar varðandi samvinnu sveitarfélaga þar sem stefnt sé að því að tryggja skýrari reglur um kostnaðarskiptinu sem byggi á raunkostnaði við starfsemi í hvoru/hverju sveitarfélagi fyrir sig og heimild sveitarfélags sem sinnir verkefnum fyrir annað sveitarfélag til að reikna sérstakt álag vegna veittrar þjónustu“. Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit hafa haft með sér mikið samstarf. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kveikti nýlega umræðu um þessi mál þegar hann gagnrýndi verkaskiptingu milli sveitarfélaganna. Þá sagði hann tíma til kominn að Akraneskaupstaður verði hagsmuni sína þar sem bærinn tæki að sér margvíslega þjónustu fyrir nágrannasveitarfélagið sem hefði engan áhuga á sameiningu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsti yfir vonbrigðum með skrif Vilhjálms og sagði samstarfið til bóta fyrir bæði sveitarfélögin. „Í upphafi er rétt að árétta að Hvalfjarðarsveit hefur engan ásetning eða vilja til þess að vera ómagi eða þiggja ölmusu af Akraneskaupstað.“ Akraneskaupstaður keypti fyrir nokkrum árum land í Hvalfjarðarsveit og lýsti þá áhuga á að breyta mörkum sveitarfélaganna til að geta skipulagt þar nýja íbúabyggð. Því höfnuðu nágrannarnir í Hvalfjarðarsveit. Tilraunir Skagamanna nú og fyrir sex árum eru ekki þær einu sem þeir hafa gert til sameiningar. 2013 óskuðu þeir viðræðna um mögulega sameiningu Akraness, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Fyrr á þessu ári sameinuðust tvö síðastnefndu sveitarfélögin.

Ekki tilefni til gæsluvarðhalds eftir „lífshættulega atlögu“ í Kópavogi

Ekki tilefni til gæsluvarðhalds eftir „lífshættulega atlögu“ í Kópavogi

Karlmaður var handtekinn um helgina eftir lífshættulega atlögu gegn öðrum manni miðsvæðis í Kópavogi. Aðdragandi hennar var ágreiningur milli þeirra þar sem hinn handtekni réðist á hinn með hnífi. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu. Báðir menn voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans með áverka á sunnudagskvöld. Enginn særðist lífshættulega en sá sem varð fyrir hnífaárásinni hlaut alvarlega áverka á andliti og búk. Atlagan er skilgreind lífshættuleg vegna þess að hnífi var beitt. Sá sem beitti hnífnum var handtekinn. Ævar Pálmi sagði að ekki hefði verið tilefni til að úrskurða hann í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna né rannsóknarhagsmuna.

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Landsþing Miðflokksins fór fram um helgina. Þar voru ungir flokksmenn áberandi með nýtt slagorð sitt „Ísland fyrst – svo allt hitt“. Seldust meðal annars derhúfur með slagorðinu eins og heitar lummur. Áður en Miðflokkurinn kom til sögunnar, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var enn formaður Framsóknar, notaðist annar hópur við slagorðið Ísland fyrst. Elskan vaknaðu, það Lesa meira

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri á Hótel Keflavík, ætlar að senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis og óska eftir að núgildandi reglur um fánadaga verði breytt. Steinþór lýsir þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir margt einstakt vera við íslenska fánann. „Björtu litirnir, táknin og sagan sem hann ber Lesa meira

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

Nýkjörin stjórn KÍTÓN býður öllum að fagna íslenskum konum í tónlist á sérstökum tónleikum þann 23.október í Iðnó. Í ljósi sífellrar umræðu um skort á sýnileika kvenna í íslensku tónlistarsenunni hefur KÍTÓN sett á laggirnar 5 lagalista sem innihalda einungis tónlist með konur og kvár á kredit-listanum. Lagalistarnir birtast á Spotify á tónleikadegi, 23. október. Lesa meira

Sparisjóður Strandamanna sameinast Sparisjóði Höfðhverfinga

Sparisjóður Strandamanna sameinast Sparisjóði Höfðhverfinga

Hluthafafundir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu þeirra í upphafi árs.  Jafnframt hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans samþykkt samrunann. Sameinað félag mun heita Smári sparisjóður hf. en hann mun markaðsetja sig áfram undir merkjum Sparisjóðanna. Í beinu framhaldi af samrunanum verður hlutafé aukið til […]

Draumur að vera í atvinnumennsku en er búinn að sakna lambakjötsins

Draumur að vera í atvinnumennsku en er búinn að sakna lambakjötsins

Liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handbolta í gær. Þetta er annað árið í röð sem Porto mætir íslensku liði í keppninni og það kann Þorsteinn Leó vel að meta. „Það er alltaf mjög gott að koma til Íslands og hitta fjölskylduna. Vonandi heldur það áfram að við fáum íslenskt lið.“ Þorsteinn Leó hefur nú verið í atvinnumennsku í tvö ár. Hann er ánægður með lífið í atvinnumennskunni og segist hafa vaxið sem handboltamaður að undanförnu. „Ég finn að ég er orðinn sterkari. Mér finnst ég bara vera orðinn betri í handbolta. Ég er búinn að spila fínt. Það er ótrúlega gaman að vera atvinnumaður. Þetta er algjör draumur.“ Þótt lífið sé gott í Portúgal hefur hann saknað lambakjötsins. „Mig hefur langað í lambakjöt ótrúlega lengi og við fengum ótrúlega gott lambakjöt á hótelinu. Ég er mjög sáttur við það.“ Landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar hans í Porto lögðu Fram í Úlfarsárdalnum í gær. Þorsteinn Leó er ánægður með að félagslið hans hafi annað árið í röð verið dregið í riðil með íslensku liði. Þá hafi hann saknað lambakjötsins. Sannfærður um að Fram komi sterkari til baka úr Evrópukeppninni Erlendur Guðmundsson leikmaður Fram segir það hafa verið erfitt að kljást við líkamlega sterkt lið Porto í gærkvöld. „Eins og sést þá eru þeir stórir, sterkir og stæðilegir og við kannski ekki með sömu hæð og þyngd. En það var ótrúlega gaman að fá að upplifa þetta.“ Þá segir hann viðureignina gegn Porto talsvert frábrugna því sem þekkist í Olísdeildinni. Fram hefur átt í nokkrum erfiðleikum í deildinni nú í upphafi tímabils en Erlendur er viss um að Evrópukeppnin muni styrkja liðið. „Evrópukeppnin mun gefa okkur fáránlega mikið. Þetta verður rosalega strembið núna fram að jólum en ég held að eftir þetta munum við koma sterkari til baka og bara betra lið.“ Erlendur átti afmæli í gær og segir daginn hafa verið góðan þrátt fyrir tapið. „Þetta var geggjaður afmælisdagur, tólf marka tap var reyndar ekki frábært en ég er búinn að eiga góðan dag.“ Landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar hans í Porto lögðu Fram í Úlfarsárdalnum í gær. Þorsteinn Leó er ánægður með að félagslið hans hafi annað árið í röð verið dregið í riðil með íslensku liði. Þá hafi hann saknað lambakjötsins.