„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald

Á miðvikudag í síðustu viku var „Rassaþefarinn“ handtekinn enn á ný fyrir að þefa af afturenda konu á almannafæri. Hann var látinn laus úr varðhaldi nokkrum dögum áður en þá sat hann inni fyrir samskonar hegðun. Maðurinn heitir Calese Carron Crowder og er 38 ára Kaliforníubúi. Hann er á skrá yfir kynferðisbrotamenn. KTLA segir að hann hafi verið handtekinn á miðvikudaginn Lesa meira

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Markvörður PSG, Gianluigi Donnarumma, hefur ekki gefist upp á því að tryggja sér félagaskipti áður en félagaskiptaglugginn lokar 1. september. Að svo stöddu er Manchester City líklegasti kosturinn. ef Ederson yfirgefur félagið. City vilja þó halda í brasilíska landsliðsmarkvörðinn, þrátt fyrir mikinn áhuga frá Galatasaray. Ensku meistararnir eru meðvitaðir um að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er Lesa meira

Ísafjarðahafnir: tvöfalda greiðslur fyrir Gísla Jóns – 25 m.kr. samningur

Ísafjarðahafnir: tvöfalda greiðslur fyrir Gísla Jóns – 25 m.kr. samningur

Hafnarstjórn samþykkti á þriðjudaginn að gera samning við Björgunarfélag Ísafjarðar um afnot af björgunarskipinu Gísla Jóns sem varalóðs næstu fimm árin og tvöfalda árlega greiðslu frá því sem nú er og verður hún fimm milljónir króna á ári fyrir árin 2025 til og með 2029. Í gildandi samningi fyrir 2024-2027 er árleg greiðsla 2,5 m.kr. […]

Níu sagt upp og framkvæmdastjórinn hættir

Níu sagt upp og framkvæmdastjórinn hættir

Trausti Árnason framkvæmdastjóri hefur sagt upp starfi sínu hjá Vélfagi og níu starfsmönnum hefur verið sagt upp vegna alvarlegs rekstrarvanda. Þessu greinir Morgunblaðið frá í dag og hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann sem á rúmlega 80 prósenta hlut í fyrirtækinu. Vélfag hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna eigendasögu fyrirtækisins. Rússneska útgerðarfélagið Norebo, sem er talið hluti af skuggaflota Rússa, keypti stóran hluta í því nokkrum mánuðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Síðan hafa orðið eigendaskipti á því og stærstur hlutinn er nú í eigu Kaufmanns sem hefur stundað mikil viðskipti við eigendur Norebo. Kaufmann segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að Vélfag standi frammi fyrir alvarlegum rekstrarvanda eftir að farið var að beita fyrirtækið viðskiptaþvingunum. Hann segir að fyrri eigendur í Norebo hafi hvorki tengsl við Vélfag nú né aðkomu að rekstri þess. Blaðið hefur eftir Kaufmann að hann gagnrýni utanríkisráðuneytið og Arion banka fyrir lítinn sveigjanleika og skilning.

Níu starfsmönnum sagt upp

Níu starfsmönnum sagt upp

Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri, hefur staðfest að framkvæmdastjóri félagsins, Trausti Árnason, hafi sagt starfi sínu lausu og að níu starfsmönnum til viðbótar hafi verið sagt upp.

EM í dag: Ná Portúgalar að stríða Serbum?

EM í dag: Ná Portúgalar að stríða Serbum?

EM karla í körfubolta heldur áfram og í dag er önnur umferð A- og B-riðils. Við sýnum tvo leiki úr B-riðli á RÚV og svo lokaleik dagsins úr A-riðli á RÚV 2: 10:30 Þýskaland - Svíþjóð (RÚV) Þjóðverjar unnu þægilegan 106-76 sigur á Svartfjallalandi í fyrstu umferð á meðan Svíar töpuðu fyrir Finnlandi, 90-93. Þýskaland er ríkjandi heimsmeistari og með mun sterkara lið á pappírnum og ljóst að sænska liðið þarf að eiga sinn allra besta dag vilji það standa í því þýska. 13:30 Litáen - Svartfjallaland (RÚV) Litáar eru á heimavelli og unnu Breta í fyrstu umferð, 94-70, á meðan Svartfellingar töpuðu fyrir Þýskalandi. Einungis sex sæti skilja liðin að á heimslistanum, Litáen er í tíunda sæti og Svartfjallaland í því sextánda, og því megum við eiga von á spennandi og skemmtilegum leik. 18:15 Portúgal - Serbía Serbía er á toppi A-riðils eftir 98-64 sigur á Eistlandi. Portúgal er í 56. sæti heimslistans en gerði sér lítið fyrir og vann Tékkland sem situr í 19. sæti og því heilmikið í portúgalska liðið spunnið. Til þess að vinna Serba, sem eru í öðru sæti á heimslista FIBA, þurfa þeir þó að hitta á frábæran leik. Öll úrslit og stöður í riðlum má finna á sérstakri EM-síðu okkar .