Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Breiðablik er komið í Sambandsdeildina

Breiðablik er komið í Sambandsdeildina

Breiðablik vann Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta, samtals 5-2, og er því komið í deildarkeppnina. Blikar unnu heimaleikinn 2-1 fyrir viku síðan og útileikinn í kvöld 3-1. Kristófer Ingi Kristinsson kom Breiðabliki yfir á 17. mínútu en á þeirri 41. jafnaði Abdoul Aziz Niang. Einungis mínútu síðar fékk Matteo Zenoni að líta sitt annað gula spjald og Blikar því manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Von heimamanna varð lítil eftir að Davíð Ingvarsson skoraði á 58. mínútu og enn minni eftir mark Tobias Thomsen á 77. mínútu. Nýtt fyrirkomulag miðað við síðast Breiðablik komst einnig í Sambandsdeildina fyrir tveimur árum en þá var keppt í riðlum þar sem Blikar töpuðu öllum sex leikjum sínum. Nú er hins vegar deildarfyrirkomulag þar sem 36 lið eru öll í sömu deild og hvert lið spilar við sex mismunandi lið, þrjá heimaleiki og þrjá á útivelli. Víkingur var í þessari deildarkeppni í fyrra og endaði í 19. sæti. Það dugði til að komast í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar en þar tapaði liðið fyrir Panathinaikos frá Grikklandi, samtals 3-2. Breiðablik kemst að því hverjir mótherjarnir verða á morgun þegar drátturinn fer fram. Fyrsti leikdagur er 2. október og spilað verður í deildarkeppninni til 18. desember.

Tæplega þúsund Írakar yfirgáfu flóttamannabúðir í Sýrlandi

Tæplega þúsund Írakar yfirgáfu flóttamannabúðir í Sýrlandi

Um 850 Írakar yfirgáfu í dag Al-Hol flóttamannabúðirnar í norðausturhluta Sýrlands. Þar er vistað fólk sem grunað er um tengsl við hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins. Jihan Hanan, stjórnandi búðanna, segir að það sem af er ári hafi um tíu þúsund Írakar farið úr búðunum í ellefu hópum. Tugþúsundir eru í flóttamannabúðum í Sýrlandi, allir með meint eða möguleg tengsl við hryðjuverkasamtökin, meira en sex árum eftir að sigur vannst á þeim í Sýrlandi. Al-Hol-búðirnar eru þær stærstu og vistmenn búa þar við þröngan kost. Hanan segir að í Al-Hol séu nú um það bil 27 þúsund manns, þar á meðal um 15 þúsund Sýrlendingar, um fimm þúsund Írakar og um sex þúsund og þrjú hundruð konur og börn af fjörutíu og tveimur þjóðernum. Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa verið treg til að taka við sínum ríkisborgurum sem fóru til Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar ákveðið að hraða móttöku flóttamanna úr búðunum í Sýrlandi og hvatt önnur ríki til að fylgja fordæmi þeirra.

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Persónuvernd hefur birt ákvörðun í máli sem stofnunin tók upp á sína arma að eigin frumkvæði en henni hafði borist upplýsingar um að læknir hefði flett upp í sjúkraskrám á Landspítalanum og sent viðkomandi einstaklingum skilaboð. Þetta hafi hann gert í þeim tilgangi að afla einkafyrirtæki, sem hann starfaði hjá meðfram starfi sínu á spítalanum, Lesa meira